Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 17
Pennavinir FIMMTAN ára bandarisk stúlka skrifaði okkur með ósk um að við útveguðum henni pennavinkonu á Islandi, 15 eða 16 ára gamla. Hún segir m.a.: Ég hef gaman af að iesa, hef áhuga á iþróttum og elska tónlist af öllu tagi. Ég er viss um.að ísland er stórkostlegt land,og mig langar mjög til að kynnast þvi nánar. Og nafn og heim- ilisfang stúlkunnar er: Miss Eileen O’Hara, 1123 W. Locust Street, Scranton, Pa 18504, USA. OKKUR barst nýlega einstaklega skemmtilegt bréf frá 12 ára stúlku i Kaliforniu. Hún sagðist lengi hafa ætlað að skrifa islenzku blaði i leit að pennavini, og nú hafði kennarinn sagt öllum bekkn- um að skrifa einhverjum bréf i einum timanum, og þá lét hún verða af þvi. Hún á hest og tvo hunda, og vill endilega skrif- ast á við einhverja, sem hafa gaman af dýrum. Aldurinn skiptir ekki öllu máli. Hér er svo nafniö og heimilisfangið: Anita Williams, 15. Irving Way, Chico, California, USA. Þá fengum við ákaflega vel skrifað bréf ^rá 16 ára japanskri stúlku. Hún var að læra um tsland i skólanum og fylltist áhuga á okkur hérna. Hún ætlar að svara öllum, sem skrifa henni, þótt þeir verði margir, og þá geta vinir hennar og vin- konur kannski skrifað einhverjum af þeim. Nafnið og heimilisfangið virðist óframbærilegt á islenzku, en mjög greini- lega skrifað, og er svohljóðandi: Mizue Onizuka / Kawazuku, Kitakata-c, Higashi-usuki-g / Miyazaki, 882-01/ Japan. (skiptist i linur við /) ÞRJÁR stúlkur á Patreksfirði vilja skrif- ast á við krakka á aldrinum 15-16 ára, helzt stráka. Nöfn og heimilisföng stúlkn- anna eru: Sigriður V. Karlsdóttir, Aðal- stræti 87, Kristin Fjeldsted, Aðalstræti 72 og ölafia H. Guðmundsdóttir, Aðalstræti 105. Hver getur hjálpað spá- konu? ENSKA spákonan Irene Ison, sem er af Sigunaættum, er nú að skrifa bók um spá- mennsku viðs vegar i heiminum. Sjálf spáir hún i spil, bolla og lófa og er mjög fróð um spákonur og forspáa menn. Irene Ison hefur mikinn hug' á að komast i samband við Islendinga, sem eru fróðir um islenka spádómsgáfu og geta sagt henni sitt af hverju um sögu, aðferðir og vinsældir spámennsku hér á landi. Brezka spákonan hefur aðstöðu til að láta þýða fyrir sig úr islenzku og þess vegna ættu þeir, sem vildu aðstoða hana, að bregða skjótt við og senda henni linu. Heimilisfangið er: Ms. Irene Ison, Romany Cottage, 148-154 St. James Lane, Willenhall, Coventry CW 33 FU, England. I \l I III undan ÞIÐ sem máliö. kannizt liklega flest við það. hversu erfitt er að loka máiningardós, sem ekki er búið úr og hálfu verra er að opna hana aftur eftir einhvern tima. Það er þvi þjóöráð. þegar dósin er opnuð i fyrsta sinn, aö • setja álpappir um brún hennar, eins og sést á myndinni. Þá er brúnin grein, þegar loka þarf dósinni, og hörönuð málning kemur ekki i veg fyrir aö hægt sé að opna hana aftur með góðu móti. áMK Gulrætur, selleri, púrra og annað græn- meti, sem maður vill gjarnan geyma i is- skáp um tima, vill oft verða rakakennt i plastpokunum og missir þá ferska bragðið. En ef maður vefur grænmetið innan i blað af eldhúsrúllu, áður en það er sett ofan i pokann aftur. heldur það sér miklu lengur, af þvi að bréfið sogar rak- ann i sig. Hann og Kún ÞAU má sauma eins stór eða litil og hver vill. Notið þau sem púða á barnarúmið, gefið þau sem leikföng, eða látið þau hanga i bflnum. Hann og hún á myndinni eru saumuð úr frotté, en auðvitað má nota hvaða efni sem er. Bolirnir eru i einu lagi, en fætur og handleggir lausir. Bolirnir og fæturnir eru troðnir út, en handleggirnir ekki. Andlitsdrættirnir eru hnappar og band og hárið er úr bómullargarni. i

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.