Heimilistíminn - 27.01.1977, Síða 35
slegizt í hópinn og er órólegur.
Sintram strýkur sér vinalega upp við hann, en
hann sparkar honum f rá sér, óþolinmóður og viðut-
an. Hann er með hnyklaðar brúnir, sem virðast
samvaxnar yfir svörtum augunum.
— Ég mátti til að koma hingað og frétta hvort
nokkur árangur væri af rannsókn þeirra Bodil og
Jónasar, en ég sé, að sérfræðingur hefur tekið við
af okkur áhugamönnum.
— Já. Christer er hvass. Og það er eins gott, að
þið biðjið þess öll, að þau umskipti hafi ekki orðið
um siðir. Ef eitthvert ykkar hefði haft svo mikla
vitglóru og nógu hreina samvizku til að hafa strax
samband við lögregluna, hefðum við ekki þurft að
standa hér nú og spyrja okkur þess hvað haf i komið
fyrir Bodil á leiðinni frá Uddeholm til Ramen.
— Það sama og kom f yrir Ingulill Odén á þessari
sömu leið.
Þessi óhugnanlega fullyrðing kemur þeim öllum
tilað snúa sér við og stara á úrsúlu Karlmen, sem
svartklædd og ógnvekjandi virðist hafa komið ofan
úr skýjunum. Hún ávarpar Christer, en framkoma
hinna þriggja sýnir, hve mikil áhrif skyndileg
koma hennar og óhugnanleg getgáta hefur haft.
Madeleine Samzelius reikar í spori, eins og hún
hafi verið lamin og hvíslar:
— Ó, nei, nei... Ekki hún!
Kurrandi hljóð brýzt fram úr koki Jónasar og
hann hefði efalaust ráðizt á úrsúlu með öllum sín-
um 90 kílóa þunga, ef ískaldur hljómurinn í rödd
manns hennar hefði ekki fryst reiði hans sjálfs.
— Þú hefurelt mig. Aftur. Til að njósna um mig!
Nú, flýttu þér nú að segja frá því, sem þú hefur
komizt að.
— Engu, segir hún þreytulega,... engu sem ég
ekki vissi fyrir. Nema....
Átta augu hvila á ómáluðum slöppum munni
hennar.
— Nema hverju.....?
— Að Bodil hefur sennilega kosið að fara hina
leiðina.... gegnum skóginn...
Svar Ragnars Karlman er eins og svipuhögg:
— Já, og hvað svo?
— Þú óskt einnig þá leið. Og það tók þig einkenni-
lega langan tíma...i dag.... að komast til Rámen.
H$IÐ
— Viö spörum alveg gifurlega á þvi aö
kaupa i sparnaöarumbúöum!
— Það er ekki þaö, aö ég vilji ekki lána
þér fyrir kaffibolla, en ég veit bara ekki,
hvernig ég á að hafa úttektarheimildina.
HVAÐ VEIZTU
1. Hverjir voru Veröandimennirn-
ir?
2. Hvaöa skáld er fætt á Godda-
stööum I Dalasýslu 4. nóvember
1899?
3. Eftir hvern er bókin A bökkum
Bolafljóts?
4. Úr hvaöa máli er nafniö Dungal
komiö?
5. Hver orti þetta?
Tittlingar f mýri, tina fræ og ber,
lifa og leika sér, eignast ævintýri.
6. Hver þessara manna féll i Viöi-
nesbardaga: Kolbeinn ungi,
ögmundur sneis, Kolbeinn Tuma-
son, Oddur Þórarinsson?
7. Hvernig lét Marat lifiö?
8. Hver þessara plantna neytir llf-
rænnar fæöu, brönugras, dýra-
gras, naflagras, lyfjagras.
9. Hver var höfundur alþjóöamáls-
ins esperantó?
10. Hvað heitir forsætisráðherra
Noregs?
Svör á bls. 39.
— Auövitað máttu lesa, elskan, ef þú bara
slekkur ljósiö!
35