Heimilistíminn - 14.04.1977, Blaðsíða 27

Heimilistíminn - 14.04.1977, Blaðsíða 27
Birgir hans. og Sylvia kona hans (t.h.) og Jóhann Sigurðsson og Elaine kona gripina, sem þarna eru á boðstól- um. Tveir Vestur-Islendingar, GIsli Sigfússon, ættaður frá Ash- em,og Karvel Karvelsson frá Ar- borg smiðuðu innréttingarnar og hafa gert það af mikilli snilld. I verzluninni er mikiö og marg- breytilegtúrval af ullarvörum frá Alafossi. — Allt frá vettlingum I kjóla, sagöi Birgir. Svo eru þarna skartgripir frá listamönnunum Jens Guðjónssyni og Bjarna og Þórarni. Keramik er bæði frá Glit og Funa, og útskornir munir eru eftir Asgeir Torfason og Friðrik Friðleifsson. Einnig er þarna nokkuð af öðrum minjagripum. — Við gerum ráð fyrir að verða einnig með hljómplötur á boðstól- um, en það er dálitiö erfitt að gera sér grein fyrir þvi, hvers konar plötur við ættum helzt aö hafa, og eftir hverju fólk mun helzt spyrja. Jóhann Sigurösson veröur verzlunarstjóri Icelandia, en hon- um til aðstoðar i verzluninni verður Asa Bessason. Þá má geta þess að umsjónarmaöur verslunarhússins er Mike Daniel- son, sem erfrá Lundar, svo þetta veröur mikið tslendingahús áður en lýkur. Jóhann og Birgir segja okkur, að ullarvörurnar komi frá Islandi flugleiðis, og sömuleiðis harö- fiskurinn, sem þeir hafa enn til sölu I Póstverzluninní, en verður llklega ekki I húsum hæfur I þess- ari fínu, nýju verzlun. Keramik- vörurnar koma hins vegar allar með skipum. Póstverzluninni munu þeirhalda áfram, og hyggj- ast gefa út nýjan lista á þessu ári, og þá I samræmi við það vöruúr- val, sem þeir koma til með að hafa á boðstólum í Icelandia. Heildverzlunin er líka rekin áfram af fullum krafti. En hverjir eru þeir félagar, Birgir og Jóhann? Birgi þekkja eflaust flestir enn á Islandi, þvi hann hefur aðeins veriö sjö ár I Kanada. — Landflótta Islending- ur, segir hann sjálfur hlæjandi. Hann er sonur Brynjólfs heitins Jóhannessonar leikara, og Guð- nýjar Helgadóttur, og lék sjálfur I Iöiió, áður en hann hélt úr landi. Hann er giftur vestur-Islenzkri konu Sylviu dóttur Jóns og Kristj- önu Kjartanson á Mikley. Birgir hefur starfað hjá Hudson Bay I rúm fimm ár. — En grinlaust þá kom ég hingað sumarið 1970. Ekki veit ég,hvortégætlaðiað verða hértil frambúðar, en flest hefu’- gengið mér i haginn, og eftir aðlögunar- tima, sem sumum reynist erfiður, þá er nú svo komið með mig, aö ég er orðinn nokkuð gróinn hér. Kanada hefur verið mér gott ekki siður en Island, og bæði eru löndin góð, hvort á sina visu. Ég er bundinn báðum sterkum böndum. Þaö eru hins vegar 17 ár frá þvi Jóhann fór frá Islandi. Hann er sonur Sigurðar Jóhannessonar og Hólmfriöar Jónsdóttur, sem bjuggu á Úlfsstöðum I Blönduhlið, en búa nú á Sauðárkróki. Endur fyrirlöngu, þegarhann var 19ára gamall, hafði hann ætlað sér til Oklahoma I Bandarikjunum, til þess að læra þar flugvirkjun. Áð- ur en þangað væri haldiö var meiningin, að hann kæmi við hjá skyldfólki sfnu i Kanada. En svo kom gengisfelling á Islandi, og hún breytti öllum framtiðará- formum Jóhanns. Kostnaðurinn við námið hækkaði óheyrilega á einni nóttu, en það er erfitt fyrir 19ára pilt, að sætta sig við, að all- ar áætlanir hans fari út um þúfur svo skyndilega. Endirinn varö þvi sá, að hann hélt af stað, þó ekki væri nema til að heimsækja frændfólkið. Og segja má, að heimsóknin ..afi orðið lengri, en i upphafi var búizt viö. Jóhann rak um tima þrjár hárgreiðslustofur i Winni- peg, sem hann átti sjálfur, en árið 1968 seldi hann tvær þeirra, og keypti í staðinn fjölbýiishús, sem hann leigir út. Svo giftist hann vestur-islenzkri stúlku, Elaine, sem er dóttir Margrétar Erikson fráSiglunesiogmannshennar dr. Schribner, sem er af enskum og sænskum ættum. Schribner er læknir á Gimli. Þau Jóhann og Elaine eiga 6 ára stelpu og 9 ár strák. Undir lokin víkjum viö aftur talinu að viðskiptalifinu hér i Winnipeg. — Okkur finnst dálitiö skemmtilegt að geta sagt frá þvi, að 14 af þeim 42 Hudson Bay verzlunum, sem selja islenzku vörurnar eru svokallaðar Norðurverzlanir. Þær eru lengst noröur f landi, allt norður i Inuik. Þaö eru liklega ekki seldar is- lenzkar vörur norðar en þar, þvi segja má, að sú verzlun sé norður á heimskauti. — Hvað var það, sem fékk ykk- ur til þess aö fara út I þessi við- skipti? — Metnaöur og löngun til þess aö sanna, að hægt væri að koma þessum vörum inn á markað hér. Okkur hefur langað til þess að sanna, aðþessarvörurgætu selzt, og það hefur tekizt. Alls staðar, þar sem islenzku ullarvörurnar eru seldar eru þær álitnar gæöa- vara, og seljast vel. Gróðavonin skemmdi svo ekki fyrir, en þegár á móti blés, var þaö metnaður okkar að láta þetta ganga. Það var þjóðarstoltið, sem réði þvi, aö við höfum ekki gefizt upp. —fb 27

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.