Heimilistíminn - 16.05.1974, Síða 15

Heimilistíminn - 16.05.1974, Síða 15
Þegar Carol Austin gifti sig, >4 ára gömul, átti hún ekki von á að verða móðir árið eftir — i fyrsta sinn á æv- inni. En það er ekki heims- met.... Carol Austin fæddi myndar- strák hálfun mánuði fyrir 55 ára afmæli sitt. Hún gifti sig árið áður i fyrsta sinn og bjóst alls ekki við stækkun fjöl- skyldunnar Elzta móðir í heimi AST og hjónaband var nokkuð, sem Carol Cecilia Davies hafði ekki reynt. Hún var alls ekki ófrið — i sannleika sagt fremur aðlaðandi og auk þess greind. En piltun- um hafði hún haldið i hæfilegri fjarlægð: enginn skyldi fá að snerta hana fyrr en hún væri meö giftingarhring á fingrinum. Þetta sagði hún, þegar hún var 15 ára, og endurtók það 25 ára, 35 ára og 45 ára. Vin- ir hennar sögðu, að hún hefði löngu getað verið gift og móðir, ef hún hefði ekki verið svona gamaldags, og karlmenn hlytu að halda að hún væri úr klaka, eins og hún kom fram. Árin liðu, og Carol Davies vaknaði morgun einn, þritug að aldri og enn ógift. Hún varð fertug og hélt áfram að vera ein og einmana, og þegar hún var 49 ára, hafði hún gefið upp alla von um að eignast nokkurn tima mann. Hún var skrifstofu- stúlka i stóru fyrirtæki i Perth i Vestur- Ástraliu, þar sem alls ekki er neinn skort- ur á karlmönnum. Allt I kringum hana voru stúlkur að giftast, en ekki leit út fyrir að neinn kæmi auga á Carol. Nokkrum dögum eftir 54 ára afmæli sitt fór hún i leyfi til vina i Melbourne, og þar var hún kynnt fyrir manni að nafni Frank Richard Austin, bónda, sem verið hafði ekkill i sex ár. Hann var barnlaus — og einmana. Honum fannst hann of gamall til að kvænast aftur, sagði hann, en hann skipti um skoðun, þegar hann hitti Carol Davies. Þau yrðu strax góöir vinir, drógu sig i hlé frá hinum vinunum og skemmtu sér tvö ein. Tiu dögum siðar bað Austin hennar^ hún sagði já, og viku siðar voru þau gift og búsett á jörðinni hans. 54 ára og ófrísk Kona á þessum aldri hugsar alls ekki um þann möguleika að eignast barn, svo Carol gerði engar varúðarráðstafanir. Bara tilhugsunin fannst henni hlægileg, og þegar hún fór að fá ógleði á morgnana, fór hún til læknis, þvi að hún hélt, að þetta væri breytingaaldurinn. Læknirinn rann- sakaði hana og lýsti þvi yfir, að hún væri ófrisk. Carol hélt að hann væri að spauga. Hver eignast barn svona gömul? En þetta var ekkert spaug. Eiginmað- urinn fór með Carol til sérfræðings i Mel- bourne, og hann staðfesti, að hún ætti i rauninni von á barni, Carol og Frank Austin fannst heimur þeirra hafa snúizt við. Hugsa sér aö fá barn á heimilið! Sér- fræðingurinn bað Carol að fara sérstak- lega vel með sig. Hún þyrfti aö fara til læknis sins vikulega og koma aftur til sér- fræðingsins, þegar fæðingin færi að nálg- ast. 1 febrúar 1972 var hún lögð inn á fæðing- ardeild og rannsökuð nákvæmlega. Akveðiö var að gera keisaraskurð, og 17. febrúar fæddist myndarlegur strákur. Carol fæddi tveimur vikum fyrir 55. af- mælisdag sinn og frétti, að hún hefði sett heimsmet. Sér til mikillar undrunar heyrði hún siðar um aðra konu, Ruth Kistler frá Portland i Oregon, sem árið 1956 hafði eignazt dóttur. Ruth var þá 57 ára, fjögurra mánaða og sjö daga gömul. Frú Ruth Kistler var striðsekkja. Hún hafði verið gift fyrri manni sinum i tæpa viku, er hann var kallaður i herinn og kom aldrei aftur. Hún giftist aftur árið 1944, þá 45 ára gömul, og allt útlit var fyrir að hjónabandið yrði barnlaust En tólf árum siðar fæddist dóttirin Súsanna. Doktor Harwey Flack, sem ritstýrir brezku læknatimariti, skrifaði, að mögu- leikarnir á að eignast barn eftir 57 ára aldur væru einn á móti hundrað milljón- um! Ég var ekki hrædd Frú Kistler, sem á metið sem elzta móðir heims, sagði eftir að dóttirin var fædd: — Ég var ekki hrædd. Læknarnir réðu mér til að láta eyða fóstrinu, en ég neitaði. I fyrsta lagi er ég kaþólsk og trú min bannar fóstureyðingu, og i öðru lagi taldi ég barnið hafa jafn mikinn rétt til lifsins og sjálfa mig. Súsanna Kistler, sem nú er 18 ára, býr hjá móður sinni, semoröin er ekkja i ann- að sinn og er 75 ára gömul. Súsanna er falleg og greind stúlka, og eilitið stolt af þvi að fæðing hennar vakti athygli. Það er alls ekki mjög óvenjulegt að eignast barn á aldrinum 48 til 52 ára, þó að blöð vilji stundum gera mikið úr þvi, en hins vegar byltir slikt lifi konunnar. Gertrude Broomhall, sem býr i Stoke- on-Trent i Englandi, giftist Alfred Broom- 15

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.