Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 10
og þá gerði Jörgensen sér grein fyrir,
hvað var að.
Hun var að fæða. Hér i miðjum
skóginum!
Jörgensen hafði upplifan ýmislegt
einkennilegt i skóginum sinum, en þetta
var sannarlega fyrsta barnsfæðingin.
Hvers vegna i ósköpunum hafði stúlkan
leitað hingað?
Hann lagði höndina róandi á öxl henni.
— Hér getið þér ekki verið, sagði hann
rólega. Við verðum að ná i lækni. Þér
þarfnist hjálpar.
Hún svaraði ekki, lá aðeins og þrýsti
andlitinu niður i mosann og grét.
— Ég vil það ekki, sagði hún skyndi-
lega. Ég vil deyja. Ég vil ekki eignast
þetta barn. Ég vil það ekki... ég hata það!
Hann svaraði ekki.
Hún var litil og grönn, og þar sem hún lá
þarna, leit hún helzt út fyrir að vera barn
sjálf, en liklega var hún um tvitugt.
Stúlka, sem i hafði verið óheppin.
Þannig hlutir gerðust enn, þrátt fyrir
Pilluna og kynlifsfræðsluna. Hún var ekki
úr grenndinni, þá hefði hann þekkt hana,
en hver sem hún var, varð hann að hjálpa
henni.
Enhvernig? Liklega var ekki um annað
að ræða en bera hana heim. Leiðin var
talsvert löng með svo þunga byrði. Hann
gat lika átt á hættu, að hún reyndi að
hlaupa burt eða gripi til örþrifaráða
gagnvart sjálfri sér eða barninu, ef það
fæddist meðan hann væri burtu.
— Sjáið nú til, sagði hann i róandi tón.
Nú ætla ég að bera yður heim til konunnar
minnar. Hún veit hvað á að gera undir
svona kringumstæðum.
Hann reyndi að koma handleggjunum
undir hana til að lyfta henni, en hún
barðist á móti og æpti, að hann skyldi
fara. Hann hætti tilraununum og reyndi
að tala um fyrir henni, en hún lá bara með
andlitið niðri i mosanum og vildi ekkert
hlusta á hann.
— Viltu endilega eignast barnið hérna i
skóginum? spurði hann lágt. Hún svaraði
ekki.
Þá mundi hann allt i einu eftir annarri
fæðingu, sem hann hafði orðið vitni að
hérna i skóginum fyrir mörgum árum.
Rádýrsmóðir hafði fætt kálf sinn svo að
segja fyrir augum hans. Hann mundi það
eins og það hefði gerzt i gær. Sú reynsla
var eitt af þvi dásamlegasta, sem fyrir
hann hafði komið i embætti skógareftir-
litsmanns. Þá hafði hann einmitt komizt
að raun um, hversu fagurt og auðugt lifið i
skóginum var fyrir þann, sem hafði auga
fyrir þvi.
Hann ákvað að segja stúlkunni frá þvi.
Ef til vill kæmist hann þannig i samband
viö hana og gæti komið henni i skilning
um, að hún hafði skyldum að gegna gagn-
vart barninu sinu.
— Einu sinni sá ég rádýr fæða hérna i
skóginum, sagði hann hægt. Það var
dásamlegt. Ef þér hefðuð séð það, skilduð
þér, hvað það er fallegt að sjá nýtt lif
kvikna. Hún hreyfði sig ekki.
Hann beið litla stund, en siðan tók hann
að lýsa rádýrsfæðingunni i smáatriðum.
Hann reyndi að finna orð, sem gerðu þetta
fallegt og hreint, en það leit ekki út fyrir
að stúlkan hlustaði. Að minnsta kosti
sýndi hún engin viðbrögð.
Hann hélt áfram og beitti sinni bliðustu
rödd, og þegar hann hafði talað dágóða
stund, fannst honum stúlkan róast. Hún
andaði reglulegar. Enn þrýsti hún
höndunum að kviði sér og hann imyndaði
sér, að barnið gæti fæðst á hverri stundu.
Andartak varð hann skelfingu lostinn.
Hvað i ósköpunum átti hann að gera við
nýfætt barn úti i miðjum skógi á köldum
vetrardegi? Hlyti það ekki að frjósa i hel
um leið og það fæddist?
Stúlkan kveinkaði sér, og brátt fór hún
að veina, og svo kom skerandi óp. Hún
hnipraði sig saman af kvölum.
Nú mátti engan tima missa. Hann varð
að gera eitthvað, ef barnið átti ekki að
fæðast hér i skóginum.
Óttinn veitti honum afl. Hann kom
handleggjunum undir likama stúlkunnar
og lyfti henni upp. Hún var þyngri en hann
hafði búist við. Nú veitti hún enga
mótspyrnu.
Hann gekk með hana að eldvarnar-
beltinu, og hún lá grafkyrr i fangi hans og
horfði á hann sviplausum augum.
