Heimilistíminn - 27.01.1977, Page 26
ÞÁTTASKIL
Geirmundor heljarskinn átti ríki
á Rogalandi en þegar Haraldur
lúfa hafði lagt undir sig allt
Noregsríki, sá hann sinn kost
vænstan að ráðast brott, því hann
fékk þar enga sæmd.
Hann tók það ráð að leita út til
Islands. Skip hans kom að landi
við Breiðafjörð, sigldi hann inn
og lagðist við Elliðaey. Hann
hafði spurnir af því að héruðin
sunnan fjarðarins væru full-
byggð en lítið eða ekki vestra.
Hélt hann þá inn að AAeðalfells-
strönd og nam land frá Tábeinsá
að Klofasteinum. Hann var hinn
fyrsta vetur á Búðardal en bjó
siðan á Geirmundarstöðum undir
Skarði.
Geirmundur var mikill höfð-
ingi og hafði fjölmennt rausnar-
bú. Þótti honum þvi landnám sitt
of lítið og fór vestur á Strandir.
Þar setti hann upp f jögur bú. Eitt
þeirra fékk hann til varðveislu
Atla þræl sínum og lét með f ylgja
f jórtán þræla aðra og skyldi Atli
hafa forráð fyrir þeim.
Þegar Vébjörn Sygnakappi
braut skip sitt undir hömrum þar
er síðan heitir Sygnakleif, bauð
Atli honum vetursetu ásamt
fylgdarliði öllu, bað hann svo
engu launa vistina, sagði Geir-
mund eigi skorta mat.
Hellna-Björn fór til íslands og
kom í Bjarnarf jörð með alskjöld-
uðu skipi. Síðan var hann Skjald
ar-Björn kallaður. Hann nam-
land frá Straumnesi til Dranga
og bjó í Skjaldabjarnarvík. Ann-
að bú átti hann í Bjarnarnesi.
Geirólfur braut skip sitt við
Geirólf sgnúp. Hann bjó þar síðan
undir gnúpnum. Er talið liklegt
að skáli hans hafi verið í Siglu-
vík.
Þorvaldur, faðir Eiríks rauða,
þess er fann Grænland, nam
Drangaland og Drangavík til
Enginess og bjó á Dröngum alla
ævi.
Þrír synir Herröðs hvítaskýs
námu land á Ströndum. Eyvindur
Eyvindarfjörð, Ófeigur Ófeigs-
fjörð og Ingólfur Ingólfsfjörð.
Þeir bjuggu þar siðan.
Þannig greina fornar sagnir
frá upphafi byggðar, sem síðan
hélst nær óslitið fram um miðja
Skjaldabjarnarvtk heitir eftir einum landnámsmanna,Hellna Birnieöa Skjaldar Birni,
sem þar bjó.
Þorsteinn Matthiasson
ÞEGAR LANDIÐ FÆR MÁL nefnast frásagnaþættir eft-
ir Þorstein Matthiasson, og er önnur tveggja bóka, sem út
komu eftir hann i árslok. Þorsteinn hefur skrifað mikið,
meðal annars þjóðlegan fróðleik og heimildir um Vest-
ur-íslendinga. Þorsteinn er Strandamaður að uppruna
fæddist 23. april 1908 á Bjarnarnesi i Kaldrananeshreppi
Hann var um langt skeið kennari og skólastjóri úti á landi,
en býr nú i Reykjavik. í Þegar landið fær mál, eru frásagn-
ir viða að af landinu m.a. nokkrar úr átthögum Þorsteins.
Þar segir frá þjóðkunnu fólki svo sem þeim Einari Eiriks-
syni á Hvalnesi, Jóni i Möðrudal og ýmsum Strandamönn-
um og Vestfirðingum.
26