Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 44

Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 44
fjöruna. Stundum nam hún staöar, þegar storar öldur skoluðust upp að fótum henni. Þá kom hún auga á hann. Hann stóð þarna einn og horfði út á sjóinn. Hendurnar voru grafnar langt niður í vasana og frakkakraginn brettur upp fyrir eyru. Hann leit út fyrir að vera í döpru skapi og var skelfing einmanalegr þarna. Þegar hún kom nær leit hann uppog hún sá, að hann þekkti hana. Hann kinkaði vingjarnlega kolli. — Búin að vinna í dag? spurði hann. Hún hristi höfuðið. — Bara tveggja tíma frí. — Ertu kannske á leiðinni heim? Ég á hvergi heima, hugsaði hún. Það er enginn staður, sem ég get kallað raunverulegt heimili. Litla leiðinlega herbergið, sem ég hef efni á að leigja er allt. Rúmið er hart, húsgögnin Ijót og það er ekki hægt að opna gluggann nema nokkra senti- metra. Það er ekki heimili.+ — Ég eyði venjulega frítimanum i förúnni, sagði hún og brosti — Mér f innst ég þurfa frískt loft þeg- ar ég slepp út úr Mávakaffi. Hann kinkaði aftur kolli. — En hvar áttu heima? Hér í bænum? — Já, ég hef búið hr í átján mánuði. — Þá þekkirðu líklega vel til hérna. Geturðu ekki sagt mér hvar ég get verið í f rið dálitla stund. Ekki þá á kaffihúsi bíó eða á safni. — Það er varla um annað að ræða í svona veðri, svaraðihún. — En þegar veðrið er gott er um marga satði að ræða. — Ég hef heimsótt aðra ferðamannastaði í góðu veðri og séð f leiri klaustur, minnismerki og rústir,, en ég ímyndaði mér að gætu verið til. Ég hef gengið um lyngmóana og verið sagt, að þar væri ótrúlega fallegt, þegar lyngið blómstrar, en þá verð ég far- inn heim aftur. Heim? Hún leit spyrjandi á hann og vonaði, að hann myndi segja henni eitthvað frá heimaslóðum snurn. — j Ástralíu. Ég flýg heim aftur eftir hálfan mánuð. — Ö! Þetta hljómaði jafn hversdagslega eins og aðtaka strætisvagn til New York. Hún spurði feimnislega: — Til hvaða hluta Ástraliu? — Vestantil i Nýja Suður-Wales. Ég á jörð þar úti .... Hann gerði sér skyndilega grein fyrir, að þau stóð á bersvæði og nú var farið að rigna mun'meira en áður. — Fyrirgefðu, ég gleymdi mér. Þú verður gegnblaut. . — Það gerir ekkert. Ég er vön því, svaraði hún fljómælt. Hún beið þess að heyra meira um landið handanhafsins. Það var ekki á hverjum degi, sem tækifæri gafst tii að tala við einhvern, sem þekkti það Janet las mikið og oft hafði hún fengið lánaðar bækur um fjarlægð lönd, svona til að komast burt frá hversdagsleikanum. — Viltu ekki heldur vera einhvers staðar inni...ónei, auðvitað viltu það ekki. Hann hló að svipnum, sem kom á andlit henni og hún fór líka að hlægja. — En hafðu þá miskunn með mér og komdu í gönguferð þessa stund, sem þú átt frt. Ég er búinn að fá nóg af mínum eigin félagsskap í dag og af þeim tvö hundruð manneskjum, sem ég hef hitt, hef ég engan þekkt. Hún kinkaði kolli og það var eins og andlitið Ijóm- aði. Hann leit rannsakandi á hana. Hún var lítil og grönn, með dökkt, liðað hár og augu samlit hans. Honum fannst hún skelfing föl á yfirbragðið, en það var auðvitað af því að vera lokuð inni í þessu hræðilega kaffihúsi. — Það vil ég gjarnan, sagði hún og leit út fyrir að henni líkaði hugmyndin. Þau gengu af stað og þögðu meðan hann dró upp pípu og tóbak, og tróð i og reyndi að kveikja á eldspýtu, sem var erfitt í hvassviðri og rigningu. Hún brosti lítillega, þegar hann tautaði eitthvað óskiljanlegt eftir fjórðu til- raunina, en svo blés hann frá sér reyk og dæsti ánægjulega. Þ var betra. Ég býst við að ég verði að kynna mig sjálfur, fyrst enginn er hér til að gera það. Mér finnst fólk í Englandi ekki eins blátt áfram og heima. Það r víst ekki til siðs hér að tala við neinn, fyrr en maður hefur verið kynntur. Ég er Neil Stoneham. — Ég heiti Janet Cook.Hún leit forvitnilega á hann. — Ertu Skyldur Benjamin Curran á Herra- garðinum? — Ó, þekkiðrðu hann? — Nei, bara i sjón og frú Curran er vel þekkt hérna í bænum. — Áreiðanlega, tautaði hann og röddin var ekki laus við hæðni. — Þau eru skyldfólk mitt. Ég kom hingað til að heimsækja þau, því ég hef aldrei hitt neitt af skyldfólki mömmu áður. — Hefurðu verið hér lengi? Janet hafði heyrt, að frú Curran væri ákveðin kona; sem gjarnan vildi skipta sér af öllu, sem fram fór. — Ég kom fyrir tveimur mánuðum. Hann þagði um stund og hugsaði um, að nú þegar hann hefði hitt skyldfólk móður sinnar, hefði hann þegar verið tveimur mánuðum of lengi. — Þér finnst sjálfsagt allt vera öðruvísi hér, en þú bjóst við, dirfðist hún að segja. — Já, svo sannarlega. Hann var næstum reiðileg- ur á svip, er hann starði á óeendanlegar raðir af gráum húsum, öllum eins, meðfram götunni. Hin- um megin var grár steinveggu til varnar sjónum. Hann hugsaði heim til Ástralíu og var svo niður- sokkinn í hugsanirnar, að Janet stundi. Timinn leið allt of hratt og það var sannarlega ekki mikið sem hún fékk að vita um landið, sem hún fengi áreiðan- lega aldrei að sjá. — Eru baðstrendur eins og þessi heima hjá þér? spurði hún og þá fékk hann málið. Rödd hans var hlýleg, hremurinn enn meira áberandi og hann notaði orð, sem hún hafði aldrei heyrt áður, meðan hann sagði frá. 7 En heimili þitt? spurði hún skömmu síðar. — Þú mátt ekki halda, að ég spyrji ara af forvitni, ég hef áhuga og ég hef aldrei hitt Ástraliumann áður. Hann brosti. — Þá hefurðu misst af miklu. Heimili mitt, já. Það er langt frá sjónum, svona fimmtíu mílur inn i landi. Við ræktum sauðfé og Framhald 44

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.