Heimilistíminn - 22.02.1979, Qupperneq 7
Margar voru spurningarnar, sem hún
þurfti aðsvara, áður en til skarar var lát-
ið skriða. Svo fékk hún róandi sprautu.
Nákvæmlega 30 minUtum si"ðar lá Eva á
skurðarborðinu.
Dregnar voru hárfinar linur á andlit
hennar, en siðan átti að skera eftir þeim
bæði fyrir framan og aftan eyrun. Næst
fékk hún staðdeyfingu — stórar sprautur
vorureknar inn i holdið i kringum vinstra
eyrað.
Eva: — Auðvitað fann ég til þegar
stungið var i mig. Fyrst var skorið rétt
fyrir aftan eyrnasnepilinn.
— Ég var bæði æstoghrædd vegna þess
að ég vissi ekki hver árangurinn myndi
verða af þessari aðgerð, og hvort óska-
draumur minn myndi rætast.
Húðin var losuð frá vöðvunum, sem
undir liggja. Æðum var lokað og strekkt
var á húðinni. Svo voru skornir burtu
hlutar, sem höfðu orðið til þess að andlitiö
virtist hrukkótt og óásjálegt.
Að lokum var svo komið að hinum fin-
asta saumaskap. örsmá spor voru tekin
fyrir framan og aftan eyrun. Svo var
byrjað hinum megin, og farið alveg eins
að.
Eftir tveggja tima aðgerð....
— Hvernig leið þér þá Eva?
— Eins kjánalegt og það kann að virð-
ast, þá bað ég einhvern að rétta mérlitla
spegilinn minn úr töskunni. 1 speglinum
sá ég aðeins umbúðir og aftur umbúðir.
En þegar saumarnir höfðu verið teknir og
marblettir voru horfnir fór ég og keypti
mér snyrtivörur, kinnalit og sitthvað
fleira, sem ég haföi aldrei þorað að nota
áður.
En áhyggjur Evu hefðu rétt eins getað
falizt í litilli vör,tu....
...vörtuna má mjög auðveldlega brenna
eða frysta af.
Svo hefði hún getað haft áhyggjur út af
ljótri húð. Húðin hefði ef til vill borið
merki þess, að á unga aldri hefði hún ekki
geta staöiztfreistinguna að rifa ofan af og
kreista bólur eða filapennsla, og siöan
hefði komizt illt i allt saman. Með þvi aö
slipa húðina getur hún orðið slétt og falleg
á ný.
Undirhaka er lika leiðinleg. Hana er
hægt að f jarlægja með þverskurði á háls-
inum og með þvi aö taka burtu fituvefi,
sem þar hafa safnazt fyrir.
Hægt er að láta hrukkur i kring um
munninn hverfa. bá er skorinn af hluti
húðar við eyrun, húðin teygð aftur og svo
er allt saumað fast með litlum og finum
sporum.
Þá etu það pokar undir augunum og
þung og þykk augnalok. Til þess aö hvort
tveggja hverfi þarf að gera smá skurðað-
gerð og sauma svolitið á eftir.
Övenjulega langa höku má stytta, og
einnig er hægt að lagfæra hvort sem er
yfirbit eða undirbit. Einnig getur þurft að
stytta eða lengja neöri kjálkann til þess að
fólk fái það útlit, sem það óskar eftir, en
til þess að það ségert verður að hafa sam-
ráð við tannlækni.
Ef ennið er orðið hrukkótt og óslétt get-
ur þurft að skera ákveðna vöðva, en þetta
á að vera hægt að lagfæra. Einnig er hægt
að laga útstandandi eyru, en bezt er að
gera það strax i bernsku. Skurðlæknar
geta þó náð mjög góðum árangri á full-
orðnu fólki, með þvi að fjarlægja svolitið
brjósk.
Flestir hafa áhyggjur af þvi, hvernig
nefið á þeim litur út, og minnimáttar-
kenndina má oft á tfðum rekja til nefsins.
Þar er hægt að fá hjálp skurðlæknisins
svo um munar, en hann getur þurft að
lagfæra mjög verulega byggingu nefsins
meö þvi að skera og höggva rétt eins og
væri hann myndhöggvari.
Slikar aðgerðir eru framkvæmdar inn-
an frá að mestu. Þess vegna sjást heldur
engin ör eftir þær. Skurðlæknirinn getur
þurft að taka i' burtu brjósk og nefbein að
hluta öl, allt eftir þvi hvers konar nefs
fólk óskar sér. Einnig getur hann þurft að
fá að láni beinflisar einhvers staðar ann-
ars staðarúrlikamanum, ef bæta þarf við
nefið. Allt er þetta gert á meðan sjúkling-
urinn er staðdeyfður, svo sársaukinn á
ekki að verða neinn.
Fegrunarlæknar fara ekki einungis
höndum um andlit fólks. Margar konur
hafa miklar áhyggjur út af brjóstum sin-
um. Sumar þeirra eru með of stór brjóst,
en aðrar meðof litil brjóst, eða þá brjóstin
eru allt of slöpp. A hverju ári eru fram-
kvæmdar um 400 brjóstaaðgerðir i Svi-
þjóð.
Og skurðlæknarnir geta gert sitthvaö
fleira en þetta. Margir þjást af óeölilega
mikilli svitaútgufun I handarkrikum. Þaö
má laga með þvi að taka burtu svitakirtl-
ana. Þá eru það magarnir, sem lafa niður
á læri. Þeir koma oft eftir aö fólk hefur
lagt af einhver reiðinnar ósköp á stuttum
tima. Það er nokkuö auðvelt að taka
stykki af magahúðinni og láta magapok-
ana hverfa. Sumir hafa látið tatovera á
sig myndir, sem þeir siðan geta ekki
afborið að ganga meö, það sem eftir er
ævinnar. Þessar myndir er hægt að skera
i burtu.
þfb
m hálfa milljón í Svíþjóð
7