Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 11
BOTA Hafið þið reynt að veggfóðra? Það er skemmtileg tómstundavinna að dunda sjálfur við að hressa upp á ibúðina — og svo er það lika margfalt ódýrara. Alltaf er eitthvað, sem þarf að gera, og þegar daginn fer að lengja er eins og mann klæi i lófana eftir að komast í gang. Nú er i tizku að hafa ibúðir veggfóðrað- ar, meira að segja baðherbergi og eldhús. Svo er framleiðendum veggfóðurs fyrir að þakka, að hægt er að fá það bókstaflega alla vega, og sá má vera i meira lagi sér- vitur, sem ekkí finnur eitthvað við sitt hæfi. Það er i rauninni enginn vandi að vegg- fóðra og ekki þarf til þess mikið af dýrum verkfærum. Nóg er að hafa skæri, reglu- stiku breiðan pensil bursta til að strjúka yfir á eftir og langt borð. Burstinn getur verið hreinn og fremur stifur fatabursti, og sé langt borð ekki fyrir hendi, má leggja slétta hurð eða plötu á búkka eða litið borð. Svo er mikið atriði, að undir- búningsvinnan sé ekki unnin með hálfum huga. Nenni maður að leggja mikið á sig, er gamalt veggfóður fjarlægt með þvi að bleyta það upp og skafa af, en slikt er alls ekki nauðsynlegt. Þó verður að lima fast, það sem farið er að losna, draga Ut nagla og fylla upp i naglagöt. Þar sem sam- skeyti á gömlu veggfóðri eru þannig, að það vixlleggst, er pússað yfir með sand- pappir. Þá er að mæla og sjá, hvað lengjurnar eiga að vera langar, og muna veröur að bæta 10 sm við hæðina frá gólfi upp i loft. Þá er að klippa lengjurnar niður, og það er enginn vandi, ef veggfóðrið er einlitt eða mjóg smámynstrað, en sé mynztrið stórgert, þurfa t.d. rósir að passa saman, og þá þarf að bæta við lengjurnar sem þvi nemur. Næst er aðbera limiðá. Það er hrært út samkvæmt leiöbeiningum á umbúðunum. Fyrst er borin rönd á miðju lengjunnar og siðan út til hliðanna, nema á neðstu 10 sm, sem eiga að hanga niður á gólflistann. Lengjan með liminu er nú lögð þannig saman. að ofri hlutinn er brotinn niður að miðju, og eiga limbornu fletirnir að snúa saman. Neðri hlutinn er siðan lagður upp að miðju, og 10 sm með engu limi leggjast yfir endann á efri hlutanum. Góð regla er að byrja að veggfóðra við glugga, og vinna siðan i átt frá ljósinu, þannig að samskeytin verði minna áber- andi. Sé rönd á hægri hlið lengjanna með engu mynztri, á að klippa hana burt, ef unnið er frá hægri til vinstri. Á meðan fyrsta lengjan liggur og sýgur i sig limið, er bezt að limbera þá næstu og brjóta. Það er nefnilega nauðsynlegt að láta limborið veggfóður biða um stund og drekka i sig Hm til þess að það strekkist nægilega, þegar það er komið á vegginn og limið þornar. Annars vilja koma bólur á það. Þó að vegghornið sé skakkt, eins og koma vill fyrir, á fyrsta lengjan aö vera alveg lóðrétt, og það er mikilvægt. Þess vegna er veggfóðursbreiddin mæld út á vegginn efst frá horninu, og merkt við með blýanti niður vegginn eftir lóðsnúru. Þá er tekið með tveimur fingrum i horn fyrstu lengjunnar, og hún látin siga úr brotinu af eigin þunga. Leggið lengjuna laust á vegginn og gætið þess.að hún fylgi merkjunum til hliðar á veggnum. Efsti hlutinn er siðan festur með burstanum og sléttur vandlega með strokum upp og nið- ur. Næsta lengja er fest þannig, að hún hylji mynzturlausa hliðarkantinn á þeirri, sem áður var komin, ef hann er fyrir hendi. Þannig er haldið áfram. Þetta er ákaflega einföld tækni, og eng- inn vandi er að eiga við sléttan og beinan vegg. En ef mikið er af gluggum, hurðum og hornum, er betra að ráðfæra sig við fagmann, ef maður hefur aldrei gert þetta áður. 1. Veggfóftrið sniöift tll. 2. Llmið borift á. 3; Ræmurnar brotnar saman, 4. Hliftar- ræma klippt af lef liún er) 5. Veggfóftrift lagt á vegglnn, 6. Neöri hlutinn dreginn niftur.Jafnaft að neftan.. ¦ n

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.