Heimilistíminn - 07.03.1974, Page 31
Er sambandið við tengdamömmu
,,háspenna — lífshætta"?
Ef svo er, skaltu lesa þessar fjörugu og at-
hyglisveröu umferðarreglur fyrir tengdamæð-
ur og tengdadætur. í rauninni er tengdamútter
alls ekki eins slæm og skrýtlumyndirnar vilja
vera láta — og öfugt. Á ekki tengdadóttirin
annars að vera spegilmynd af yður sjálfri?
I æsilegum umræöum fyrir ekki ýkja
löngu hrópaði tengdamóðirin:
— Mér finnst nú bara, að þú sért a!ls
ekki rétta stúlkan fyrir drenginn minn.
Og tengdadóttirin svaraöi með kæli-
skápsrödd:
— Það getur vel verið, en það veit ég
þó, að þú ert það ekki heldur!
Það var ég undirrituð, sem var tengda-
dóttirin, og án þess að gera mér það ljóst
(ég var þá 19 ára), komst ég anzi nærri
kjarna málsins. Þetta finnst mér nú.
mörgum árum seinna er ég sjálf er
næstum orðin tengdamóðir og ungar
stúlkur með hár niöur á lendar og rjóöa
vanga sitja i sófanum og stara á mig með
totu á vörunum — á mig, mömmu kærast-
ans. Undir slikum kringumstæðum hættir
manni nefnilega til að lita á son sinn sem
fyrirpiynd af ungum manni og vitanlega
hæfir slikum fyrirmyndarmanni ekkert
nema nákvæm fyrirmyndar-eftirmynd af
manni sjálfum. Svona einföld er nú ástæð-
an oft á tiðum til þessarar háspennu, sem
skapast á milli tengdamæðra og tengda-
dætra.
Hvað er við þessu að gera?
Við höfðum þann háttinn á að safna
saman nokkrum kynslóðum til hring-
borbsumræðna yfir ostbita og rauðvini, og
þegar umræðunum lauk, höfðum við búiö
til nokkrar umferðarreglur fyrir tengda-
mæður og tengdadætur. Það er bezt að
láta þessar reglur ganga. Það er aldrei að
vita, nema þær megni að byggja ei'tthvað
upp i stað þess að rifa niður.
TII. TENGDADÓTTURINNAIl:
Fyrstu kynnin
Það er blátt áfram undursamlegt að
geta haft hitt og þetta á tilfinningunni. Þú
skalt laumast til að spyrja kærastann i
Sherlock Holmes-stil. Ef tengdamútter er
sú manngerð, sem gengur á rosabullum,
er með skátakinnar og hefur gönguferðir
upp um fjöll og firnindi á heilanum. þá er
alveg óþarfi að stofna til illinda með þvi
ab ganga fyrir hana á hælaháum pinnum,'
31