Heimilistíminn - 27.01.1977, Side 36

Heimilistíminn - 27.01.1977, Side 36
Kaldbaksvlk Þáttaskil Framhald af 29. síðu. Það brást aldrei matbjörg í búi þeirra Hafnarhjóna, önnu og Betúels, þótt marga þyrfti að seðja. Þaðan var líka stutt til fanga vor og sumar og þá ötul- lega að því unnið að safna vetrarforða. Fiskur var venju- lega nógur skammt undan landi og gnægð af fugli og eggjum i bjarginu. Sauðfé var gagn- samt og mikið af afurðum þess lagt til heimilis. Það var ekki einhæf fæða sem borin var á matborðið í Höfn á uppvaxtarár um Sumarliða Betúelssonar. Þess vegna gat runnið mergur i bein systkinanna þótt alin væru upp á útströndum. Ekki urðu umsvifin minni eða tilburðir til öflunar þess er heimilið þurfti með þegar börnin komust á legg og fóru að taka þátt í lífsleiknum af eigin ramm- leik. Glíman við björgin, bratta fjallvegi og úfið úthaf gaf lítinn kost á slæpingshætti eða undan- látssemi. Annað hvort varð að mæta án hiks því sem yf ir byggð- ina gekk, hvort sem viðraði blítt eða strítt, ellegar þá láta hlut sinn og vera afskiptur. Einhvern tíma á útlíðandi vetri höfðu þrír bræðurnir frá Höfn, Sumarliði, y.ernharður og Jón farið út í Fljótavík á refaveiðar. Á leiðinni til baka slógust í för með þeim Jósef Hermannsson og Jón Ó. Júlíusson frá Atlastöðum, Stefán Pétursson frá Rekavík bak Höfn og Kristinn Grímsson frá Horni, Veðri var þannig háttað, að áv; var útsynningar með éljum og vindur allhvass. Fannastrokan stóð fram af brúnunum og kyngdi niður í hlíðina sem er þarna mjög brött. Harðfenni var undir. Á þessum slóðum er mjög snjóflóðahætt þegar fönn safn- ast í brúnir og hlíðina ofarlega. Undir hlíðarfæti er hjalli og eru brúnir hans þverhníptar í sjó f ram. Þeir félagar, sjö saman, halda út hliðina eins ofarlega og þeim er unnt. Sumarliði og Jón gengu f remstir og sóttu fast á brattann. Allt í einu missir Sumarliði fót- anna, steypist á höf uðið og renn- ur undan brekkunni og fær ekki við neitt ráðið. Niðri á dálitlu hvolfi ofan við hjallabrúnina, staðnæmist snjóskriðan sem hafði fellt hann og hrif ið með sér og var hann þá á kafi í fönn og gat ekki hreyft sig. Hann hafði ennþá tak á göngustafnum og byssan var bundin upp á bakið. Sumarliða tókst eftir mikla raun að losa sig úr snjódyngjunni og brölta á fætur. Sér hann þá einn félaga sinn uppi standandi efst í hlíðinni og horfa yfir val- inn. Skömmu síðar brýst Jón Betúelsson upp úr fönninni og er hann ómeiddur. Þeir bræður sjá þar skammt frá brodd á fóta- járni sem stendur upp úr snjón- um og þar graf a þeir upp einn f é- laga sinn. Sá hafði fengið blóð- nasir en var að öðru leyti óskaddaður. Hinir sem lent höfðu i flóðinu voru nokkru ofar og höfðu því orðið fyrir minna hnjaski. Þeir ráða nú ráðum sínum og eftir tillögu Sumarliða leggja þeir á brattann og komast upp í Jörmundarskarð. Þar er besta veður og blár himinn. Ferðir sem þessi voru algengar á Ströndum og hættur af skriðu- föllum og snjóf lóðum sífellt yfir- vofandi þegar fólk lagði leið sína um þessar slóðir, ekki síst að vetrarlagi og í vatnsveðrum haust og vor. Mörg eru dæmi um erf iðleika og jaf nvel aldurtila, en þó miklu sjaldnar en við mætti búast þegar litið er til hinna tor- gengu f jalla. Aðgæsla og varygð var orðin eðlislæg eigind fólks- ins, en leitinni eftir lífsbjörg fylgdu þó alltaf pokkrar hættur sem ekki urðu sniðgengnar. Dagana 4.-5. maí 1923 var hið versta veður úti fyrir Vestf jörð- um — norðaustan hamhleypu- garður. Daginn sem upp blés voru þeir Hafnarbræður fjórir saman á sjó úti undir Bríkum og á Stapamiði. Þeim tókst að ná landi áður en ófært varð og bjarga bát sínum.. Þegar á kvöldið íeið fóru f iski- skipin, sem verið höf ðu á veiðum þar úti f yrir stöndunum, að tínast inn á Hornvikina, vörpuðu þau þar akkerum og hugðust liggja af sér veðrið, því ófært var talið að sigla vestur fyrir. Eftir því sem veðurhæðin óx og hafsjór varð meiri ókyrrðist á höfninni. Legufæri Fríkirkjunn- ar, en svo hét skútan, hrukku sundur og renndu skipverjar 36

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.