Heimilistíminn - 16.05.1974, Side 14

Heimilistíminn - 16.05.1974, Side 14
vöknuðu til lifsins og fóru einnig að gera tilraunir til að lifga upp umhverfi sitt. Um þetta hafði hinn nýi eigandi, sem raunar heitir Flemming Skude og er arki- tekt. þetta að segja: — Ég er á þeirri skoðun, að enginn eigi að ráða yfir nán- asta umhverfi manns, nema maður sjálf- ur og þá skipti engu máli hvað aðrir segja eða hvað þeim finnst. Hvers vegna ætti húseigandi ekki að mega skreyta sinn hluta hússins eins og honum sýnist? Fyr- irtæki fá að mála heilu húsgaflana með ■ æpandi og ósmekklegum auglýsingum, án þess að nokkur kæri. En þá er bezt að fara inn fyrir dyr hjá Skude-hjónunum og svipast um. Alls stað- ar úir og grúir af litum. Allar hurðir eru málaðar og alls ekki einlitar. Veggirnir eru málaðir geometriskum mynstrum og sums staöar eru húsgögnin máluð sömu litum, sem áframhald af mynstrinu. Mjög mikið er um rauða liti, svo og svart og hvitt. En hviti liturinn er aðeins til að fylla upp i mynstur. Hann ræður engu, hvorki i loftum eða á gluggakörmum, sem margir vilja meina, að eigi skilyrðislaust að vera hvitt. Þarna er það rautt, fjólublátt eða álika, allteftir þvi hvernig afgangurinn af viðkomandi herbergi er á litinn. Flemm- ing og Merete Skude eiga tvö börn, sem fá að mála á einhvern vegginn, ef þau langar til þess. Þau mega lika leika áe'r að hús- gögnunum. Stóri sófinn i stofunni, sem settur er saman úr svampkubbum og þak- inn stórum skrautlegum púðum, er til dæmis fyrirtaks efni i hús. Svo þegar einhver er orðinn leiður á mynstri á hurð eða vegg, þá er bara að mála annað yfir. En það er erfitt að lýsa litum og mynstrum á ritvél og þess vegna er bezt að skoða meðfylgjandi myndir til að fá einhverja hugmynd um hvernig þessi ævintýralega og heimilislega ibúð litur út. Þannig er það i ganginum og þessar dyr eru að svefnher- berginu og baðinu. Þær cru málaðar i hvitu og svörtu en sólin á veggnum til hægri er rauð. Svefnhcrbergið. Veggurinn er rauður og appelsinugulur og mynstrið heldur áfram út á stúlinn og niður á rúmgaflinn, en þar er skipt yfir i svart og hvitt

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.