Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 20

Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 20
upp úr og kraumið siðan niðurskorna tómata og epli, þar til það er meyrt. Setjið þá laukinn aftur saman við og bætið nokkrum dropum af Tabascosósu i, en varlega, þvi hún er eldsterk. Setjið slatta af þessu á hverja sneið og berið auk þess fram heitar kartöflur og steikarfeitina með. Lúða á frönsku 4 sneiðar lúða (1 á mann) hveiti, salt, pipar 2 msk smjörliki 2 msk. olifuolia 2 laukar 1— 2 hvitlauksgeirar 2— 4 tómatar timian, safi úr 1 sitrónu, 1 dl hvitvin Veltið sneiðunum upp úr hveiti með salti og pipar i og brúnið þær i blandi af smjörliki og oliu. Leggið þær siðan i smurt, eldfast fat. Kraumið saxaðan hvit- laukinn, sneiddan laukinn og niðurskorna tómatana i feitinni á pönnunni og kryddið með salti og pipar. Jafnið þvi yfir fiskinn, stráið yfir og hellið sitrónusafanum og hvitvininu meðfram. Látið álpappir yfir fatið og stingið þvi i 220 stiga heitan ofn i 15 minútur. Borið fram með steinselju- stráðum kartöflum. Ofnsteikt Iúða 4—6 sneiðar lúða, salt, pipar, laukur, tómatar, hvitvin smjörliki, kartöflur Ofnskúffan er smurð og fint saxaður, kraumaður laukur lagður yfir hana alla. Tómatarnir eru skornir i sneiðar sem lagðar eru ofan á. Efst er fiskurinn lagð- ur, kryddað er með salti og pipar og stóru glasi af hvitvini hellt meðfram. Setjið skúffuna i 200 stiga heitan ofn i 20 minút- ur. Berið fram með kartöflum. Lúöa i ostsósu 1 kiló lúða 3 msk. smjörliki 3 msk. hveiti, salt, pipar, 1/4 tsk. múskat, 3 dl mjólk 100 gr rifinn ostur paprika Fiskstykkin eru roðflett og úrbeinuð, sið- an lögð i smurt eldfast fat. Stráið salti og pipar yfir. Bakið upp smjörlikioghveiti og vætið-i með mjóik, þar til sósan er mátu- lega þykk. Látið hana sjóða upp áður en osturinn er settur i. Bragðbætt með pipar, salti og múskati. Hellið sósunni yfir fisk- inn og setjið fatið i 170 stiga heitan ofn i 45 minútur. Stráið papriku yfir að lokum og berið fram með soðnum kartöflum. 20 Silfiuiúða 1 lúða (l 1/2—2 kg.) salt, pipar 75 gr smjörliki 50 gr fint saxaður laukur 250 gr sveppir 2 msk klippt steinselja, sitrónusafi Lúðan er hreinsuð. Skerið rifu niður eftir hryggnum á lúðunni og siðan út á við und- ir stykkið, þannig að vasi myndast beggja megin. Leggið fiskinn á stórt stykki af ál- pappir smurðan með smjöri. Setjið allt hitt inn i vasana, brjótið álpappirinn yfir og lokið og stingið inn i 200 stiga heitan ofn i hálftima. Borið fram með kartöflum eða brauði eða hvoru tveggja. Soðin lúöa i tómatmayonnaise 150—200 gr soðin lúða, úrbeinuð o.g roðflett, 100 gr grænar baunir 100 gr rækjur gúrka, tómatur steinselja 100 gr. mayonnaise, 100 gr. sýrður rjómi karry, tómatmauk, salt, pipar Hrærið mayonnaisið upp með sýrða rjómanum og bragðbætið með tómat- maukinu. Setjið fiskinn út i varlega, ásamt hluta af gúrkusneiðunum, baunun- um og rækjunum. Skreytið siðan með af- ganginum. Borið fram með ristuðu brauði. Gamall dúkur í nýju hlutverki Það er synd, hve oft gömlum. fallegum útsaumi er stungið niður i skúffu eða inn i skáp, engum til gagns eða ánægju. Hér á myndinni hefur gamall blúndudúkur verið dreginn fram i dagsljósið á ný, og hugvitssöm húsmóðir sá, að hann var mátulegur sem gardinukappi eldhúsið. Ekkert þurfti að gera annað en að þræða gorminn i gegnum göt á blúndunni.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.