Heimilistíminn - 27.01.1977, Síða 24
Láttu þér líða vel
MEÐAN ÞÚ GRENNIST
Það er ánægjulegt að finna kilónunum
fækka, þegar þú ert komin(n) á rekspöl
meö aö halda i við þig i mat.og drykk. Enn
ánægjulegri verður þó árangurinn ef farið
er i fegurðar- og heilbrigðiskúr i leiðinni.
Þegar dagleg fæða allt I einu hefur að
geyma mun minna magn af fitu en áður
og f itula gið undir húðinnj m innkar er hætt
við að það komi niður á teygjanleika
hennar. Oft verður hún þurr, 'Jiflaus og
„þreytt”.Þá er gottað örva blóörásina til
húðarinnarmeðþviað fara i bað daglega.
Nota vel' grófan þvottapoka eða bursta.
Burstinn má gjarnan vera stór en ekki
með svo hörðum hárum aö hann rifi húð-
ina. Notið milda og góða sápu. Nuddið all-
an likamann með föstum hreyfingum i
hring og i átt til hjartans. Skolið ykkur vel
og helzt með isköldu vatni siöast. (Það
gefur mikla þægindatilfinningu þegar
maður hefur vanizt þvi, og það er auð-
veldara ef vatnið er fyrst haft heitt, siðan
volgt, svo hálfkalt og loks iskalt!). Nú er
trúlegt að húðin sé orðin rauð en þaö er
merki þess að blóörásin er farin vel af
staö. Þurrkiö ykkur vel. Húðin verður
gróf ef farið er i fötin með hana hálfraka.
Ef þú notar svitameðal gerðu þaö strax
og láttu þaðþorna áður en þú ferð i. Oft er
24
likamslyktin sterkari þegar fólk hefur
breytt matarvenjum sinum, en sumir
svitna þá meira en ella. Einnig er ástæða
til að bursta tennur eða skola munninn
oftar en undir venjuleguim kringumstæð-
um.
Þegar talað er um svitameðul, þá er
rétt að minna konur á að fjarlægja hárin
úndir handleggjunum, þau eru ekki til
prýöi að flestra mati og svitameðalið
hefur meiri áhrif ef þau eru f jarlægð. (En
notið ekki svitameðal fyrr en 12 timum
eftir að hárin hafa verið fjarlægð).
Ljúkið siöan morgunsnyrtingunni með
þvi að nudda rakakremi á húðina um all-
an likamann, einkum á axlir, handleggi
ogfætur. Áður fyrr var talið að þurra húð
skorti fitu. Nú telja menn að hana skorti
raka. Þar með er þó ekki sagð að oliubað
eða notkun oliu á húðina sé árangurslaust.
Sumir hafa þörf fyrir slikt af og til en til
daglegs brúks eru rakakrem nú talin
heppilegri.
Upphandleggirnir
eru sá staður þar sem árangurinn af
megruninni er ekki alltaf sem ánægjuleg-
astur. Þeirverða oft mjög slappir, jafnvel
svo að húðin hangir i fellingum. Hér koma
armæfingar að gagni. Teygðu handlegg-
ina — upp og til hliðar og aftur. Þú finnur
hvað hefur mest áhrif — þ.e.a.s. þú þarft
að finna að þú takir á með slöppu vöðvun-
um! Siðan er ekki siður mikilvægt að
slaka á. Láttu handleggina falla þungt
niður og hristu þá þangað til þú finnur
slökun i axlarliðunum.
Þú getur sýnst grennri
Þú getur auðveldlega taliö fólki trú um
að þú hafir grennzt mun meira en þú hef-
ur i raun og veru með þvi að hugsa ofur-
litið um hvernig þú berð þig. Stattu fyrir
framan stóran spegil. Vertu fyrst eins og
þú ert venjulega. Ertu kannski hokin(n) I
mjöðmum, álút(ur) með innfallið brjóst
og hangandi höfuð. Imyndaðu þér nú að
þú sért með band upp úr hvirflinum, sem
einhver togi f. Réttu upp höfuðið en teygðu
ekki hökuna fram um leið. Réttu úr bak-
inu —en ekki með að draga saman axlirn-
ar, heldur með þvi að ýta fram brjóstinu.
Réttu úr mjöðmunum með þvi að draga
inn afturendann og saman og inn maga-
vöðvana. Og sjáðu né er það ekki rétt að
þú virðist miklu grennri?