Heimilistíminn - 22.02.1979, Page 9

Heimilistíminn - 22.02.1979, Page 9
haft fremur litinn tima til aö sinna hinum margþættu störfum, er honum voru falin, meöan hann var ritari landsnefndarinnar. En aö störfum hennar loknum, fóru nefndarmenn til Kaupmannahafnar, en Eyjólfur varö eftir á Islandi. 21. mai 1772 fékk Eyjólfur nýtt erindisbréf, og var þaö svipaö fyrra bréfinu, en honum var i þvi faliö aö skrifast á viö stjörnukennara há- skólans i Kaupmannahöfn, og visindafé- lagiö danska, og fara siöan eftir athuga- semdum þeirrai'einuogöllu, hvaö athug- anir snerti. Hann átti lika aö senda af- skrift af geröabókum sinum til visindafé- lagsins ogsýna stiftamtmanni þær árlega á alþingi. Stjórnin I Kaupmannahöfn haföi I hyggju um tima, aöbyggja athugunarstöö á Staöastaö á ölduhrygg. En úr þeim framkvæmdum varöþó ekki. Thodal stift- amtmaöur ritaöi dönsku stjórninni 6. mal 1773, og getur þess, aö Eyjólfur sé oftast veikur. Hann stingur upp á þvi, aö stjörnuathugunarstööin veröi sett I kirkjuturninn á Bessastööum, en þá var i ráöiaö byggja þar kirkju úr steini. En viö athugun stjórnarinnar kom i ljós, að sú framkvæmd var alltof dýr, og af þeim sökum var horfið frá þvi ráöi. Varö nú horfiö aö þvi, aö Eyjólfi Jóns- syni var fenginn bústaöur á Lambhúsum á Alftanesi, og fékk hann loforð fyrir hækkuöum launum sem stjörnumeistari konungs á íslandi. En hann naut hennar ekki, þvi hann varoröinnheilsulaus, og dó árið 1775. 3. Allar framkvæmdir stjórnarinnar dönsku um stjörnuathuganastöö, uröu seinvirkar og drógust á langinn eins og varö um fleiri framfaramál er i hennar höndum voru snertandi ísland. En þrátt fyrir allt, vildu visindamenn I Kaupmannahöfn ekki láta þar staöar numið. Þeir héldu áfram aö vinna aö mál- inu. Horrebow kennari i stjörnufræöi viö háskólann i Kaupmannahöfn ritaði stjórnarráöinu 4. mal 1776 og stingur upp á þvi, aö Islenzkum stúdent, aö nafni Eyjólfur Jónsson, er var útlæröur úrsmiö- ur I Kaupmannahöfn, veröi veitt laun þau, er Eyjólfur Jónsson haföi, sem styrkur tií þess aö nema stæröfræöi og æfa sig i Stjörnuathugunum. Meö þvi átti hann aö undirbúa sig til aö taka aö sér stjörnu- meistarastarfiö i Lambhúsum. Stjórnin fellst á þessa tillögu, og varö Eyjólfi Moh veitt þessi upphæö, þaö eru laun nafna hans, ieittár. En svo fóru leik- ar, aö Eyjólfur Moh missti allan áhuga á þessu starfi og námi, og hætti þvi, van- rækti þaö á allan hátt jafnt I þvi aö sækja fyrirlestra i Slvalaturni og æfingar i stjörnuathugunum, þrátt fyrir itrekaöar áminningar. Hann endurgreiddi styrkinn. Eyjólfur Jonsson Moh var stúdent. Hann var sonur Jóns silfursmiös og stúdents Vigfússonar I Arkvörn i Fljóts- hliö. Eyjólfur var móöurbróöir Lárusar stúdents Sigurðssonar frá Geitareyjum, er var aldavinur Jónasar skálds Hall- grimssonar og séra Tómasar Sæmunds- sonar á Breiðabólsstaö i Fljótshliö. Hann varö um skeiö skólahaldari i Sórey, en annars er litiö um hann vitaö og afdrif hans. En Horrebow lét ekki hér staöar numiö. Hann mælti meö dönskum manni til starfsins. Hann hét Rasmus Lievog, og var hann sendur til íslands áriö 1779. Horrebow segir svo um Rasmus Lievog, aö hann hafi tekið góöum framförum I stjörnufræöi og stæröfræöi, sé æföur I stjörnuathugunum, og kunni aö gera viö viökomandi verkfæri og tarfti. Rasmus Lievog fékk svipaö erindisbréf og Eyjólfur Jónsson haföi fengiö á slnum tima. Hann átti aö gera stjörnu- og veöur- athuganir og margvislegt fleira. launa- kjör hans voru fremur bág. Hann fékk 80 rikisdali I árslaun og ókeypis húsnæöi I Lambhúsum á Alftanesi. 