Heimilistíminn - 16.05.1974, Síða 11

Heimilistíminn - 16.05.1974, Síða 11
Svissneski harnasálfræðingurinn Jean Piaget, sem lengi hefur stundað rannsóknir á ungbörnum, heldur því fram, að hálfs annars til tveggja ára barn sé tvímælalaust vitsmunavera, sem inni allflóknar og furðulegar hugsanaflækjur af hendi. Hún sér hluti og öðlast vilja innan fjög- urra mánaða Sem sagt, fyrsta mánuðinn gerði barnið sér einfalt atriði að vana. Á þessu timabili byrjar það að tvinna saman ýmsa vana og þróa þá. Það tekur að gera hitt og þetta upp á eigin spýtur en ekki aðeins af tilvilj- un eða viðbrögðum. Nokkrum sinnum hafnar þumalfingur barnsins i munni þess — það tottar — ogþvi finnst gott að hafa þumalfingurinn uppi i sér — furðu fljótt kemst barnið upp á lagið með að setja þumalfingurinn upp i munninn, af þvi að það vill það sjálft. Á þessu stigi litur svo út sem barnið sé að eftirapa sjálft sig — hins vegar getur það ekki eftirapað nokkurn annan. Þegar eitthvað nýtt ber fyrir, veltir barnið þvi aðeins fyrir sér, hvort þetta skipti það nokkru máli, eða hvort það sé nokkuð, sem hægt sé að fella inn i þær venjur, sem þaðhefur þegar tileinkað sér. Barnið tekur lika að sameina ýmsar venj- ur og skynjanir, svo sem sjón og tilfinn- ingu, sjón og heyrn. Ýmis hljóðáhrif, sjónáhrif og tilfinn- ingaráhrif verða þvi merki um hitt og þetta. Þegar barnið er lagt i ákveðnar stellingar tekur það til að totta, af þvi að það býst við næringu — siðan kemur nokkru siðar að þvi að það tekur að vænta næringar um leið og það sér og heyrir, að næringin er á leiðinni. Þetta eru fyrstu kynnin, sem barnið hefur af hugtakinu „timi”. Þaö tekur lika aö mynda sér sjön- áhrif, það horfir á hluti og fer þannig að gera sér grein fyrir hugtakinu ,,rUm”. Hún man, hún hlær, hún skynjar þig — frá 4—5 niánaða aldri til 9—10 mánaða. NU beitir barnið þeim venjum, sem það hefur aflað sér með margvislegu móti, tvinnar þær hver annarri i þeim tilgangi að ná ákveðnu marki. Barnið getur nU til dæmis tvinnað saman myndir af hringl- unni með mismunandi handa- og fóta- hreyfingum. Það teygir höndina eftir hringlunni, misheppnast að ná henni til að byrja með, en heppnast smám saman að gripa hana. Barnið hefur engu að siður harla litinn skilning á þvi ennþá, hvað hlutur er. Hringlan er þarna, en bara á meðan barn- iö sér hana. Ef maður leggur handklæði yfir hringluna, meðan barnið sér til, lyftir það ekki handklæðinu. Hringlan er týnd, þegar ekki er lengur hægt að sjá hana eða þreifa á henni. Engu að siður er barnið ákaflega á- hugasamt á nýjum hlutum. Það sér, snertir, snýr við, togar og hristir þá hvað eftir annað, á sama hátt og fullorðið fólk gerir við nýjan og ókunnan hlut, kemst að raun um, að nýir hlutir hafa nýja eigin- leika og á að meðhöndla á nýjan hátt. Barnið byrjar lika að fá minni — það merkir, að það þekkir aftur hluti, sem það gat ekki áöur. Barnið hlær, þegar þaö er baðaö, gefur frá sér gleöihljóö, þegar komiö er inn til þess, og sárnar, þegar Ungbarnið liggur í vöggu sinni. Það talar ekki, það hugsar ekki — eða hvað? farið er frá þvi. Fyrstu mánuðina var annað fólk aðeins skyndileg skynjun um eitthvað lifandi. Hvað eftir annað gerist þab á þessu timabili, að börn. sem venju- legast fara glöð og ánægð Ur einu fanginu i annað, fara skyndilega að háorga, ef ein- hver ókunnugur nálgast. Iðulega sættir það sig alls ekki við nema 1—2 mjög ná- komnar persónur, og gagnvart ættingj- um, vinum og nábUum, sem mikið hafa haft með það að gera, upphefur það nU grát og org, i reiði eða hræðslu. Þetta stafar af þvi, að barnið er nU að læra að gera mismun á fólki og jafnframt að byrja að finna til sérstakra tilfinninga til eins eða tveggja. Barnið upplifir ,,þig” i fyrsta skipti, og þetta er engin smáræðis uppHfun. Sá, sem aldrei hefur upplifað einn einstakling á þennan máta, lærir heldur aldrei, hvað hugtakið ,,við” merk- ir i raun og veru, og fær aðeins þoku- kenndar imyndanir um það, hvað „ég” er. Barnið skynjar hluti, þó að það sjái þá ekki, frá 9—10 mánuðum til eins árs ald- urs. Á þessu timabili byrjar barníð að móta venjur sinar eftir kringumstæðum, sem ekkert eiga skylt við fyrri reynslu, og tvinna þetta saman i þeim tilgangi að ná nýjum takmörkum. NU er barnið farið að hlægja strax og baövatniö er tilbUiö, og það grætur um Framhald á bls. 46 n

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.