Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 31
fór de Rougemotn að örvænta að hann sæi
kannski aldrei framar hvitan mann. Hann
ákvað að ganga til Darwin. Hann veiktist
og lýsti siðan nákvæmlega, hernig hann
læknaðist. Hann drap villinaut og lagðist
til svefns inni i volgum skrokknum. A
meðan hafði hin trygga Yamba gengið
hundruð milna til að leita réttra
lækningajurta handa honum. „Jurtirnar
og ylurinn úr nautinu björguðu mér”,
segir hann. ,,Ég var fullkomlega
læknaður, nýr maður og hraustari en
nokkru sinni áður.”
Er hann kom á óbyggt landssvæði, fann
hann ný furðufyrirbæri til að lýsa: ský af
fljúgandi leðurblökum, risarottur og
engisprettuhóp, sem var svo vingjarnleg-
ur, að mynda úr sér brúyfir á, svo hann
gæti gengið þurrum fotum yfir. Eit sinn
datt hann i gryfju sem i voru eitraðir,
svartir snákar og slapp eftir að hafa
drepið 68 þeirra.
Þar sem lesendur blaðsins bókstaflega
drukku sögurnar i sig fór ekki hjá þvi að
de Rougemont yrði þekktur. Hann hélt
fyrirlestra á fundum og fólk sat dolfallið
yfir þessum furðuævintýrum, sem hann
hafðilentiá 30ára timabili.
Af þvi enginn landkönnuður
hafðinokkru sinni komið til staða þeirra,
sem de Rougemontlýsti svo fjálglega, gat
enginn með réttu efast um sannleiks-
gildið, þrátt fyrir, að sumt væri afar
ósennilegt. En fólk tók að efast um ýmsar
skepnur, sem de Rougemont sagðist
hafa fyrirhittog þegar dagblað eitt sendi
menn sina til teiltekins staðar til að
mynda fyrirbærin, kom sannleikurinn
loks i Ijós.
útskúfaöur!
Louis, sem var Svisslendingur, hafði
aðeins einu sinni komið til Astraliu, sem
einkaþjónn. 1 ljós kom, að hann var
kvæntur hvtri konu, en hann svaraði þvi
til, að Yamba, innfædda konan sin hefði
dáið fyrir mörgum árum. En enginn trúði,
að hún hefði nokkurn tima.verið til.
En Louis de Roguemont skorti ekki
hugrekki. Jafnframt þvi sem upp-
ljóstranirnar svertu nafn nafn hans, gerði
hann áætlanir um fyrirlestraferð til
Astraliu. Astralir höföu hlegið mikið af
sögum hans og þegar hann gekk inn á
leiksvið i Melbourne, var hann umsvifa-
laust púaður út af þvi aftur.
Hann var fljótur að gleymast, þó að
Wide World héldi áfram að blómstra. Arið
1921 var hans þó getið i fréttum er hann
andaðist i sárri fátækt i London. Ná-
grannar hans þekktu hann þá undir
nafninu Louis Grin, en á legsteini hans
stendur Louis Redman.
i dauðanum jafnt sem lifanda lifi, lætur
hann fólk i óvissu um, hver hann raun-
verulega var. Nú trúir enginn sögum
hans og frægð hans grundvallast á orðstir
hans sem mesta lygara heimsins.
Hvað
er
Ef þið dragið strik milli tölustafanna frá 1 til 80,
komizt þið að þvi hver er eftirlætisiþróttin hans
Snata gamla.
31