Heimilistíminn - 14.04.1977, Qupperneq 8
Þær brosa breitt á þessari mynd flugkonurnar hans Amins og reyndar lfka
kennarar þeirra. Hins vegar fara sögur af þvi að þjálfunin sjálf sé ekk-
ert til að brosa yfir.
Amin vill koma
sér upp
kvennaflugsveit
Amin Ugandaforseti virð-
ist kæra sig kollóttan, þótt
hver lýsingin annarri ófeg-
urri sé gefin á blóðþorsta
hans og grimmd. Hvað sem
tautar og raular heldur
hann sinu striki og nú hefur
hann enn einu sinni vakið
athygli umheimsins fyrir þá
ákvörðun sina að koma sér
upp sérstakri kvennaflug-
sveit.
Og Amin lætur ekki sitja
við orðin tóm. Hann valdi i
skyndi nokkrar stúlkur af
ættflokki sinum og skipaði
þeim til Skotlands, þar sem
afskekktur flugvöllur hafði
fengizt til kennslunnar.
Engin stúlknanna hafði séð
flugvél áður og fæstar
þeirra kunnu á reiðhjóli.
— Þið verðið fram-
varðarsveit min gegn
óvinunum, sagði Amin við
stúlkurnar. Og hann sagði
þeim, að flugvélarnar sem
þær fengju yrðu hvorki
meira né minna en rúss-
neskar MIG-herþotur. —
Þið munuð þjóta um loftin
blá i minu nafni, sagði for-
setinn, og stinga óvininn.
En það dugar skammt
nafn Amins, þegar i loftið er
komið, þvi þjálfun stúlkn-
anna gengur brösulega og
hvað eftir annað hefur legið
við stórslysum, sem brezk
blöð gerðu sér mikinn mat
úr, þegar upp komst um
flugskóla Amins i Skotlandi.
En Amin er hvergi hrædd-
ur, þótt stúlkurnar og þjálf-
arar þeirra séu það. — Hug-
ur minn gefur ykkur vængi,
segir hann. Það er svo ann-
að mál, að til þessa hafa
þeir vængir dugað litið og
flugvélarnar einhvern veg-
inn heldur viljað búa að sin-
um eigin — og ennþá gengur
allt á afturfótunum.
Gauti Hannesson:
F öndurhornið
Þessi hnútur er oft not-
aður sem gestaþraut, þvi
hann er nokkuð erfiður fyrir
þá, sem ekki þekkja til
hans, en þrautin er að setja
kubbana sex saman i lás.
Myndin sýnir kubbana i
réttri stærð. Þeir þurfa að
vera vel heflaðir og slipaðir
og hafa nákvæmlega þap
mál, sem upp eru gefin, en
það eru millimetrar, sem
hér eru notaðir. Kubbarnir
eru t.d. 17 mm á breidd og
þykkt, en 100 mm á lengd
(eða 10 sentimetrar).
Að frágangi loknum er
rétt að lakka yfir með glæru
leifturlakki, svo sem þrisv-
ar sinnum.