Heimilistíminn - 16.05.1974, Síða 46

Heimilistíminn - 16.05.1974, Síða 46
 ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ I ★ $ (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aöaistræti 7, simi 26500 — af- greiösiusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Blaöaprenth.f. HEIMBblS * Umsjón: Snjólaug Bragadóttir ★ ★-tc-Mc-Mc-k-Mc-Mc-tc-tc-tc-lc-Mc-tc-tc-tc-lc************************************* ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Í ! 0 Sjö mánaða leiö og maöur stendur upp. Reynslan hef- ur kennt þvi, að það fyrra er merki um eitthvað skemmtilegt, en það siðara er merki um eitthvað leiðinlegt. 4 Nú fara lika hlutir að verða til i minni barnsins — þeir eru til, þó að þeir sjáist ekki. Ef eitthvað er breitt yfir hringluna, meðan barnið sér til, lyftir það klæðinu til þess að gá að hringlunni. Hins vegar dett- ur barninu ekki i hug að lyfta hvaða klæði sem er, eða púða, til að leita að horfinni hringlu. Hver hlutur er á sinum ákveðna stað. Barnið heldur áreiðanlega, að ef hringla hverfur undir klæði og finnst siðan undir púða, að um allt aðra hringlu sé að ræða. Alveg eins og það heldur, að stóll- inn, séður neðan frá, séður ofan frá og frá hlið, þetta séu þrir gjörólikir stólar. — Ekki sami stóllinn, séður frá þrem sjónarhornum. Barnið veit heildur ekki, hvernig hlut- irnir eru tengdir hver öðrum. Það skynjar rúmið á vissan hátt, en það er „flatt”. A þessu timabili fer barnið að hafa áhuga á þessu samhengi. Ef barnið til dæmis tog- ar i púða til þess að ná i hringlu, sem ligg- ur á honum, verður það stórhrifið af þeirri uppgötvun, að hringlan skuli hreyfast um leið og púðinn. Það fer að kasta hlutum frá sér og gá að þvi af áhuga, hvað um hlutinn verður. Það er óþreytandi að fara i feluleik — við full- orðna fólkið — leikinn, þar sem sá full- orðni er ýmist týndur, eða kemur i ljós. Barnið skriöur og gengur og skynjar tal- máiiö. Nú fer barnið að hreyfa sig upp á eigin spýtur, skriður eða gengur hvert svo sem það sjálft vill fara, og kemst að raun um það á þennan hátt, að alltaf ber eitthvað nýtt við, sem þaö þarf að venjast. Stigar eru brattir, hjólaborö rúlla, og smám saman, meö þvi að reyna i sifellu nýjar aðferðir, kemst barnið að raun um, hvernig það venst bezt þessum eiginleik stigans og hjólaborðsins. Barnið er sifellt að gera tilraunir með hina ýmsu hluti, það uppgötvar fljótt muninn á hlutum, sem hreyfast, og hlut- um, sem eru kyrrir, staðsetningum eins og i og á, yfir, undir, bakvið, fyrir framan og við hliðina á. Það stingur fingrunum eða skeiðinni i krukkuna og i smugur og göt, það togar i dúkinn til þess að athuga, hvað vasinn, sem stendur á honum, gerir, og það verð- ur ógurlega kátt yfir þvi að sjá mjólkina breyta um svip og breiða úr sér i stórum polli á borðinu. Nú fer barnið lika að veita þvi eftirtekt, að hinir ýmsu hlutir hafa i för með sér alls konar hljóð — þeir bera heiti. Og þetta hefur þau áhrif, að barnið fer að mynda sér mál. Barnið talar, það hugsar, að sinu leyti i ó- hlutiægum táknum, frá 1 1/2 árs aldri tii tveggja ára. Á þessu tímabili sigrast barnið á mál- inu, það merkið það, að barnið veit nú, að hlutir eru til, ekki aðeins hér og nú held- ur alltaf. Það hefur öðlazt mynd af hlutn- um, og það ræður yfir heiti á þessum hlut, orbi. Barnið byrjar með öðrum orðum á þvi að geta hugsað óhlutrænt. Það merkir það aftur, að barnið getur lika fundið lausnina á vandamáli — ekki aðeins með þvi að þreifa sig áfram eða reyna fyrir sér, heldur lika með því aö hugsa. Barnið er orðið hugsandi vera, og það getur ekki aðeins fengizt við hluti, heldur lika óhlutlæg tákn. 0 Amin Næstu mánuðina eftir brottrekstur Asiumannanna úr landi var Amin hers- höfðingi i miklum metum hjá Uganda- búum, sem höfðu fengið að yfirtaka eignir þeirra og reyna aö reka fyrirtækin, sem þeir höfðu skilið eftir. En engu að siður henti það, að fregnir af óróa bárust honum til eyrna. í júlimánuði á siðasta ári endurskipu- lagði hann herstjórnina, meðal annars með tilliti til eftirmanns sins og til þess að lægja óánægjuöldur meðal æðstu manna. 1 sama mánuði tók hann i sinar hendur öll dómsmál i landinu og skipaði herdóm- stólum að taka við af borgaralegum dóm- stólum. En hann hélt vinsældum sinum. Hann vildi gjarnan vera þekktur sem „Dada” eða „Stóri pabbi”, og ofsalegt skaplyndi hans hefur verið stökkbretti fyrir út- breiddar vinsældir hans. Hann fer iðulega i þyrlu til afskekktustu héraða landsins til þess að vinna hug hinna innfæddu. Og i nýafstöðnu stríði Israela og Araba birtist hann skyndilega i fullum hergalla — lét skina i vængi fall- hlifahermannsins, sem hann hafði fengið hjá israelskum leiðbeinendum — i Amman og Damaskus, og hét málstað Araba stuðningi. Hann lýsti þvi yfir, að sveitir hans berðust við hlið Arabanna. Ennfremur fullyrti hann, að Bretland, Bandarikin og ísrael hygðu á innrás i Uganda. Slikar fullyrðingar vekja bros manna utan Uganda, en þeim er vel tekið i landinu sjálfu, og þær eiga ekki litinn þátt i þeirri velgengni, sem honum hefur auðnast með þvi að sitja við völd. Þess sjást sannarlega engin merki, að hann sé i þann veginn að yfirgefa sinn valdastól i Svörtu-Afriku. — Getur nokkur ykkar skipt hundraö krónum? 46

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.