Heimilistíminn - 14.04.1977, Síða 34

Heimilistíminn - 14.04.1977, Síða 34
yður í lestinni/ er ég stuðningsmaður Woolf s og auk þess hef ég ekki atkvæðisrétt hérna. — Lofaðu mér þá að vera hreinskilinn og viðurkenna að ég sé að sóa tíma mínum. En þér hljótið að geta viðurkennt, að það getur verið nota- legt að sóa tíma sínum. — Stundum, viðurkenndi hún. Hár hans lýsti í morgunskímunni og bláu augun glitruðu. — Skrýtið að við skulum bæði búa á þessu hóteli. Ég býst ekki við að Woolf geri það? — Nei, hann býr á „ Einhyrningnum". — Rétt. Það mundi ekki sæma að búa á sama hóteli og svona aðlaðandi einkaritari. Hún roðnaði og það kom glampi í brúnu augun. — Mér geðjast ekki að þessari athugasemd. — Leitt. En röddin bar þess ekki vott, að honum þætti það leitt. — Er það yðar mál, hvar Woolf kýs að búa? spurði hún kuldalega. — Alls ekki, viðurkenndi hann fúslega. — En ég hef alltaf áhuga á ástæðum fólks. Annars eruð þér ákaflega traust gagnvart vinnuveitanda yðar, ég hef tekið eftir. Sjálf um f innst mér hann ekkert sér- stakur, en hann nýtur góðs af auðæfum og mennt- un. Það hlýtur að vera notalegt að geta tekið þátt í samkvæmislífi fína fólksins og drekka kampavín fram undir morgun. Sáuð þér annars myndina af honum í héraðsblaðinu í morgun? Hann var með blaðið samanbrofið á hnénu, og nú opnaði hann það og rétti henni. Mynd af David og fleiri, tekin á dansleiknum kvöldið áður, blasti við henni. Allir lyftu.kampavínsglösum að Pearl, sem var miðpunktur hópsins. — ihaldsframbjóðandinn okkar skemmtir sér, var fyrirsögnin en við hliðina var mynd af börnum námuverkamanna, mögrum og illa klæddum, að leik í þröngri götu. — Börn kjósenda okkar skemmta sér, stóð yfir þeirri mynd. Andstæðan milli myndanna var mjög áberandi. — Mjög haglega gerður áróður fyrir yður, Free- man, sagði Mary um leið og hún rétti honum blaðið aftur. — Ég býst við að blaðaf ulltrúi yðar haf i útbú- ið þetta? — Gæti verið. Hann yppti öxlum,— Það fer ekki margt fram hjá Wilfred Herron. Hún þagði og hellti aftur kaffi í bollann sinn. Skyndilega varð hún hrædd. Hafði hann séð, að Davíð sat undir stýri, en.ekki hún? En hvers vegna hafði hann þá ekki sagt það strax? — Kemur hann, sagði Freeman. — Einmitt þegar við erum að tala um hann. — Haf ið þér nokkuð á móti því að hann setjist hérna og fái sér kaffi með okkur? — Auðvitað ekki, svaraði hún, en hana langaði ekkert til að tala við Herron. Judson veifaði til hans og benti honum að koma. — Góðan daginn, sagði Herron við Mary. — En þetta er eiginlega i annað sinn sem við hittumst á þessum morgni, ekki satt? — Segið mér ekki að þið hafið hitzt í biðröðinni við baðherbergið, gði Freeman og hló við. — Nei, alls ekki. Hefur unqfrú Stone ekki sagt, 34 þér það? Éq rakst á þau Woolf á þjóðveginum um 3 leytið í morgun og gat gert þeim svolítinn greiða. Ég ók manni á sjúkrahús, sem orðið hafði fyrir bílnum þeirra. Ég vona, bætti hann við, — að þetta hafi ekki verið neitt alvarlegt? — Ég.... ég held ekki, svarði hún. — Að minnsta kosti taldi læknirinn það ekki i nótt. — Þá skulum við vona, að svo sé ekki.... yðar vegna. — Hvað er um að ræða? spurði Judson Freeman. — Ég var að aka Woolf heim. Mary reyndi að gera rödd sína mynduga. — Ég er hrædd um að ég hafi ekki séð manninn á hjólinu. Ég ók ekki yfir hann, en hjólið hlýtur að hafa rekizt i stuðarann. Hann féll af hjólinu og rotaðist. — Það var leitt, sagði Judson, og samúð hans var engin uppgerð.— En auðvitaðer ekki hægtað ásaka yður fyrir þetta. — Nei, viðurkenndi Herron. — En eins og ég sagði i nótt, var það afar heppilegt fyrir Woolf, að hún skyldi vera undir stýri. Hefði það til dæmis verið hann sjálfur, hefðu afleiðingarnar getað orðið óþægilegar. Þú veizt hvernig þessir námuverka- menn eru. Einu sinni grýttu þeir fólk í Rolls-Royce vegna þess að bílstjórinn ók yfir barn. — Ég skil, sagði Judson hægt. Mary f ann að hann horfði á hana. Augnaráðið var rannsakandi, jafnvel ónotalegt. Hún ýtti stólnum frá borðinu og stóð upp. — Ég fylgi yður til dyra. Judon stóð líka upp. — Mér þykir þetta leitt með óhappið, sagði hann lágri röddu um leið og þau gengu yf ir gólf ið. — Ef ég get hjálpað yður á einhvern hátt þá látið mig vita. Viljið þér gera það? Þau stóðu í dyragættinni. — Þakka yður fyrir, sagði hún. — Það er fallegt af yður. — Eigið þér aldrei frí? spurði hann. — Ég viðurkenni, að ég á erfitt með að taka mér frí um þessarmundir en mértekststundum að stela mér einum eða tveimur tímum síðdegis eða að kvöld- lagi. Myndirðu vilja koma með mér í ökuferð út í sveitina og borða einhvers staðar. Það er mjög fallegt hérna í kring. — Það vil ég gjarnan, sagði hún. — En svo virðist sem Woolf þurfi mikið á mér að halda þessa dagana. Það er erf itt að segja hvenær ég get fengið f rí. — Jæja, en ef þér tekst það, sagði hann og svo virtist, sem hann hefði mjög á móti því að lofa henni að fara.— Ég á að tala á f undi í verkamanna- hverfinu klukkan 5 í dag. Langar þig til að koma og hlusta: Veiztu, að mig langar mjög til að snúa þér í trúnni. — Ég skal reyna að koma, lofaði hún. Hún yfirgaf hann og hljóp upp í herbergi sitt um leið og hún reyndi að komast að niðurstöðu um álit sitt á honum. Framkoma hans var óað- finnanleg og munnurinn var fyrir neðan nefið, en henni gat ekki annað en geðjasi að íiúmUítí. Ég vildi óska að hann væri ekki andstæðingur Davids, hugsaði hún. David birtist um teleytið. Hann var fölur og virt- ist i uppnámi. — Veslings maðurinn á sjúkrahúsinu

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.