Heimilistíminn - 14.04.1977, Page 26

Heimilistíminn - 14.04.1977, Page 26
Þj óðarstoltið réði því að ekki var gefizt upp, þegar á móti blés — Viö hittumst á fótboitaleik fyrirnærri fjórum árum, 1973, og fórum aötaia um, aö gaman væri aö reyna aö flytja islenzkar vörur til Kanada. Þetta var lciöinlegur leikur, svo viö höföum nógan tima til aö tala um innflutninginn, sögöu þeir féiagar Birgir Brynjóifsson og Jóhann Sigurös- son, sem ná hafa opnaö verziun i Winnipeg. Verzlunina kalla þeir Icelandia, og hún er viö Osborne stræti nr. 100. — 1 ársbyrjun 1974 stofnuöum viö svo Icelandic Trading Co., sem varð upphafiö aö samstarfi okkar og verzlun meö islenzkar vörur. t ágústþaö sama ár tókum viö þátt i hátiöarhöldunum á Gimli, tslendingadeginum. Þá er efnt til skrúögöngu. t henni eru skreyttir vagnar ýmissa fyrir- tækja og félaga. Viö vorum meö vagn fullan af islenzkum vörum. Þaö var 35 stiga hiti, en hann virt- ist siöur en svo hafa slæm áhrif á fólkiö, þvi þaö keypti ósköpin öll af ullarvörum, keramik-vörum, haröfiski og bókum. Viö vorum rétt eins og farandsalar. — Sama ár gáfum viö svo út póstli^ta, sem viö köllum A Taste of Iceland. Þaö kenndi margra grasa i þessum pöntunarlista okkar. Viö buöum upp á töluvert úrvalaf ullarvörum, sem þá voru mest frá Hildu á tslandi, en nokk- uö frá Alafossi. Viö seldum einnig keramik og bækur, en þar aö auki gat fólk pantaö mat: hangikjöt, skyr, rúllupylsu, lifrarpylsu og haröfisk. Þessi matur var fram- leiddur hér i Kanada, aö undan- skildum haröfiskinum, sem var frá tslandi. t listanum var lika auglýst súkkulaöi frá Lindu á Akureyri. Viösendum úteina 7000 lista, og vörurnar fóru viöa. Syöst fóru vörur frá okkur til New Mexikó, og nyrst noröur i Kanada voru þær ltka sendar. Viö sendum út annan póstlista árið 1975. Þá dundi yfir póstverkfall, sem setti allt úr skoröum. Til þess aö koma einhverju frá okkur, fórum viö meö þaö suöur yfir landamærin til Bandarikjanna, og stóöum svo á pósthúsinu i Emmerson i North Dakota og sleiktum frimerki. Þaö var heldur erfitt. ■ — Ariö 1975 stækkuöum viö enn viö okkur og færöum út kviarnar og tókum aö fást viö heildsölu á islenzkum ullarvörum. Viö tókum aö selja islenzkar ullarvörur ein- göngu frá Alafossi, enda erum viö umboðsmenn þeirra i Kanada, i Hudson Bay verzlanir I Edmont- on og Winnipeg. 1 fyrra, voru svo vörurnar komnar I allar helztu Hudson Bay verzlanir allt frá Atlantshafsströnd til Kyrrahafs. Verzlanirnar eru 42 talsins, en auk þess höfum viö selt Alafoss- vörurnar i þrjár aðrar verzlanir. Þegar hér er komið sögu, vikj- um við aftur aö Icelandia, nýju verzluninni, sem þeir Birgir og Jóhann opnuöu laugardaginn 12. marz. Verzlunin er, eins og áöur segir, í húsinu nr .100 viö Osborne stræti i Winnipeg. Viö Osborne- stræti er nokkuö af verzlunum, og eruþær flestar smáar og sérstæö- ar, ólikar hinum geysistóru vöru- húsum, sem annars ber mest á. Það er óvenjulegur blær yfir þessum verzlunum, flestum hverjum. Húsiö nr. 100 viö Osborne stræti var til skamms tima fjölbýlishús. A fyrstu hæð hússins var þó banki, og eitthvað af verzlunum. Svo geröist þaö, aö lögfræöingur nokkur og félagar hans keyptu húsiö, og ákváöu aö breyta þvi i verzlunarhús meö mörgum smá- um og sérkennilegum verzlunum. Húsiö er hlaöiö úr múrsteini, og fær hann aö njóta sin til fulls i innréttingum verzlananna. 1 miöju húsinu er garður og i hon um tré, sem flutt er aila leiö frá Kaliforniu. Á jarðhæðinni er með- al annars listaverkasalur og ágætis veitingastaöur, og er hann svo vinsæll, aö þaö þarf aö panta borö á laugardagskvöldi meö tveggja til þriggja vikna fyrir- vara. Verzlanir eru einnig á jarö- hæöinni auk veitingastaöarins, en alls veröa 14 verzlanir i húsinu, þegar það hefur allt veriö tekiö i notkun. A annarri hæö er einnig veitingastaöur, eöa kaffistofa, sem nefnist Svölurnar. Veitinga- stofa þessi er i norskum stil, en þar er hægt aö fá dálitiö, sem Vestur-lslendingar kunna vel aö meta, en þaö er vinarterta og brauö meö rúllupylsu. Við hoföum tál áf stulkunni, er bakar vinartertuna, og spuröum hana, hvernig stæöi á þvi, aö hún bakaði þessa islenzku tertu. Hún sagði okkur, aö fyrir jólin I vetur heföi faðirhennar allt I einu fariö að tala um, hvaö sig langaöi mik- iöi vinartertu, en hana haföi hann oftbragðaö, þegardóttirhans var litil stúlka, þvi vinkona hennar var islenzk, og gæddi þeim á vinartertu viö hátiöleg tækifæri. Stúlkan sagöist þvi hafa ákveöiö aö baka vinartertu og gefa fööur sinum i jólagjöf. Hún fann upp- skrift aö vfnartertu, sem móðir hennar haföi klippt út úr blaöi fyrir mörgum árum, og bakaöi tertuna. Þegar hún svo fór aö vinna á Svölunum barst i tal, að hún væri dugleg að baka, og hún bauðst til þess að baka vinartertu fyrir veitingastaöinn. Var það vel þegið og á áreiðanlega eftir aö draga margan Vestur-Islending- inn aö, þegar hann hefur lokiö viö aö gera innkaup sin hjá þeim Birgi og Jóhanni i Icelandia. — Draumur okkar var alltaf aö eignast okkareigin verzlun, héldu þeir félagar áfram, — þar sem hér i Winnipeg hefur ekki verið Is- lenzk verzlun um áraraöir. Nú hefur þessi draumur félag- anna rætzt, og þaö með miklum sóma. Verzlunin er ekki stór, en hún er óvenjulega skemmtileg. Innréttingar eru allar úr ljósum viði, sem fer vel viö múrsteins- veggina og islenzku ullina, keramikvörurnar og silfurskart-

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.