Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 19
4 sneiðar lúða, 150—200 gr, hver safi úr einni sitrónu salt og olia Fisksneiðarnar eru vættar með sitrónu- safanum og salti stráð á þær. Penslið með oliu og grillið, þar til þær eru gegnsteikt- ar. Borið fram með sitrónusneiðum og steinséljustráðum kartöflum, remoulaði- sósu og grænu salati. Marineruð lúða 3/4—1 kiló lúðusneiðar, ca 3 cm þykkar Lögurinn er gerður úr: 3/4 dl oliu, 1/4 dl sitrónusafa, 1/2 tsk salti, 2 msk. fintsöxuðum lauk, klipptum gras- lauk og steinselju og krydda má hann eitt- hvað. Leggið fisksneiðarnar i eldfast fat. Bland- ið oliu, sitrónusafa, salti og kryddjurtum saman og hellið yfir. Látið siðan standa á köldum stað i klukkustund eða svo meðan fiskurinn drekkur i sig bragðið. Setjið þá fatiðinn i 200stiga heitan ofn i 20—25 min- útur. Berið fram i fatinu og hafið soðnar kartöflur með. Steikt lúöa með sósu 4 sneiðar lúða (1 á mann) egg, rasp, hveiti salt, pipar, feiti 2 stórir laukar 2 epli 4—5 tómatar 25 gr. smjörliki Litið eitt af Tabascosósu. Fisksneiðarnar eru meðhöndlaðar eins og venjulega upp úr þeyttu eggi og raspi með litlu af hveiti og kryddi i. Steikið upp úr smjörliki og gætið þess að hafa ekki of mikinn hita, svo sneiðarnar gegnumstei- ist, án þess að brúnast of mikið. Kraumið sneiddan laukinn i smjörliki, takið hann 19 Grilluð lúða \

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.