Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 18

Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 18
Kryddið með salti og pipar og muríið að súpan er talsvert sterk. Þegar kjötið er að verða meyrt, er grænmetið og þunnar gúrkusneiðar sett i pottinn. Þessi réttur verður sérlega bragðgóður ef bætt er i hann litlu glasi af sherry. Maísinn er hitaður og siðan eru soðnar kartöflur bornar með. Gratineraður fiskur 10-12 frosin rauðsprettuflök (litil) eða annar fiskur smjörliki, salt 1-2 sitrónur 1 dós sveppir 3-4 tómatar 1 dós sveppasúpa 2 egg rasp graslaukur Smyrjið ofnfast fat og leggið frosinn fiskinn i. Ef aðeins er til eitt stórt stykki af frosnum fiski, er hægt að saga það i sundur eða skera, með nokkrum erfiðleikum þó. Saltið fiskinn og kreistið safa úr 1/2 eða einni sitrónu yfir og leggið siðan álpappir yfir. Fatið er nú sett i 200 stiga heitan ofn í 15min. Þáer þaðtekið út og sundurskornir tómatar og sveppirnir settir með. Hrærið sveppasúpuna með eggjarauðunum en setjið ekki vatn i og setjið siðan stifleyttar hviturnar út i. Setja má mjólk eða rjóráa i, ef súpan er of sterk. Hellið henni siðan yfir fatið með fiskinum, stráið raspi yfir og litlu einu af bræddu smjöri. Setjið siðan fatið aftur.i ofninn og nú má hitinn vera aðeins meiri. Eftir 15-20 minútur á yfirborðið að vera orðið ljósbrúnt. Klippið graslauk og stein- selju yfir og leggið sitrónusneiðar á. Spaghetti með kjötsósu 1 1/2 pakki Spaghetti 3-4 laukar 3 msk smjörlíki 4-5 hökkuð buff úr frysti eða dós 1 msk kveiti 1 dós tómatar 1 litil dós tómatmauk salt, pipar og paprika þurrt merian og basilikum Tabasco sósa eða önnur sterk kryddsósa Rifinn ostur. Ef buffin eru frosin, eru þau sett á pönnu i smjörliki og hituð, þar til þau eru þið. Þau eru siðan mulin gróft meðgaffli á pönnu og sett til hliðar. Hakkið laukinn og kraumið hann i smjörliki, setjið kjötið siðan i og hrærið vel sam'an. Þá eru tómatarnir, hveitið og tómatmaukið sett saman við. Ef buffin eru ur dós, er safinn eða sósan af þeim sett með i. Sjóðið viö hægan hita i 15 min., hrærið öðru hverju og kryddið eftir smekk með kryddinu og sósunni. Tabasco má aðeins setja i dropa- tali, þvi hún er mjög sterk. Meðan kjöt- sósan sýður, er spaghetti soðið i stórum 18 potti með miklu vatni og 1 msk salti. Það þarf um 20 min. suðu. Hellið þvi i sigti, setjið 1 msk smjör i pottinn og siðan spaghettið aftur i. Hristið pottinn yfir miklum hita um stund og setjið siðan spaghettiið i stóra skál. Setjið hluta af sósunni út á, en berið afganginn fram i skál. Setjið skál með rifnum osti á borðið. Karrýlundir 1 st. lundir (mörbrad) 2 stórir laukar 3-4 msk smjörliki 2-3 tsk karr'ý 2 msk hveiti 1-2 dós kjötbollur 3-4 dl kjötseyði salt og pipar 1-2 dl rjómi 3 stórir bollar hrisgrjón grænar baunir. Skerið lundirnar i strimla og laukana i hringa. Brúnið hvort tveggja létt i smjörlikinu, sem karrýið hefur áður verið sett i. Hellið súpunni út i og hrærið var- lega, meðan sósan jafnast. Sjóðið við hægan hita, þar til kjötið er nær meyrt. Á meðan eru 5 bollar vatns soðnir i öðrum potti og i það sett salt, smjörliki ca 1 msk. og hrisgrjónin. Hrærið i og setjið þétt lok á, sjóðið i 12 min og slökkvið undir. Látið pottinn standa, þar til kjötrétturinn er til- buinn að minnsta kosti 10 min. til viðbitar. Setjið kjötbollurnar út i sósuna og siðan rjómann og bætið þá vatni i eftir þörfum. Kryddið eftir smekk. Hitið baunirnar i smjörliki og setjið þær saman við hris- grjónin rétt áður en borið er fram. Ostaþrihyrningar 9 stórar sneiðar af formfranskbrauði eða samlokubrauði smjör og 16-18 sneiðar af mildum osti Smyrjið sneiðarnar og skerið skorpurnar af. Leggið ostsneiðarnar á, þannig að þær hylji brauðið, en standi ekki út af þvi. Leggið sneiðarnar saman þrjár og þrjár og smyrjið þá efstu. Skerið þær siðan i kross á milli horna, þannig að alls fáist 12 þrihyrningar.Leggiðþá á grill- rist eða bökunarplötu og ristið þá i ofninum 250 stiga heitum. Þrihyrningarnir eru bornir fram með hreðkum, gúrkusneiðum eða bara þvi sem til er af fersku grænmeti. Hvellterta 3 lagkökubotnar 1 pakki kremduft mjólk 1 glas sherry 1 dós blandaðir ávextir eða slatti áf frosnum berjum sykur eftir smekk flórsykur Ef tertubotnarnir koma úr frystinum, eru þeir settir i 170 stiga heitan ofn, þar til þeir eru þiðir. Á meðan hrærið þið kremduftið út i mjólk eftir þvi sem leiðbeiningar segja til um á pakkanum. Frosin ber eru sett á disk og sykri stráð yfir. Hellið safanum úr dósinni yfir botnana og sherrýinu Ut i kremið. Jafnið kremlagi á tvo botna og setjið ávextina eða berin ofan á Þriðji botninn er settur efstur og flórsykri stráð á hann gegnum sigti. Skreytt með ávöxtum eða berjum. ís með súkkulaðisósu Takið isinn út úr frystinum hálfri klst. áður en bera á hann fram og stingið honum i kæliskápinn. 2 1 mjólkuris 150 gr. smurostur (hreinn) 7-8 msk kakó 50-100 gr sykur | 3 dl heitt vatn möndlur eða hnetur Hrærið smurostinn saman við kakó, heitt vatn og sykur eftir smekk i skaftpotti með þykkum botni. Þeytið til sósan er jöfn og sjóðið upp. Látið sósuna kólna en hrærið i henni öðru hverju og bætið köldu vatni i , ef hún ætlar að verða of þykk. Sneiðið isinn i skálar eða á diska, hellið sósunni yfir og stráið gróft söxuðum möndlum eða hnetukjörnum yfir. Iskex eða marengs borið með. Stórlúða er ljúffengur matur og gaman að mat- reiða. Vegna stærðarinnar fæst hún yfirleitt 1/ niðurskorin i hagkvæma bita eða sneiðar. Lúða getur orðið allt að 500 kfló, en til er lika smærri [\ lúða, sem hentar betur á heimili. Reynið lúðu, hún svikur engan. Munið þó að alveg glæný lúða r\ er ekki eins £öð, hún þarf að liggja nokkra daga, V. áður en fín^ bragðið kemur, en það gerir hún a kannski um borð i bátum og skipum. Uppskrift- V irnar hér á eftir eru miðaðar við fjóra i mat.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.