4. Voriö 1779 fór Rasmus Lievog til Islands aö gegna embætti sinu. Hann varö vel reiöfara til landsins og hóf störf sin þegar i staö. En stjórnin I Kaupmannahöfn stóö fremur illa viö aö uppfylla þær þarfir, er nauðsynlegar voru til aö geta gegnt um- ræddum störfum I Lambhúsum. Arið 1781 var lokiö viöbyggingu Ibúöar- húss i Lambhúsum. Þaö samanstóö af stofu, svefiiherbergi, anddyri, eldhúsi og lofti, enfremur haföi þar veriö ræst fram mýri og hlaöinn túngarður kringum túniö. Þetta kostaöi 373 rikisdali, og þótti vfst stjórninni nóg um þann kostnaö og langt- um fremur þegar Thodal stiftamtmaöur ritaöi stjórninni, og taldi aö kosta þyrfti meiru tÚ, svo Lambhús kæmust i sæmi- legt lag, bæöi i húsbyggingum og ræktun. • En aðalatriöiö var óleyst, en þaö var bygging stjörnuathugunarturns. Thodal stiftamtmaður gerir ráö fyrir þvi i bréfi, aö hann muni ekki kosta minna en 150 rikisdali. Eftir þeirri áætlun mun varla hafa verið gert ráö fyrir stórum eöa veg- legum turni. Þaö er þvl auöséö af þessu, aö Lievog hefur ekki haft góö né glæsileg vinnuskil- yröi á Lambhúsum á þessum árum. Allt bendir til, aö eintómur undandráttur og vanræksla hafi veriö frá hendi dönsku stjórnarinnar, og jafnvel ráöleysis hafi gætt. Til dæmis kom þaö til mála um stund, aö þar yröi stofnsettur barnaskóli og reistur fyrir fé Thorkelisjóösins, og yröi þá Lievog geröur þar skólastjóri, og honum settur aðstoöarkennari, er jafn- framt yröi honum til aöstoöar viö athug- anir hans. En ekki varö úr þvi. Svo fóru þó leikar, aö Lievog fékk 20 rikisdala launahækkun, og geröur var fullnaöar úrskuröur af hendi stjórnarinn- ar I Kaupmannahöfn um byggingu stjörnuathugunarturns I Lambhúsum. Bugge prófessor i' Kaupmannahöfn geröi uppdrátt ogáttihannaö vera 8 álna breið- ur og 10 álna langur.A húsinu áttu aö vera tvær þverrifur meö hlemm yfir i þakinu, sem stjörnukikar áttu aö ganga út um. Til byggingarinnar voruveittir 400 rlkisdalir. 1 konungsbréfi frá 20. júni 1788 er þess getið, aö stjörnuturn i Vardöhus i Noregi, sé þá lagöur niður, og hefur Thomas Bugge prófessor i Kaupmannahöfn stungiö upp á, aö Rasmus Lievog, yröu veittir þeir 100 rikisdalir til launabótar, sem stjörnufræöingurinn i Vardö haföi haft. Einnig er getið isama bréfi, aö verk- færi séu fá á Lambhúsum og þau nærri ónýt, og stingur Bugge Prófessor upp á* þvi, að ný verkfæri séu keypt og gömlu verkfærin frá Vardö séu flutt til Lamb- húsa. En ekki varö úr þessum ráöagerðum, ogvaröástandiö litt breytt I Lambhúsum. 11. október 1791 kom Sveinn læknir Páls- son aö Lambhúsum, og getur hann þess I ferðabók sinni, aö Lievog kvarti mjög undan aö hafa ekki brúkanleg verkfæri til athugana sinna, og fái enga úrlausn, þó hann kvarti undan ástandinu árlega. 5. En þrátt fyrir öröugar kringumstæöur, geröi Rasmus Lievog margar athuganir i Lambhúsum. Athuganabók hans er varö- veitt frá árunum 1779 til 1794. Þar er ná- kvæm lýsing á verkfærum hans, og lýsir hann jafnframt aöferð sinni viö athugan- irnar Þar eru lika varöveittar athuganir á mörgum stjörnumælingum og veöurat- hugunum, er geröar voru daglega á árun- um 1779-1788. Veöurathuganir hans voru geröar daglega kl. 6 fyrir hádegi klukkan 12 á hádegi og klukkan 6 eftir hádegi og þar aö auki stundum á nóttunni. Ariö 1787 mældi Lievog Reykjavik og geröi uppdrátt af kaupstaönum, og er hann varðveittur og er hin merkasta heimild frá þessum merku timamótum i söguhans.Uppdrátturþessier nákvæmur og hefur mikla sögulega þýöingu. Kaup- staðurinn var þá aðeins húsrööin meö- framAöalstræti.þarsem verksm iö jurna r voru og nauösynlegustuhús þeirra, kaup- mannshúsogbúö. Þá voru verslunarhúsin komin þangað, en þau voru flutt úr örfirisey, en á eynni voru fjórir bæir: Heimabær, Hólshús, Steinhóll og Eyrar- hús, og tvö timburhús syöst. Reykjavikurskólinn fyrri stóö milli Hólakots og Melshúss, og tugthúsiö I brekkunni fyrir ofan lækinn, þaö er stjórnarráðiö, og þinghús litlu sunnar. Kirkjan stóð f gamla kirkjugaröinum viö Aöalstræti. Rasmus Lievog fór héöan alfarinn áriö 1805, og lagöist þá stofnunin á Lambhús- um niður fyrir ftillt og allt. 6. En þrátt fyrir þaösem rakiö hefur veriö hér um strandmælingar lslands, er hiö raunverulega upphaf þeirra áriö 1776. Þá var Hans Erik Minor veitt erindisbréf til 9

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.