Ef hann hefði bara þorað að skilja hana
eina eftir, meðan hann sækti hjálp. Þá
hefði hann getað lagt hana i verkfæra-
skúrinn við enda eldvarnarbeltisins, en
hann þorði það ekki. Hann neyddist til að
halda áfram heim til sin, það var ekki
um annað að ræða.
Hann stytti sér leið, þegar hann kom að
eikarsvæðinu. Það sparaði honum
stóran krók, en hann fann, að kraftar hans
voru að dvina/
Allt i einu varð hún róleg. Hann nam
staðar og leit á hana, og nú var hann ekki i
vafa um, að fæðingin var á næsta leyti.
Nú var hún róleg, einkennilega róleg,
eins og hún væri búin að gera málið upp
við sjálfa sig og væri ekki lengur hrædd.
— Leggið mig niður, sagði hún hægt.
Hann hlýddi ósjálfrátt, og næstu
minúturnar stóð hann og horfði á hana
hræddur. Andlit hennar afmyndaðist af
kvölunum, en hræðslan var horfin úr
svipnum.
Svo kom barnið. Hann stóð og horfði á,
og varö gripinn undarlegri hátiðleika-
kennd. Hún tók barnið i fangið, og lá siðan
kyrr og horfði á það. Það fór að gráta, og
hún sveipaði sjali sinu um það.
— Barnið mitt, hvislaði hún.
— Biddu, sagði hann. Ég sæki hjálp.
— Já, þakka þér fyrir, svaraði hún
rólega, hann breiddi úlpuna sina yfir
móður og barn, áður en hann fór, og hljóp
siðan gegnum skóginn áleiðis heim til sin.
Katrin leit undrandi á hann, þegar hann
kom hlaupandi, og spurði hvort eitthvað
hefði komið fyrir.
— Já, svaraði hann.móður. Ung stúlka
fæddi barn i skóginum. Náðu i Hansen
iækni. Ég fer út á biinum og sæki hana-
Búðu um rúm handa henni.
Barn, endurtók Katrin furðu lostin. Já,
en Karl, það hljómar ekki skynsamlega.
— Það er það heldur ekki, hrópaði
hann um öxl, er hann hljóp að bilnum. Það
er dásamlega heimskulegt, en ég skal
segja þér allt, þegar þetta er búið.
Svo ók hann af stað.
Þetta var aðeins fárra minútna akstur,
og hann var enga stund að koma stúlkunnL
og barninu upp i bilinn.
Læknirinn var kominn, þegar þau komu
heim. Katrin hjálpaði stúlkunni i rúmið,
og læknirinn rannsakaði hana.
— Þér vitið vist þegar, að þér hafið
eignazt fallegan, stóran strák sagði hann
vingjarnlega, en hafið þér nokkuö á móti
þvi að segja mér, hvers vegna hann fædd-
ist i skóginum?
Hún hristi höfuðið. — Ég hljóp út i
skóginn, þegar ég vissi, að það var að
byrja, sagði hún hægt. Ég vildi deyja, og
barnið átti að deyja. Ég var hrædd, en ég
er það ekki lengur.
— Við hvað, spurði læknirinn.
Hún lokaði augunum, og tár hrundu af
hvörmum hennar.
— Ég var hrædd við að vera ein með
barnið ...okkar. Ég þorði ekki að bera
ábyrgðina ein.
Læknirinn kinkaði kolli. — Faðir
barnsins hjálpar yður áreiðanlega. Mér
skilst, að þið séuð ekki gift.
Hún horfði á lækninn meðan hún
svaraði: — Faðir sonar mins hefði
hjálpað okkur... en hann getur það ekki...
hann er dáinn... i umferðarslysi fyrir
tveimur mánuðum.
— Nú, þannig, sagði læknirinn lágt. Þá
skil ég, að þér hafið verið
örvæntingarfullar. En fjölskyldan?
Hún hristi höfuðið.
— Nei, foreldrar minir dóu, þegar ég
var litil.
— Veslingurinn, sagði læknirinn i
meðaumkunartón. En það er gott, aö
Jörgensen skógareftirlitsmaður fann
yður og gat hjálpað. Ég verð vist að
leggja yður inn á sjúkrahúsið, svo þér fáið
þá umhyggju, sem þér þarfnizt.
— Er það nauðsynlegt, læknir? spurði
rödd að baki hans.
Hann sneri sér við og' sá, að það voru
Jörgensen og Katrin, sem þar stóðu.
— Ekki ef stúlkan getur fengið þá
umhyggju annars staðar.
— Hana get ég veitt henni, sagði Katrin
ákveðinni röddu. Það lá við, að hún ýtti
lækninum til hliðar, er hún gekk að
rúminu og settist hjá stúlkunni.
— Hvað heitir þú?
— Anna Gréta Thomsen, svaraði
móðirin nýorðna.
Eramhald af bls. 46.
10