Heimilistíminn - 16.05.1974, Page 41
Ingibjörg Jónsdóttir: jjQQb
Ki]A O) Ð JB
H^nn T O W
kennslu yfirleitt. Hún vildi alls ekki læra að
tvisvar tveir væru fjórir eða að A héti annað en
B og væri öðruvisi. Hún sagðist ekkert þurfa að
iæra að lesa, hvað þá skrifa. Það var nóg að
pabbi, mamma og Jón kunnu það. Þau gátu öll
iært fyrir hana.
En það var sama, hvernig litla systir hamað-
ist og lét. í skólann varð hún að fara. Mamma
varð svo kófsveitt af að koma henni i skólafötin
og setja á liana finu rauðu skólatöskuna, að hún
treysti sér ekki meö hana i skólann. Hún bað
Jón um aö fara.
Litla systir þurfti margs að spyrja á leiðinni.
— Lemja kennararnir? spurði hún.
— Nei, nei, svaraði Jón. — Ég hef aldrei
heyrt um það.
— Það stóð i sögunni um hann Oliver Twist,
sagði litla systir.
— Það var i gamla daga, sagði Jón og brosti
að litlu systur.
— Sumir kennarar halda kannski, að það séu
gamlir dagar, af þvi að þeir eru svo gamlir,
sagði litla systir. — Kennslukonan min er
gömul.
— Er það? spurði Jón.
— Já, hún er áreiðanlega orðin tuttugu ára
eða kannski tuttugu og fimm, sagði litla systir.
— Þetta er kerling.
Loksins tókst Jóni að koma litlu systur inn i
kennslustofuna. Hún neitaði alveg að fara i
röðina með hinum börnunum. Svona var litla
systir hrædd.
Mamina þorði ekki að fara að sækja hana, en
hún þorði ekki heldur að láta hana fara eina
heim. Jón varð að fara. Hann kveið hálfvegis
fyrirað fara heim meö litlu systur. Hann var
sannfærður um að hún væri hágrátandi, en þaö
var nú öðru nær. Litla systir kom hlaupandi út
úr skólaportinu með tveim öðrum litlum telp-
um, sem áttu heima nálægt húsinu hennar.
Hún lét sein hún sæi Jón ekki, lieldur hélt
áfram að hoppa og skoppa alla leiðina heim til
sin. Jón varð að laumast i humátt á eftir þeim.
Mamma hafði setið heima og skolfið og titr-
að. Hún hafði drukkið hvern kaffibollann á fæt-
ur öðrum og þær voru óteljandi ferðirnar, sem
mamma fór út i gluggann.
Loksins sá hún litlu systur, sem kom þarna
gangandi hin kotrosknasta með rauðu töskuna
á bakinu. En hvar var Jón? Jú, þarna kom
hann á eftir henni.
— Bless, sagði litla systir og veifaði til
stelpnanna, sem höfðu verið samferða henni.
— Ég sé ykkur á eftir, þegar ég er búin að
drekka. Viö skulum koma að sippa.
Þá brosti mamma. Þaö leit út fyrir, að allt
ætlaöi að ganga vel með skólagöngu litlu systur
eftir allt saman.
— Viltu ekki mjólk og köku, dnan mín?
spurði mamma vingjarnlega, þe. litla systir
kom inn.
— Svaka fjör, maöur, sagði I Ía systir.
Mömmu brá, þvi aö hún hafði aldrei heyrt litlu
systur tala svona. En litla systir gn’ði annað,
sem mamma hafði aldrei séð til hennar fyrr.
Hún henti kápunni sinni á gólfið i forstofunni i
staö þess aö hengja hana snyrtilega upp eins og
hún var vön, og hún setti skólatöskuna út i
liorn. Svo sparkaði hún stigvélunum af fótun-
um. Að þetta skyldi vera litla systir, sem var
vön að vera svo snyrtileg og prúðmannleg.
Mainma átti ekki eitt orð i eigu sinni.
Litla systir sötraði mjólkina sina og bruddi
kexið sitt, svo ekki sé minnzt á það, hvernig
luin muldi niður kökuna sina.
— Þetta eru engir borðsiðir, sagði mamina.
41