Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Blaðsíða 36
Ingvar Arnason
á Bjalla
Ingvar Árnason bóndi á Bjalla i
Landsveit andaöist aö heimili
sinu miövikudaginn 3. ágúst
siðastliðinn. Hann var orðinn 87
ára að aldri, fæddur að Látalæti i
Landsveit, þar sem nú heitir
Múli, 7 marz 1890. Foreldrar hans
voru hjónin Þórunn Guðlaugs-
dóttir og Árni Kollin Jónsson sem
þar bjuggu. Þau eignuöust fimm
börn og komust af þeim fjórir
synir til fullorðinsára auk
Ingvars þeir Jón, lengi bóndi á
Lækjarbotnum i Landsveit, Guö-
mundur hreppstjóri i Múla og
Guðni, sem iengi var verzlunar-
stjóri hjá Sláturfélagi Suður-
lands, en þeir Ingvar og Guöni
voru tviburar.
Móðir Ingvars dó 1894, faðir
hans tveim árum siðar og fór
Ingvar þá i fóstur til föðurbróður
sins, Guðna Jónssonar bónda í
Skaröi og Guðnýjar Vigfúsdóttur
konu hans. Þar dvaldist Ingvar
óslitiö til vorsins 1914 að hann
fluttist að Bjalla i Landsveit,
reisti þar bú og kvæntist Málfriöi
Amadóttur Arnasonar i Látalæti
og Þórunnar Magnúsdóttur konu
hans. Heimili þeirra Ingvars hef-
ur siðan verið á Bjallanum.
Frumbýlingum var óhægt um
vik á þeim árum eins og oftar, og
hafði bærinn á Bjallanum veriö
fluttur undan sandfoki 1908, hag-
ar litlir og heyskapur rýr heima
fyrir. Harðindaárin komu með
stuttu millibili, skepnuhöld með
lakasta móti vorið 1914 og vetur-
inn 1917-1918 mesti frostavetur
sem komið hafði siöan 1882.
Sumarið 1918 var mikið grasleysi
um uppáveitir Suðurlands, enda
heyjuöust ekki nema fjórir hest-
burðir af túninu á Bjalla. Einu
kýrfóðri náði Ingvar suður I Safa-
mýri um sumariö og einhverjum
reytingi á engjum undir haust.
Þeir vita sem til þekkja hvernig
er að berjast við heyskap á illa
sprottnu og óvörðu engi með
handverkfærum og eiga auk þess
sifelldan sandágang yfir höfði
sér.
Þau Bjallahjón voru að kunn-
ugra sögn samhent i þvi aö efla og
bæta jörðina, búa þannig að bú-
stofninum að skepnunum liöi vel
og þær gæfu góðan arö enda tókst
þaö. Eftir tæplega tveggja ára-
tura búskap var Ingvar búinn að
rækta og girða tún fyrir meöalbú
endurbyggja og stækka nær öll
hús á jörðinni, hlaða öll gripahús
og (hiöður úr hraungrjóti, einnig
hluta af túngarði og matjurta-
garða. Ekki var Ingvar þó einnað
verki. Hann haföi stundum vinnu-
mann hluta úr ári og i þessari
sveit hefur tiðkazt aö nágrannar
hjálpuöu hveröörum eftir þörfum
þegar endurnýja þurfti húsakost
eða standa i öðrum mannfrekum
framkvæmdum, þarsem hver gat
endurgoldið öörum i vinnu. Og
ekki mun hafa staðið á Bjalla-
heimilinu að taka sinnþátti þessu
fremur en öðru samstarfi, enda
nágrennið gott. Til að hlaöa úr
hraungrjóti svo vel fari, þarf
lagni og útsjónarsemi, enda vek-
ur vel hlaðinn hraungrýtisveggur
aðdáun. Þekkt dæmi um þaö er
kirkjugarösveggurinn i Skarði á
Landi, en Ingvar á Bjalla var einn
af aðaihleöslumönnum hans
ásamt fleiri Landmönnum sem
löngum hafa kunnað til slikra
verka.
Þau Bjallahjón eignuðust fimm
börn, og eru fjögur á lifi. Arnþór
ókvæntur, hefur alla tið verið á
Bjallanum og unnið foreldra-
heimilisinu. Þórunn er látin fyrir
um þremur áratugum, fyrri kona
Magnúsar Magnússonar frá
Galtalæk, barnlaus. Ragnheiður,
ógift, forstöðukona i Reykjavik.
Guðriður, siöari kona Magnúsar
Magnússonar frá Galtalæk búsett
i Reykjavík og eiga einn son.
Svanfriður, gift Sæmundi Jóns-
syni bankamanni, búsett i
Reykjavik og eiga fjórar dætur.
Þá ólu þau Bjallahjón upp dóttur
nágranna sins, þar sem heimilis-
ástæöur voru mjög erfiðar, Þuriöi
Jónsdóttur frá Lunansholti. Hún
er gift Björgvini Kjartanssyni
viðskiptafræðingi og eiga þau
fjögur börn.
Fram yfir hálfáttrætt gekk
Ingvarhiklaust að allri vinnu eins
og hann hafði alltaf gert, en raun-
ar má segja að siðustu áratugina
hafi búskapurinn hvilt á herðum
Arnþórs sonar þeirra. Hafa þá
dæturnar og fósturdóttirin og
þeirra fjölskyldur löngum lagt
heimilinu lið, hver eftir sinum
ástæðum þegar tóm hefur gefizt
frá öðrum störfum til að skreppa
austur i Landsveit, stundum i
þurrhey stundum til annarra bú-
starfa.
Ingvar á Bjalla var öðrum
mönnum fróðari um sveit sina og
sögu hennar, og á Landmannaaf- j
réttiogi Fiskivötnum (Veiðivötn- '
um) innan Tungnaár var hann
hverjum manni kunnugri. Þetta
ásamt traustleika og öryggi i
ferðum varð til þess að hann var,
eins og Jón og Guðmundur bræð-
urhans, eftirsóttur fylgdarmaður
ferðamanna, innlendra og er-
lendra, um þær slóðir, allt austur
i Skaftafellssýslu meðan einkum
var ferðazt á hestum.
I einni ferðinni inn á afrétt, inn i
Snjóöldufjallgarð haustið 1936,
fundu þeir Ingvar og félagi hans i
smalamennsku minjar um bústað
manns sem auðsjáanlega haföi
flúið mannabyggö og leitað sér
skjóls og lifsviðurværis i faðmi
öræfanna þar sem sizt var manna
von. Frá þeirri ferð segir i bók-
inni Útilegumenn og auðar tóttir
eftir ólaf Briem.
Ingvar hafði mikla ánægju af
að rifja upp og segja frá ferðum
af þessu tagi, en ekki hefur mikið
verið skrásett af þeim fróðleik
sem hann bjó yfir. Mér er þvi
fagnaðarefni að hafa nú i vor
komið þvi i verk að hitta hann aö
máli og fengið hann til aö segja
svolitiðfrá afréttinum. Þótthann
væri þá orðinn farinn að heilsu,
varð þess ekki vart i frásögnum
hans af afréttum og smala-
mennsku. Þeirri andlegri heilsu
hélt hann þrátt fyrir likamlegan
islendingaþættir