Heimilistíminn - 27.01.1977, Side 6
Gun Nihlén er 72 ára og blind, en skrifar
svo lifandi ferðalýsingar að lesandanum
finnst hann vera staddur á þeim stöðum, sem
hún lýsir. Hvernig getur þetta átt sér stað?
hólmi, tilraunaskóla, þar sem skólalýö-
ræöi var komiö löngu áður en farið var aö
tala um slika hluti og börnin voru látin
venjast þvi að stjórna sér sjálf. Skólalýö-
ræöi er ekki hægt aö koma á ofan I frá,
álitur Gun, þaö verður aö koma aö innan
og verða til frá grunni.
Félagsskapur, vinátta
Fyrsta bók Gun Nihlén hét „Hversdags
börn” (Vardagsbarn) og fjallar um upp-
eldi. Hún skrifaöi hana eftir aö Olofsskól-
inn var lagöur niöur eftir aö hann naut
ekki lengur rlkisstyrks. Hún og maður
hennar ólu börn sin upp i frjálsræði, sem
byggöist á félagsskap og vináttu en ekki
valdi.
— Og mér finnst okkur hafa tekist nokk-
uö vel, segir Gun. Lýöræöi á einnig að
rikja 1 fjölskyldunni, aö minu áliti, meö
samvinnu og samstarfi. Það hefur I för
með sér aö fulloröna fólkiö veröur aö
reyna að skilja heim barnsins. Ég tel aö
viö fullorðna fólkið ættum aö reyna aö
minnast þess þegar viö sjálf vorum börn
— hvernig var að ganga á blómguöum
velli þegar blómin náðu okkur upp aö aug-
um. Ef við höfum gleymt hve allt var lif-
andi þá eigum viö i erfiöleikum aö skilja •
börnin.
Sjö ára rithöfundur
hjálpaði til
Sjö barnabörn Gun Nihlén eiga öll
heima i nágrenninu á Skáni og hún hefur
mikið samband við þau. Einkum viö
Kristján, sem er sjö ára, en þau hafa
samið tvær bækur saman. sú fyrri „Krist-
ján og kynjadýrið” kom út fyrir nokkrum
árum — sú siöari, sem heitir „Ferö til
draumalandsins” er nýkomin út.
— Kristján fann upp kynjadýriö þegar
við vorum I Tiról fyrir þrem árum. Þaö er
meö fætur, hendur og andlit eins og maö-
ur, en er loðið og hefur langan hala. Krist-
ján er alltaf fullur af uppátækjum og
6
Imyndunarafli. Þar sem ég sé ekki er mér
eölilegt aö lifa meö honum i imyndunar-
heimi hans — það er svo skemmtilegt....
Mér finnst mikilvægt aö kynslóöirnar
eigi samskipti. Ég hef haft ósegjanlega
gleöi af samskiptum viö æskufólk og ég
trúi á æskuna. Min kynslóö hefur gert
margt vitlaust, sem æskan setur sig upp á
móti, þaö finnst mér vera rétt. Mér finnst
heilbrigð andstaða gegn verzlunar-
mennsku, mengun og ööru álika vera
mjög jákvæö.
Þvi fylgja að sjálfsögöu sérstök vanda-
mál að skrifa bækur og geta ekki séö. Gun
hefur komiö sér upp eigin vinnutækni,
sem gengur vel. Hún les fyrst hvern kafla
inn á segulband. Siöan skrifar hún sjálf
frumhandrit eftir bandinu. Siðan þarf hún
aö fá einhvern til að lesa handritiö upp-
hátt fyrir hana og gera þær breytingar og
leiðréttingar, sem hún telur nauösynleg-
‘ar. Siðan þarf hún að fá einhvern til að
hreinrita handritið.
— Allt þetta kostar peninga, ég vil ekki
fá ókeypis aðstoð. Svo mikill hluti laun-
anna fer I þetta. En ég skrifa ekki heldur
til aö græða peninga, ég skrifa til þess að
bjarga sjálfri mér.
Merkilegar rannsóknir
1 mörg ár hefur Gun Nihlén fylgzt meö
stórmerkum rannsóknum, sem fram fara
IPóIlandi. Hér er um að ræða hjálpartæki
fyrir blinda eins konar „rafeindaauga”.
Það var árlð 1966 að maður hennar og
yngstu synirnir tveir fóru i fyrsta sinn til
sjúkrahússins i Stettin, til að mynda sér
skoðun á tækinu. Siðar hefur Gun dvalizt
þar nokkrum sinnum og aðstoðað vis-
indamennina með þvi að vera „tilrauna-
kanina”.
— „Rafeindaaugað” er samsett úr smá-
um punktum eða frumum og ljósmynda-
linsu. Myndin verður til fyrir rafeinda-
áhrif á frumurnar, sem aftur gefa tilfinn-
ingu I enninu. Sfðan á tilfinningin aö
berast til sjónmiðstöövar.
Gun hefur reynt nokkrar klunnalegar
geröir af þessum búnaði og getur staðfest
að hann er starfhæfur. I tilraununum I
Stettin gat hún án erfiðismuna greint mis-
munandi ljósa hluti á dökkri boröplötu.
En þaö er mikilvægt að leggja áherzlu á
að hún sá ekki,heldur hafði tilfinningu I
enninu. Hún heldur tengslum viö pólsku
vfsindamennina, sem gera ráö fyrir aö
hafa senn nýtt tæki tilbúið. Þaö verður
granntbandyfirenniö, en þar verður lins-
an og tilbúna nethimnan.
— Ég virði pólsku visindamennina
mjög og er sannfærð um að þeim tekst
þetta. Takmark þeirra er að allir blindir
fái sýn. Ég trúi á tækið þeirra og að það
leiöi það af sér, aö blinda verði ekki til I
framtíðinni i sama skilningi og nú.
Þegar ég sit og ræði við Gun Nilhlén i
herbergi hennar skilst mér hvflikur
óhemju missir það hlýtur að vera að
missa sjónina og hve mikilvæg öll önnur
1 skilningarvit verða þá — ósýnilegi
heimurinn.
— Ég byggi mér upp eins konar innri
heim úr hljóðum, röddum, lykt, endur-
minningum og tengslum, segir Gun. Ég er
alltaf að skapa nýjar sjónmyndir. Þaö er
undarlegt, t.d. þegar ég hitti einhvern I
fyrsta sinn er hann aöeins rödd. En þegar
ég hef rætt við hann um stund sé ég hann
fyrir mér — þannig er þaö meö þig núna,
ég sé þig fyrir mér á minn hátt. Þegar ég
segi frá einhverju segi ég enn ég ,,sá.”
En það mikilvægasta ekki aðeins fyir
blinda heldur alla eru tengslin viö annaö
fólk. A langri starfssamri ævi, haföi hún
þegar komizt aö þeirri niöurstöðu, en
slöan hún missti sjónina hefur hún styrkzt
enn meira I þessari trú sinni:
— Ekkertgeturkomiö Istaö mannlegra
samskipta, segir hún. Við mannfólkið
þörfnumst hvers annars. Þess vegna er
það svo sorglegt aö svo margt fólk er
einmana I samfélaginu. Ég hef alltaf vit-
að þetta. En það var ekki fyrr en ég missti
sjónina aðég fann raunverulega fyrir þvi.
Það er ekkert mikilvægara en mannleg
samkennd. Við þörfnumst einskis eins
mjög og náinna tengsla við annaö fólk.
Velmegun og lífskjör hafa litið að segja,
samkennd og samvinna hefur allt að
segja. Maður er manns gaman.
(þýttog endursagt.)