Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 41

Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 41
Ingibjörg Jónsdótfir: ¦-tmpi-0 Ég ætla að segja ykkur sögu um strák, sem heitir Jón. Hann var ekki gamall, þegar þessi saga gerðist. Hann var aðeins sex ára. Mamma hans var vön að segja við hann: -Hvað segir litla barnið hennar mömmu i dag? Já, eða: — Hvernig gekk litlu elskunni hennar mömmu að læra i skólanum? Jón var nefnilega einkabarn, og mamma átti ekkert minna barn. Einn daginn, þegar mamma var búin að segja litla barnið alltof oft við hann Jón, missti hann þolinmæðina og sagði: — Ef þú vilt eiga litið barn, skaltu bara fá þér það! Svona segja börn vitanlega ekki við mæður sínar, en mamma hans Jóns var víst regluleg rauðsokka, að minnsta kosti tók hún sig strax til og ákvað að eignast nýtt barn. Hún var dálitið lengi að þvi, en einn daginn trúði hún bæði Jóni og pabba hans fyrir þvi, að það gæti verið, að þeir fengju bráðum litið barn. Jóni likaði þetta mjög vel. Satt að segja var hann yfir sig hrifinn. Þau voru nefnilega nýbúin að gæta litillar stelpu með rauða lokka, meðan mamma hennar skrapp til útlanda. Pabbi var ailtaf of seinn i vinnuna, meðan litla stelpan var heima hjá þeim. t»að var vegna þess, að stelpan vaknaði eldsnemma á morgnana og fór að gráta, þegar pabbi ætlaði að fara út. Þá þurfti pabbi að koma inn aftur og kyssa hana mikið og vel, svo að hún færi að hlæja, en nú var mamma stelpunnar komin heim og búin að taka hana. Bæði pabbi og mamma söknuðu litla barns- ins. Þegar Jón frétti um litla barnið i maganum hennar mömmu, fór hann rakleiðis til vinkonu hennar mömmu, sem hafði lánað þeim litlu stelpuna. Hann var nú vanur að heimsækja hana oft, því að Jón var hrifinn af litlum börnum. Það var tekið vel á móti honum. — Finnst þér litla stelpan min ekki falleg? spurði vinkona mömmu. — O, jú, svaraði Jón. En það geta nú fleiri átt börn en þú! Vinkona mömmu hringdi rak- ieiðis i hana. — Átt þú von á barni? spurði hún. — Hver hefur sagt þér það? spurði mamma aldeilis hlessa á tiðinni. — Hann Jón þinn, var svarið, sem mamma fékk. Hann sagðist hafa stungið upp á barninu sjálfur. Þig vantaði litið barn. Hann væri alltof stór til að vera litla barnið þitt alltaf. Mamma hló, þegar hún heyrði þetta, en Jón var ekki enn kominn heim. Hann var enn við sama heygarðshornið. Hann vildi helzt, að allur heimurinn vissi, að hann fengi bráðum litið barn. Hann fór til ömmu og sagðist ætla að segja henni fréttir. — Hvaða fréttir eru nú það, Jón minn? spurði amma. — Ja, ekkert nema hvað hann pabbi lofaði að gefa mér barn i jólagjöf i fyrra, en þá vildi mamma það ekki, svo að við fengum ekkert barn. En hann gerir það vist núna, því að mamma sagði, að það gæti vel verið, að við fengjum litið barn i jólagjöf. Amma varð bæði hrifin og reið. Hrifin af litla barninu, sem átti að koma bráðum, og r$ið vegna þess að mamma hafði ekki sagt henni það fyrstri manna. Hún ftringdi lika til mömmu. — Hvernig stendur á þvi, að þú segir barninu þetta,áður en þú lætur mig vita? spurði amma mömmu. — Þetta er nú eiginlega hans hugmynð, svaraði mamma. Hann var orðinn svO leiður á þvi að vera litla barnið mitt. — Mér finnst nú samt, að þú hefði ekki átt að minnast á þetta við drenginn, sagði amma. Börn hafa ekki gott af þvi að vita um svona hluti. Það nægir þeim að frétta, að storkurinn 41

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.