Heimilistíminn - 16.05.1974, Side 23

Heimilistíminn - 16.05.1974, Side 23
Pðl Albert Hammond Albert Hammond er þúsund þjala smiöur. Fyrst og fremst er hann góður lagasmiður. Hann er ákafur tónlistar- maður og framleiðandi lika, og auk þess hefur hann prýðilega söngrödd. Með „It never rains in Southern California” og „Free electric Band” varð Hammond geysivinsæll, en það er þó ekki i fyrsta sinn, sem hann skorar mark á þessu sviði. Hammond er nefnilega maðurinn á bak við þekkt lög eins og „Little Arrows”, „Gimme dat ding” og „Good Morning Free- dom”, ásamt fleiri lögum. Þessi lög samdi hann fyrir aðra listamenn, áður en hann tók upp á þvi að syngja sjálf- ur. Hammond fæddist 18. mai fyrir tæp- um 30 árum og hefur lifað hálfgerðu flökkulifi. Hann leit dagsins ljós i London, en ólst upp i Gibraltar. Aðeins átta ára byrjaði hann að flakka. Það voru frænka hans og frændi, sem tóku hann með i ferðalög sin. Hann var ólmur i að skoða heiminn, og þegar hann var 13 ára, komst hann að þvi, að hann vildi gera það á eigin spýtur. Hann endaði i Marokkó, þar sem hann vann við vinberjauppskeru og varð sér úti um aukapeninga með þvi að syngja á veitingahúsum. Þegar Albert söng inn á fyrstu plöt- una sina, vænti hann sér mikils af henni. En hún varð ekki sérlega vin- sæl. Albert tók þetta þó ekki sem neinn ósigur, enda var hann þá kominn til Gibraltar aftur og hafði stofnað þar hljómsveit. Hún hét „The Diamonds” og var mjög vinsæl. Sex sinnum i röð sigraði hijómsveit- in i samkeppni, en siðan leystist hún upp. Einn strákanna vildi halda áfram samvinnu við Albert, og þeirmynduðu „Albert & Richard", unnu tvisvar i samkeppni, sungu inn á plötur og fóru margar hljómleikaferðir um England. Albert & Richard voru vinsælir, en þá vatnaði topp-lag. Þeir slitu samstarf- inu, og Albert taidi nú ráðlegast að reyna einn næst. Hann varð að gera sér að góðu að vinna alls konar vinnu, þar til hann loks komst i sambandi við Mike Hazlewood og nýtt samstarf hófst. Albert og Mike áttu vel saman. Albert samdi lögin og Mike textana. Þeir sömdu „Little Arrows” saman, og það lag fékk BMI-verðlaunin 1968 og varð byrjunin á miklum frama. Þeir hafa fengið mörg verðlaun saman fyrir lög og texta. Upphafið að endin- um varð það, að þeir fóru að tala um það i gamni, að Albert ætti að syngja það, sem þeir sömdu. Hugmyndin varð að raunveruleika, og Albert gerði það gott sem söngvari, þrátt fyrir að margir töldu, að slikt gæti hann aldrei. „It never rains in Southern California” og „Free electric Band" voru bæði i einu á vinsældalist- unum, og siðasta plata hans „Peace- maker” er það raunar lika. Þetta verður að teljast vel af sér vikið — og það koma áreiðanlega fleiri góðar. Við komum til með að heyra meira i Al- bert Hammond i framtiðinni. 23

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.