Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 37
Ódýr veggskreyting Þessi veggskreyting er á heimili ungrar f jölskyldu og er hennar eigið verk. Tiu borðtenniskúlur eru hengdar i mjóa spotta framan við kringlóttan, svart- málaðan flöt. Svona listaverk iþyngir ekki sálinni með neinum þunglamaleik, og heldur ekki buddunni, því kostnaðurinn er varla nema fáir tugir króna og svolitil stund, sem alltaf getur orðið afgangs. Pennavinir Sænskur piltur, 27 ára gamall vill endi- lega eignast pennavinkonur á íslandi. Þær vill hann helzt hafa á aldrinum 19 til 27ára. Áhugamálhans eru frimerki, póst- kort, tónlist, lestur, iþróttir og ferðalög ásamt fleiru. Nafn og heimilisfang Svians er: Lars Hillberg Po Box 2521 S-40317 Göteborg Sverige Monica Post er 17 ára og að ljúka gagn- fræðaskóla i Þýzkalandi, þar sem hún á heima. Hún kveðst lengi hafa haft áhuga á að eignast pennavini á Islandi og nú loks látið verða af þvi að skrifa. Hún getur ekki um nein sérstök áhugamál, en hér er heimilisfangið: Monica Post 4434 Ochtrup Westwall 7 West-Germany undan Þegar giftingarhringurinn er mjög fastur á fingrinum, reynið ekki að klippa hann af, heldur fjarlægið hann ;í þennan einfalda hátt: Þræðið fina javanál með löngum enda af sterkum hnappagatatvinna eða svipuðu. Vefjið siðan tvinnanum utan um fremstu iiðamótin á baugfingrinum, þar til nokkrir sentimetrar eru eftir. Dragið þá nálina undir hringinn, takið i endann i hina áttina, og togið i, jafn- framt þvi, sem þráðurinn er færður hring eftir hring um fingurinn. Betra er að bera sápu á lio;;,iiic>Uii. Við snúninginn færist hringurinn smátt og smátf og er von bráðar skroppinn yfir hjaliann. Tvær skrýtnar tunnur Tunnan til vinstri er teiknuö með einu striki, án þess ao teiknarinn hafi nokkurn tima lyft blýant- inum frá blaðinu. Ef maður litur fljótt á hana, viröist hun samsett ur „böndum", sem ekki hanga saman. Hin tunnan er alltaf að breytast. Stundum finnst manni op- ið til hægri vera nær, en á næstu sekundu er það hitt opið. Reynið að teikna svona tunnur sjálf. / stað þess að stoppa í Setjið heklaða bót á götóttan sokk. Fitjið upp 5 loftlykkjur og heklið þær saman i hring. Siðan 12 fastalykkjur um hringinn og lokið með einni keðjulykkju. I þriðju umferð eru heklaðir tveir stuðlar i hverja lykkju allan hringinn. Þá er skipt um lit, og I næstu umferð heklaðir til skiptis einn og tveir stuðlar i lykkju allan hringinn. 1 siðustu umferð er aftur skipt um lit og siðan heklaður einn stuðull, aftur einn stuðull, og siðan tveir, og það endurtekið allan hring- inn. 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.