Heimilistíminn - 16.05.1974, Page 12
Sú stefna er nú mjög að ryðja sér til
rúms, einkum meðal yngra fólks, að bezt
af öllu sé að eignast ibúðir i eldri húsum, I
þeim er margt gjarnan svo hlýlegt fyrir
augað, að það vegur upp á móti auka-
snúningum eins og að þurfa að fara niður i
kjallara til að stinga inn í þvottavélina,
eða að vera marga klukkutima að verka
rykið innan úr stórum, útflúruðum mið-
stöðvarofni. barna eru oft fallegar spjald-
hurðir og breiðir renndir, gólf- og loftlist-
ar, gluggar með mörgum litlum rúðum og
breiðum körmum og svo framvegis. Fólk
er ekki að eyðileggja neinn dýran viö með
þvlaðmála hurðirnareins og þvi sýnist og
eldhúsinnréttingarnar má alltaf mála,
þegar tilbreytingu vantar i lifið.
En þó að margir vilji eignast gamlar
Ibúðir, er þvi miöur dálitið erfitt að kaupa
þær ennþá, en það er önnur saga.
En hvað sem okkur liður hérna á ts-
landi, þá eru Danir komnir lengra i þess-
ari stefnu og nú þykir enginn ,,fint fólk”
þar, nema eiga gamla ibúð, helzt auðvitað
gamalt einbýlishús. Hugmyndarikt og
óhrætt fólk getur gert slikar ibúðir að
hreinasta ævintýralandi að koma inn i og
það er ein slik ibúð, sem við ætlum eink-
um að fjalla um núna.
Hjónin.sem um ræðir keyptu sér gamla
ibúð i fjölbýlishúsi þar sem þó hver ibúð
hafði sérstakan inngang og eigin garð-
blett fyrir framan. 011 húsalengjan var
eins, ákaflega dapurleg á svip. En svo fór
allt að breytast. Nýjú húseigendurnir
voru litaglaðir og máluöu allt, bæði utan
og innan. Nágrönnunum þótti úr hófi
keyra, þegar húsnúmerið, 56 var málað
með f jólubláu utan á skærgulan húsvegg-
inn og tveggja metra hátt! Svo langt gekk
meira að segja, að númerið var kært, en
málaferli féllu niður, þvi að nágrannarnir
Hurðin i svefnherberginu fram I ganginn. Mynstriö er gert með þvl aö binda blýant I
spotta og festa hinn enda spottans meö teiknibólu I miöju mynstursins.
12