Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 31

Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 31
mm m nnHHj WMBKSSBM Er sambandið vio tengdamömmu „háspenna — lífshætta"? Ef svo er, skaltu lesa þessar fjörugu og at- hyglisverðu umferðarreglur fyrir tengdamæð- ur og tengdadætur. í rauninni er tengdamútter alls ekki eins slæm og skrýtlumyndirnar vilja vera láta — og öfugt. Á ekki tengdadóttirin annars að vera spegilmynd af yður sjálfri? Mundu, þau eru að börnin una best hjá öniniu, ef bara eins og heima hjá sér! 1 æsilegum umræðum fyrir ekki ýkja löngu hrópaði tengdamóðirin: — Mér finnst nú bara, að þú sért alls ekki rétta stúlkan fyrir drenginn minn. Og tengdadóttirin svaraði með kæli- skápsrödd: — Það getur vel verið, en það veit ég þó, að þú ert það ekki heldur! bað var ég undirrituð, sem var tengda- dóttirin, og án þess að gera mér þaö ljóst (ég var þá 19 ára), komst ég anzi nærri kjarna málsins. Þetta finnst mér nú, mörgum árum seinna er ég sjálf er næstum orðin tengdamóðir og ungar stúlkur með hár niður á lendar og rjóða vanga sitja i sófanum og stara á mig með totu á vörunum —á mig, mömmu kærast- ans. Undir slikum kringumstæðum hættir manni nefnilega til að lita á son sinn sem fyrirmynd af ungum manni og vitaniega hæfir slikum fyrirmyndarmanni ekkert nema nákvæm fyrirmyndar-eftirmynd af manni sjálfum. Svona einföld er nú ástæð- an oft á tiðum til þessarar háspennu, sem skapast á milli tengdamæðra og tengda- dætra. Hvað er við þessu að gera? Við höfðum þann háttinn á að safna saman nokkrum kynslóðum til hring- borðsumræðna yfir ostbita og rauðvini. og þegar umræðunum lauk, höfðum við búið til nokkrar umferðarreglur fyrir tengda- mæður og tengdadætur. Það er bezt að láta þessar reglur ganga. Það er aldréi að vita. nema þær megni að byggja eiUhvað upp i stað þess að rifa niður. TIL TENGDADÓTTURINNAR: Fyrstu kynnin Það er blátt áfram undursamlegt aö geta haft hitt og þetta á tilfinningunni. Þú skalt laumast til að spyrja kærastann i Sherlock Holmes-stil. Ef tengdamútter er sú manngerö, sem gengur á rosabullum, er með skátakinnar og hefur gönguferöir . upp um fjöll og firnindi á heilanum, þá er alveg öþarfi að stofna til illinda með þvi að ganga fyrir hana á hælaháum pinnum,' 31

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.