Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 16.05.1974, Qupperneq 37

Heimilistíminn - 16.05.1974, Qupperneq 37
Það er alveg ástæðulaust að hafa kartöflur með öllum mat, þegar til dæmis hrisgrjón eru alveg eins góð eða jafnvel bétri. Við íslendingar borðum kartöflur með öllu af einhverjum gömlum vana, en nú á timum eigum við ekki við svo mikinn næringarskort að striða, að þær séu okkur nauð- syn. Hér koma nokkrir réttir með hrisgrjónum i stað kartafina. Kraumið gróft saxaðan laukinn og hris- grjónin i smjörliki i potti. Bætið salti, safrani og vatni eða kjötseyði út i og sjóðið i 2-12 minútur undir þéttu loki. Saltið fiskstykkin, veltið þeim upp úr eggi og raspi og steikið þau i smjörliki eða oliu. Hrærið kræklinginn og 1 msk. smjörliki út I hrisgrjónin og hellið þvi siðan i heitt fat. Legið steiktan fiskinn á grjónin og skreytið fatið með sitrónusneiðum og steinselju. Brúnið afganginn af smjör- likinu á pönnunni, hrærið 1/2 til eina tesk. vinedik út i og berið fram með réttinum. Búlgarskar kótelettur 4-6 svinakótelettur, 2 msk. hveiti 2 tesk. salt, 1 tesk. þurrkað rosmarin, 4 msk. smjör eða smjörliki, 1 stór laukur, 2 stórir bollar hrisgrjón, 1 dós tómatar, 1 grænn piparávöxtur. Veltið kótelettunum upp úr blöndu af hveíti, 1 tesk. salti, pipar og rosmarin og brúnið þær I 2 msk. smjöri. Leggið þær i ofnfast fat ásamt tómötunum. Sjóðið pönnuna af með tómatsafanum úr dósinni og hellið soðinu yfir kóteletturnar. Setjið fatið i 180stiga heitan ofn i hálftima. Hitið saxaðan laukinn I 1 msk. smjöri, hellið hrisgrjónunum á og látið þau gulna aðeins. Bætið 3 bollum sjóðandi vatni eða kjötseyði i og saltið með 1 tesk, leggið samanbrotið viskastykki yfir pottinn og lok þar ofan á og látið sjóða I 12 minútur. Látið siðan standa með lokinu á I 12 min. til viðbótar. Hreinsið piparávöxtinn, skerið hann I þunnar ræmur og hitið nokkrar minútur i 1 msk. smjöri. Hrærið hann út i hrisgrjónin, sem sett eru i heita skál og borin fram með kótelettunum.

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.