Heimilistíminn - 27.01.1977, Síða 14
ekki að segja frá gærdeginum, þvi að þá var ég
allt önnur manneskja”, sagði Lisa.
„Skýrðu þetta nánar”, sagði skjaldböku-
bróðir.
„Nei, nei, fyrst viðburðina, skýringar eru
svo fjarska leiðinlegar”, sagði flugskrimslið
óþolinmótt.
Lísa sagði nú ævintýri sitt, frá þeirri stund,
er hún sá hvitu kaninuna. Hún var dálitið
feimin og vandræðaleg i fyrstu. Dýrin sátu sitt
hvoru megin við hana, með galopna munna og
augu. Þegar leið á frásögnina jókst hugrekki
hennar. Áheyrendur hennar voru algjörlega
kyrrir og rólegir, þangað til hún sagði þeim frá
kálorminum og viðtali sinu við hann.
Þá stundi skjaldbökubróðirinn þungan, og
sagði: „Þetta er mjög undarlegt”.
„Það er vægast sagt, stórfurðulegt”, sagði
flugskrimslið.
Lisa ætlaði að fara að halda áfram sögu
sinni, þegr heyrðist kallað i fjarska: „Rétt-
urinn er settur”.
„Af stað, af stað”, hrópaði flugskrimslið, tók
Lisu við hönd sér og dró hana á eftir sér, án
frekari málalenginga.
„Hvaða réttur er þetta?” spurði Lisa á
hlaupunum, en flugskrimslið svaraði aðeins:
„Af stað, af stað”.
Síðast þegar sást til skjaldbökubróður, stóð
hann ennþá i fjörunni. Tárin streyndu niður
kinnar hans og runnu i striðum straumi til
sjávar.
H^ilÐ
r
Vantar þig
kjól á
ars-
hátíðina ?
Ef svo er þá er hér
einn fljótsaumaður
-