Heimilistíminn - 27.01.1977, Síða 32

Heimilistíminn - 27.01.1977, Síða 32
Framhaldssagan: AAaria Lang Allt þetta er eins og skerjagarðurinn umlukinn f jöllum. i dal milli slíkra vatna sáum við um kvöld- ið Rá'men i fegurð sinni, með háum trjám sem vörpuðu skugga á garðinn.... Erik Gustaf Geijer. 12 — Ramen finnst mér vera fallegasti staðurinn á Vermalandi. Það var skoðun Selmu Lagerlöf, og þennan til- komumikla septemberdag þegar vindbarin lauf þyrluðust um kring, og þrumudökk ský á himni, myndi enginn ef gestunum á herragarðinum mót- mæla því. Því miður getur þó enginn þeirra helgað sig óskiptur náttúruskoðun eða fegurðardýrkun. óró-vangaveltur og kvíði vegna þess, sem þegar hefur átt sér stað og þess, sem er í þann veginn að verða, fyllir hugann í of ríkum mæli. Wijk rannsóknarlögregluforingi, sem skáskýtur löngum líkama sínum út úr rústrauðum Mercedes- bíl, er ekki sízt órólegur. Hann veit betur en Bodil, hve skelfilega líklegt það er, að falleg ung Ijós- hærð stúlka, sem hefur verið horf in í sex vikur, áé horfin fyrir alla framtíð, nema lögreglunni takist með mikilli fyrirhöfn að hafa upp á andvana lík- ama hennar. Hann hefur ekið frá Stokkhólmi til að fá Bodil um síðir til að skil ja þetta, og til að fá leyf i hennar til að taka málið að sér og ef til vill koma í veg f yrir með návist sinni, að of mikið verði lagt á hana sjálfa. Allt sem hún hefur sagt, er meitlað í heila hans, og á sama hátt skrá blá augu hans nú hvert smáatriði, þegar hann gengur í átt að herra- garðinum. Við heimreiðina standa rústir gamals kofa eins og minnismerki um horfna frægðartíð héraðsins. steinveggir, skorsteinn úr gömlum ofni með járn- skrauti og grasivaxið þak. Mjór stígur liggur hægra megin við kofann og hverfur á bak við ösku- hr.úgu. Á vinstri hönd liggur glæsileg heimreiðin i trjágöngum upp að hlaðinu. Fyrst blasir við einnar hæðar hús í f jórum álmum, sem umlykur skugg- sæla grasflöt. Það er fremur drungalegt og frá- hrindandi — eins konar virki áður en komið er að aðalhúsinu. Ensjálfur herragarðurinn kemur veru- lega á óvart. Gul og hvítaðalbyggingin, sem er á tveim hæðum stendur hátt, og er óvenjuleg í sniðum. Járnskor- steinana ber við himin og húsið snýr ekki í átt að dimmum trjágöngunum heldur út að bláu dýpi Rámvatnsins og dimmgrænum hæðardrögum ás- anna sem klæddir eru barrtrjám. I hlíðinni, sem liggur niður að ströndinni, glampa birkitrén okkur- gul i geilsum sólarínnar sem er að brjótast gegnum skýin. Christer Wijk verður agndofa alveg eins og fólk hefur í tvær aldir orðið orðvana frammi fyrir 2

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.