Heimilistíminn - 16.05.1974, Page 19
Hann fór að gráta af
hræðslu. Hátt uppi yfir sá
hann sólina skina og langt,
langt frá honum sátu pabbi og
mamma og öll systkinin og
borðuðu hádegismat.
Pési varð skyndilega af-
skaplega svangur og þvi
meira sem hann hugsaði um
það, þeim mun svengri varð
hann. Hann reyndi að kalla á
hjálp, en það heyrði vist eng-
inn. Bermálið i brúsanum var
skelfilegt og auk þess var eng-
inn leið að klifra upp þessa
sléttu veggi. Pési lagðist út af
og sofnaði.
Allt i einu heyrði hann rödd
beint fyrir ofan sig. Hann
hrökk við og leit upp. Höfuð
manneskju gægðist niður i
brúsann og það leit alls ekki
svo hættulega út. Það brosti
meira að segja og svo sagði
röddin eitthvað aftur:
— Sjáðu, Systa, hérna er
pinulitil mús. Finnst þér hún
ekki falleg?
Höfuðið hvarf og siðan birt-
ist annað. Sólin hvarf Pésa og
allt varð svart i brúsanum.
Hann skalf um allan likamann
og gat alls ekki legið kyrr af
hræðslu.
— Veslingurinn, hún er
svona hrædd, sagði hin röddin.(
— Við skulum hleypa henni út,
svo hún komist heim til sin.
Hún býr áreiðanlega úti á eng-
inu hjá hinum músunum.
— Getum við ekki átt hana?
sagði Didda, sem fyrst hafði
séð músina. — Hún er svo
falleg og við getum setta hana
i búr og haft hana i herberginu
okkar.
— Ertu alveg galin? spurði
Systa gröm. — Hvernig fynd-
ist þér að vera i búri og geta
hvorki hitt foreldra þina né
systkini.
— Hún hefur okkur þó,
svaraði Didda og lyfti brúsan-
um upp.
— Já, en við erum ekki mýs,
það hlýturðu að skilja, svaraði
Systa ákveðin. — Mér finnst
að við eigum að fara út á engið
og sleppa henni þar, svo kött-
urinn nái henni ekki.
— Jæja þá, sagði Didda —
en ég ætla að halda á henni og
vonandi kemur hún aftur og
heimsækir okkur.
Þær sættust á þetta, en vesl-
Það skemmtilegasta, sem
mýsnar vissu var að fara i felu-
leik úti á enginu.
ings Pési skildi ekkert. Hann
lá bara og skalf og faldi höf-
uðið milli framlappanna og
óskaði, að hann hefði aldrei
farið svona langt að heiman.
Allt i einu hentist hann til 1
brúsanum, þvi nú var honum
snúið við,og áður en Pési vissi
af, datt hann niður i mjúkt
gras.
Hann trúði þessu varla, svo
glaður varð hann. Um stund
þefaði hann af grasinu, áður
en það rann upp fyrir honum,
að hann var frjáls á ný. Svo
tók hann undir sig stökk og
þaut yfir engið. En svo nam
hann staðar, reis upp á aftur-
lappirnar og tisti eins hátt
oghanngat i kveðjuskyni til
Systu og Diddu.
Pési komst heilu og höldnu
heim til sin og sagði frá þvi,
sem fyrir hann hafði borið.
— Þú varst heppinn i þetta
sinn, sagði mamma hans og
strauk honum yfir bakið, en
Pési heyrði það ekki, þvi hann
var steinsofnaður, kominn i
draumalandið, þar sem allt
var fullt af sólskini og fögrum
blómum.
(Endir.)
19