Heimilistíminn - 16.05.1974, Page 10

Heimilistíminn - 16.05.1974, Page 10
Bara sjö mcinaða — en í þann veginn að öðlast heiminn PIAGET er meðal annars kominn að þeirri niðurstöðu, að barnið byrji að læra strax eftir fæðingu, og að þessi lærdómur haldi áfram eftir vissum reglum. Hvenær, það er að segja, á hvaða aldursskeiði þetta á sér stað, er mismunandi eftir börnum og einnig mismunandi eftir lönd- um og siðmenningu. Það litur út fyrir, að nýfædd mannveran búi yfir meðfæddum hæfileikum til að skipuleggja — eða raða niður — áhrifum sinum af umheiminum, og auk þess að tengja þessi áhrif saman i fasta heild, sumpart til að hæfa sig kröfum umhverf- isins en einnig til að taka við nýjum og nothæfum áhrifum að utan. Piaget bendir á, að þetta sé blátt áfram storkostleg þróun, sem barnið verður fyrir fyrstu tvö ár sin i þessum heimi. bað öðlast blátt áfram heiminn með tilfinn- ingu og skynjun. Nýfætt gerir barnið sér ekki grein fyrir neinu öðru en likama sin- um. Eftir að barnið er orðið tveggja ára veit það, að það er vera meðal annara vera i alheimi, sem það hefur sjálft byggt upp og myndað. Kornabarnið er sifellt að vinna að þvi að finna svar við spurningunum — hvað — hvenær — hvernig — og hver. Það eru þessar sömu spurningar, sem það kemur til með að glima við allt sitt lif, og það er á þessu timabili, sem það mitt i ringulreið endurkasts og sjónáhrifa myndar sér skilning á tima, rúmi og hlutum, mér og þér, orsök og afleiðingum. Piaget skiptir fyrstu æviárunum tveim i _ hvorki meira né minna en sex mismun- andi æviskeið. Fyrsti mánuðurinn, annar til fjórði mánuður, fimmti til niundi mán- uður, niundi til tólfti, þrettándi til átjándi og loks nitjándi til tveggja ára. Á fyrstu tveim skeiðunum tekur barnið hlutlaust á móti öllum áhrifum utan frá. Foreldrarnir eru til þess að veita hlýju, likamssnertingu, til þess að gefa barninu hluti til að totta og skoða, til þess að vagga þvi og gefa þvi næringu. Þær mæður eru til, sem allt frá upphafi eru haldnar sár- um vonbrigðum með, að blessað barnið skuli ekki allt frá upphafi hænast að þeim einum, en það er gjörsamlega útilokað fyrir barnið á þessu stigi málsins. Hins vegar byrjar barnið á næsta stigi, eftir fjögurra mánaða aldur, að gripa, halda fast og halda áfram og það af bæði vilja og mætti. bá gerist það, sem önnur gerð mæðra á afskaplega erfitt með að skýra —■ þeim finnst eins og barnið gripi i þær dauðahaldi og fáist helzt ekki til aö sleppa. Jafnframt finnst þeirri gerðinni, sem áður var á minnzt, og fannst miður um afskiptaleysi króans fyrsta timabiliö, þær nú hafa blessunarlega öðlazt ást barnsins, barnið elski þær og þarfnist þeirra. A fjórða timabilinu, meðan barnið er enn ekki orðið eins árs, breytist viðhorf barnsins enn til foreldranna. Hafi barnið verið á brjósti, og móðirin gefið þvi brjóstið eins lengi og framast var unnt, er nú komið að þvi að binda endi á það. Jafn- framt byrjar barnið að leita i burtu frá móður sinni. Barnið hlær, þegar þvi er lyftupp og það leikur sér að andliti móður sinnar. Klappar henni á vangann og tekur i hárið á henni á harla óbliðan hátt. Barn- ið brýzt um til þess að geta skriðið i burtu og kannað umhverfið. Þetta stig finnst sumum mæðrum lika heldur hvimleitt, og eiga þær erfitt með að sætta sig við það, þar sem þeim finnst barnið vera að snúa við þeim baki. Hún tottar heiminn eftir fyrsta mánuðinn E.ðli kornbarna eru viðbrögðin fyrst eft- ir fæðinguna. Tottið er mikilvægast þess- ara viðbragða, og raunar nauðsynlegt lifsafkomu kynstofnsins yfirleitt. Til að byrja með er tottið þó ekki nema hugs- unarlaus viðbrögð. En um leið og barnið tottar og fær næringu öðlast það mikil- vægara eðli. Tottið er ekki ósjálfráð og til- finningalaus viðbrögð barnsins, — það veit sérhver móðir, sem haft hefur barn á brjósti eða gefur þvi pela. Tottið er sjálf- stæð og verkræn athöfn. Barnið tottar og fær mjóík. Barnið fær svörun með mjólk og svörun barnsins hins vegar er sú að totta enn ákafar. Með hverjum deginum tottar barnið ákafar. Smám saman verð- ur klunnalegt tottið verklegra og barn , sem fengið hefur svörun með tottinu, fær- ist i fang og tottar allt. Það bókstaflega reynir að totta i sig allt, sem það kemur höndum og munni yfir. Á einum mánuði hefur barnið gert svörunina við tottinu vanabundna og þessa reynslu færir barnið sér I nyt si og æ. 10

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.