Heimilistíminn - 14.04.1977, Síða 28
Rikasta kona heims biöur nú dauöans I
eymd og volæöi. Barbara Hutton, 64 ára
hefur sföasta áriö haldiö kyrru fyrir á
Hóteli i Beverly Hills í Los Angeles og nú
bendir allt til þess aö hún beri þar beinin
áöur en langt um liöur.
Aöeins einn maöur fær aö umgangast
hana og þaö er læknirinn Colin Fraser,
sem hefur búiö meö henni siöustu 18 árin,
án þess þó aö veröa löglega hennar átt-
undi eiginmaöur. Barbara setur allt sitt
traust á Fraser og þó hana munaöi ekki
mikiö um aö kaupa sér þjónustu sérfræö-
inga, kemst ekkert slikt aö i hennar huga.
Hún vill heldur ekki vináttu neins.
Dögunum eyöir hún I rúminu, eöa I
hjólastól, les leynilögreglusögur og þjór-
ar. Áfengiö er þaö eina sem hún vill til aö
lina kvalirnar. Og af þvi drekkur hún
meira og meira. Fraser, sem er 48 ára er
sagöur gera allt sem hann má til aö létta
henni lifiö, en eitt af þvi fáa sem hann fær
er aö smakka á öllum drykkjunum fyrir
hana, þvi aö mitt Ibiöinni eftir dauöanum,
erhún sjúklega hrædd um aö einhver vilji
eitra fyrir hana og flýta þannig fyrir
endalokunum.
Þannig liöur timinn hjá þessari konu
sem fyrrum var umtöluö fyrir glæsileik
og lifsþorsta. Hennar siöasta ósk, ef svo
má segja, var aö dvelja veturinn i húsi
sinu I útjaöri höfuöborgar Marokkó,
Tanger. En þvi miöur haföi hún aldrei
heilsu til þess feröalags. Og nú biöur hún
þess eins aö leggja upp i siðustu feröina,
þá ferö sem enginn kemst hjá aö takast á
hendur.
Þessi mynd var tekin á sl.
hausti í eitt af síðustu skipt-
unum, sem Barbara Hutton
yfirgaf ,, biðsal dauðans".
Þá var hún svo máttfarin að
það varð að bera hana út í
bílinn.
28
dauðans
Ríkasta kona
heims þjónar
1 biðsal