Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 27

Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 27
Þegar John Gebhart stóð með hengmgarólina um hálsinn, hrópaði hann formælingar yfir þá, sem höfðu dæmt hann til dauða fyrir morð, sem hann hafði ekki framið. Hann hét þvi, að enginn skyldi geta haldið jarðneskum leifum hans niðri i jörð- inni. Og enda þótt kista hans væri undir strangri gæzlu og innsigluð, hvarf steindauður skrokkurinn með öllu, án þess nokkur vissi, hvað af honum varð.... $á dauði hvarf! — Ég ersaklaus! bið getið tekið mig af lífi, en engin gröl' skal geta haldið mér! Þetta voru óhugnanlegu orðin, sem ungur maður, John Gebhart, æpti upp i örvæntingu nokkrum sekúndum áður en hann dinglaði i gálganum, dærtidur fyrir morð, sem hann hafði ekki framiö. Og það furðulega var, að John hafði rétt fyrir sér. Likið hvarf gjörsamlega úr gröfinni, enda þótt um það væri staðinn vörður dag og nótt. Þessi furðulega saga hefst árið 1856 i Cape Town i Suður-Afriku. Fátækur vinnumaður, Pierre Villiers, hafði fundizt kyrktur, og allt benti til þess, að vinnu- vélagi hans John Gebhart, væri morðinginn. Það var nefnilega eitt einasta vitni, sem l'elldi hann. Þessi maður hafði séð ódæðið. Rétturinn sá engin vandamál við þetta, þvi aö málið virtist ósköp einfalt. Að visu neitaði John sökinni alltaf, en engu að síður var hann dæmdur til dauða, og skyldi hengjast. Kvöldið fyrir aftökuna vitjaði fangelsispresturinn hans. Vildi hann játa núna? Nei, hann sór hins vegar hátiðlega, með höndina á bibliunni, að 27

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.