Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 39

Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 39
munandi sterkt mótefni gegn sykri og bakteríum og það er það sem tannlæknar_ kalla erfðir. En þó að einhverjir i fjöl- skyldunni hafi slæmar tennur, getur mað- ur sjálfur gert allmikið til að bæta ástand- ið. Einmitt þess vegna á ekki að láta þetta eiga sig og hugsa sem svo, að ekki verði hjá tannskenndunum komizt, heldur leggja harðar að sér við að gæta tann- anna. Annað mikilvægt atriði er flúorinnihald vatnsins. Greinilegt er, að börn af svæð- um með flúorauðugu vatni, iiafa minna skemmdar tennur en hin. Glerungurinn á tönnum þeirra er sterkari og þvi er mót- staðan gegn bakteriunum meiri. — Er þá ekki um einhver önnur atriði að ræða, þegar tennur skemmast i smá- börnum? — Það hljómar ef til vill einkennilega, en mörg börn bókstaflega fæðast með tennur með djúpum rákum. Ég er sjálft eitt þessara barna, segir Inger Bay — og ég var ekki nema smábarn, þegar sett var þunnt silfurlag á tennurnar til að koma i veg fyrir að rákirnar yrðu gróðrarstia fyrir bakteriur. Margir tannlæknar eru fúsir að gera þetta fyrir slik börn. Við vitum lika, að börn, sem verið hafa mikið veik og fengið einhver ósköp af lyfjum, fá oftar holur i tennur en önnur. Rannsóknir á þessum börnum leiða i ljós, ao barnalyf eru oft sæt á bragðið og oft fá börnin siðasta lyfjaskammt dagsins i rúminu, eftir að þau hafa burstað tenn- urnar. Þá vinnur sykurinn i munninum alla nóttina. Kóladrykkir eru skaðlegir börnin sinar og loks bursta foreldrarnir tennur barnanna. Þetta er mjög vel hægt að gera að skemmtilegum hlut i stað þess sem hann er — martröð fyrir alla aðila. Þessum vana ætti að halda, alveg þar til barnið fer að ganga i skóla. Það er mis- ráðið að láta börnin sjálf um svo mikil- vægan hlut, sem tannburstun. Annað atriði, þar sem foreldrar geta ráðið miklu, er mataræðið. Reynið mjög snemma að venja bamið á heil- næma fæðu og fjölbreyttán smekk i fæðu- vali. Það er stórsynd gagnvart börnum, að gera allan mat sætan fyrir þau. Það gera alltof margar mæður, þegar á með- an barnið er i vóggu. Dóttir Inger Bay, Annette er 5 ára og hefur aldrei haft skemmda tönn. Hún var á timabili ákaf- lega hrifin af karrýsild og finnst ekkert sérlega mikið koma til súkkulaðis. Inger Bay heldur áfram: — Venjið börnin á, að gulrót er mun betri á bragðið en krembrauð eða kókosbolla. Auðvitað þurfa börn að fá sælgæti og sjálf er ég ákaflega hrifin af disætum ábæti annað slagið. En þá skola ég siðustu skeiðunum niður með mjólk. Hún hreinsar vel, þar til tækifæri er til að bursta tennurnar. En þá skola ég siðustu skeiðunum niður með mjólk. Hún hreinsar vel, þar til tæki- færi er til að bursta tennurnar. Hvað bórnin varðar, get ég helzt ráðlagt einn mikinn sælgætisdag. Hjá okk ur er það þannig, að ég keypti risastóra glerkrukku og i hana er allt sælgæti sett, sem til fellur á einni viku. Við fylgjumst vel með þvi sem safnast og hlökkum gjarnan til laugardagsins. Þá hókkum við það allt i okkur. Á eftir skemmtum við okkur jafnvel við að bursta tennurnar vel og vandlega. Og siðan er að hlakka til næsta laugardags. — Varðandi flúor, sem kvað vera svo hollt fyrir tennurnar. Er það ekki hættu- legt heilsunni, ef það er notað i miklu magni? — Það hefur aldrei verið sannað, en hins vegar getum við sannað, að börn, sem fá tennurnar penslaðar með flúor, hafa 40% minni tannskemmdir en hin. I einstaka tilfellum er meira að segja hægt að sanna. allt að 70% minnkun. Við er- um mjög hlynnt fiúor eftir þennan árang- ur. — Getur tannlæknirinn gert meira fyrir okkur en að athuga tennurnar á hálfs árs fresti? Hann gtur borið á tennurnar og kennt rétta notkun tannburstans. Hann getur Hka kennt okkur að nota tannþráðinn. Þráðurinn nær inn i öll skúmaskot i tönn- unum og fjarlægir alla matarafganga. Ég nota hann á Anetta hálfsmánaðarlega. Þráðurinn er varla viðurkenndur ennþá, en ég er mjög hrifin af honum. — Hvernig eigum við fulloröna fólkið að bursta tennurnar svo rétt sé? — Með fremur hörðum, þurrum bursta gerum við skrúfhreyfingar á tönnunum, bæði að framan innan og neðan, að sjálf sögðu að ofan á tönnum neðri góms. Það er fæðið, hreinsunin og flúorinn, sem ræður. En ég viðurkenni, að það þarf Framhald á bls. 4 6 fyrir tennurnar, en það eru allir gos- drykkir, ef þeirra er neytt i miklu magni. Og það á að gæta sin fyrir súrum mat eins^ vel og sætum. Það er ágætis ráð, þegar neytt er sæts eða súrs, að drekka lftils- háttar af mjólk á eftir. Hún hreinsar skin- andi vel, — = Hvað er hægt að.gera fyrir tennur barnanna sinna? — Fyrst og fremst að kaupa tann- bursta, helzt um leið og fyrsta tönnin kemur i ljós. Leggið strax grundvöllinn að þeim góða vana að hreinsa tennurnar. Byrjið ekki strax'með tannkrem og þá að- eins m jög litið fyrst. Munið að undir öllum kringumstæðum er bezt að nota tannkrem með flúor. Reynið að gera tannburstunina að svolitlum fjölskylduviðburði. Fyrst bursta mamma og pabbi sinar tennur, þá 39

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.