Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 6
en auk þess komu setningar eins og: —Ja, ég verð ekki undir „balance" i kvöld! Ég held, ég verði að biðja um nýtt hús. — Ég verð bara öll i gulli. — Það er ekki ve/ið að hugsa um linurnar á mér núna! (Það var.við stóran konfektkassa) Þessar setn- ingar hitta sjálfsa,gt ekki i mark svona á prenti, enda sagði Guðrún þær á þann hátt, sem henni einni er lagið. Þegar hún var komin langleiðina með pakkahrúg- una, dæsti hún og sagði: „Ég veit ekki með ykkur, en ég er bara orðin þreytt. • Það er svo sem ekkert undarlegt, þó þið verðið þreytt, þið fáið ekki neitt" Þá er bezt að reyna að segja frá þvi, hvað kona eins og Guðrún Á. Simonar fær i afmælisgjöf. Þarna komu upp Carmen- rúllur, rafmagnsdósaopnari, grillofn, málverk, slæður, sjal, ávisun á kjóla- saum, kjólefni, sælgæti, ilmvötn, styttur úr krístal og postulini, öskubakki mótaður 'sem köttur og skartgripir. Talsvert var af blómum og ekki má gleyma firnum af lambahjörtum, fiski og dósamat handa kisunum, sem biðu heima. Að þessu loknu söng Guðrún eitt lag og siðan var tekið til við veitingarnar að nýju. Já og svo má ekki gleyma þvi að Lud- wig Kári, sonur Guðrúnar var þarna lika og hann hafði teiknað myndir til skreyt- ingar á veggjum og einnig tekið alla veizl- una upp á segulband, sem var ærinn starfi. Þaðerþviekki útilokað, að einhver sem ekki átti þess kost að vera þarna, fái að skemmta sér seinna — i þessari ein- stöku afmælisveizlu, sem varla á sinn lika. Húrra, Guðrún! —SB. Guörún þakkar Gunnari M. Magnúss fyrir brúöuvagninn, sem hún hefur þráð að eign- ast, siðan hún var 13 ára. ÞaÖ var tilkomumikii sjón, aö sjá Guðrúnu taka upp gjafirnar. Sú athöfn var ifka bezta skcmmtiatriði. 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.