Heimilistíminn - 27.01.1977, Qupperneq 37
henni þá upp í sandinn.
Christiane frá Siglufirði/ hin
gamla hákarlaskúta Gránu-
félagsins, sem nú var eign hinna
sameinuðu íslensku verslana,
hana rak upp i fjöru og einnig
Björninn frá fsafirði. Fjórða
skipið, Róbert f rá Akureyri, sökk
og fórst af því einn maður. Allir
aðrir skipverjar björguðust.
Christiane og Björninn náðust
út óskemmd en hin brotnuðu í
spón.
Nú gæti maður haldið að ekki
hefði verið hægt um með fyrir-
greiðslu 40-50 skipbrotsmanna á
tveim afskekktum útstrandabýl-
um í einangraðri byggð. Þetta
reyndist þó engum vandkvæðum
bundið svo séð yrði. Skipbrots-
mennirnir fóru allir heim að
Höfn. Eftir að þurrkuð höfðu
verið föt skipverjanna á Frí-
kirkjunni fóru þeir að Horni en
eftir voru 33 skipbrotsmenn, sem
allir nutu fyrirgreiðslu Hafnar-
fjölskyldunnar. Þar var nóg af
öllu svo engan skorti neitt.
Heimamenn bjuggust um í
hlöðu og léðu rúm sín þeim skip-
verjum sem vosbúðin hafði leikið
verst. óveður þetta stóð í viku og
þegar upp stytti héldu aðkomu-
mennirnjr heim.
Af því sem þarna gerðist má
ráða það, að vel hefur verið lagt
til búsins á haustnóttum, þvi
þrátt fyrir þessa óvæntu gesta-
komu var engin þurrð á vistum
fram til vordaga.
En þrátt fyrir ríkulega mat-
björg voru peningar ekki i hvers
manns vasa. Verkalaun þeirra
Hafnarbræðra voru fyrst og
f remst goldin í fötum og fæði. Ef
þeir vildu hafa eitthvað þar f ram
yf ir urðu þeir að vinna til sjálf ir
og þá helst á þeim tíma sem tóm
gafst til frá störfum, sem sam-
eiginlegar þarfir heimilisins
kröfðu.
Refaveiðar voru sú iðja sem
þeir stunduðu helst að vetri til.
Skinnin voru i góðu verði og þeir
kunnu vel að fara með byssu.
Þetta gaf því oft drjúgan skild-
ing. En ekki var alltaf hlýlegt að
liggja úti um nætur og bíða eftir
því að lágfóta kæmi niður að
sjónum í ætisleit.
Á sandinum í Hornvík voru
gömul skipsflök. Þar höfðu
skytturnar stundum bækistöð
sína og litu eftir ferðum rebba,
einnig voru grafin byrgi í sand-
inn.
Þannig voru athafnir út-
strandabúans í samræmi við þau
skilyrði sem byggð hans bauð og
tókst honum í flestum tilfellum
að skapa sér lífsánægju ekki
minni en aðrir nutu þar sem þó
sýndust fleiri leiðir til jafnaðar.
Þessir fábrotnu lífshættir lutu
lögmáli hægfara þróunar frá
áraskipi til vélbáta, frátorfbæj-
um til smáhúsa úr timbri eða
múrsteini, frá ruðningum af
verstu torfærum landleiða til
skipulagðra ferða frá ísafirði til
Aðalvíkur Hesteyrar og austur
stranda. Fólkinu fannst hagur
sinn fara batnandi og kveið ekki
komandi dögum.
En svo rann upp hin stóra stund
— þáttaskil í lífi þjóðarinnar —
Island var í hers höndum. — Ekki
einungis að sest væri um þéttbýl-
ustu byggðir, heldur príluðu er-
lendir menn, gráir fyrir járnum,
upp á hæstu núpa á útskögum öll-
um.
I kjölf ar þessra aðgerða verður
svo breyting á athöfnum
vinnandi manna, þær færast yf ir
á annað svið. Bændur á harðinda
kotum pakka niður dóti sínu,
axla poka sinn og fá vinnu við að
reisa hernaðarmannvirki. Ný og
áður óþekkt lífsmynd blasir við.
Hin f jarlæga sögn um víghreiður
og manndráp sem arðbæra iðju
færist upp að ströndum landsins
og innyf ir það. — Og gullið f læð-
ir. — útstrandabúinn hefur nú
handa á milli meiri peninga en
hann hefur áður dreymt um að
yrðu í hans vörslu. Tækifærin til
þess að veita sér þau þægindi og
lifsmunað sem fjáraflinn gerir
kleift, eru fá þarna norður frá.
Nú sjá þeir sem ungir eru
veröldina f rá öðrum sjónarhól en
áður. Veröld handan við f jöll og
dali í borginni suður við flóann.
Þar sem öllum virðist gæfan föl
nærri höfuðstöðvum þess fram-
taks er svo óvænt gaf fólkinu gull
i mund.
Fornar venjur verða fánýtar,
einangrunin lamandi — erfið-
leikarnir yfirþyrmandi. Enginn
ungur maður eða kona getur
lengur hugsað til staðfestu á því-
líkum útkjálka. Eldra fólkið læt-
ur sér hægt. Það hefur ekki enn-
þá sætt sig við þá hugsun að alda-
arfur skuli aðengumetinn og sá
kostur sem feður þess og mæður
og það sjálft lét sér vel líka, sé
með öllu óviðunandi. — Því finnst
tæpast skil janlegt að aukin tækni,
meiri fjárafli og möguleikar til
bættra lífshátta orsaka það, að
byggðir, sem staðið haf a f raman
úr öldum og fóstrað kjarkmikið
dugnaðarfólk, séu nú dæmdar til
að falla í auðn.
Aldnir að árum standa síðustu
förumenn og konur á rústum
brostinna vona. Ef til vill er
þessu fólki sama hvar ógengin
spor liggja fyrst enginn vill eiga
framtíð i átthögunum.
Það hljómar enginn herlúður
lengur á núpum Strandaf jalla. Sá
lúður sem gaf fyrsta tóninn um
eyðingu byggðarinnar.
Gamlir menn þramma steypt-
ar stéttir í stórri borg. Þær eru
harðar undir fæti ekki síður en
grýttar götur á genginni leið.
Þeir eiga enga heimvon til yfir-
gefinna átthaga. En vera má, að
einhverjum ríkilátum höfðingja
finnist fyrr en varir þröngt um
hendur eins og Geirmundi heljar-
skinn forðum og bregði þá á hið
sama ráð, að auka umsvif sín
með landnámi í auðri byggð —
eða — eigum við ef til vill að gefa
útskaga þennan ,,Ólaf i digra” og
hljóta vináttu hans að launum?
HIí¥>ID
37