Heimilistíminn - 22.02.1979, Síða 15

Heimilistíminn - 22.02.1979, Síða 15
Dan Bach 1 gróðurhúsi slnu. sem eru rétt aö byrja aö veröa til, og annars staöar eru stórir og stæöilegir karlar, sem muna lengri ævi. Lita- dýröin er ólýsanleg, gult, raut hvitt og allt þar á milli. Dan Bach gengur gjarnan meö gest- um um gróöurhúsin sln, og hann fylgist náiö með öllu, sem er aö gerast. A göngunni grípur hann gjarnan málarabursta og handfrjóvgar eitt- hvert blómið, um leiö og hann gengur hjá. Enga stund má missa i ræktun- inni. Dan segir, að allir kaktusarnir eigi aö blómgast. Þó er það stundum svo, aö ljótustu eða óáájálegustu plönturnar bera fallegust blómin. Vinir Dan Bachs hafa veriö óþreyt- andi i að hjálpa honum að fá fleiri og fleiri tegundir, upprunnar hér og þar um heiminn. Stundum er komiö meö fræ til hans frá Suður-Ameriku. Svo fær hann græölinga frá Mexico og meira aö segja stundum heila kaktusa utan af Tucson-eyðimörkinni. Það ætti ekki að vera langt aö sækja plönturnar þangaö. Þaö mun þó vera svo aö sums staðar i Bandarikjunum er bannað aö taka kaktusplöntur en þaö hefur veriö álitlegur atvinnuvegur aö stela og smygla kaktusum. öllu má nú stela og smygla! Eins og fyrr gat um var hænsnabúiö allra bezta gróörarstöö, þegar ákveðiö var að hefja þar kaktusrafektina. Þar var hægt aö hita upp, ef sólarhitinn brástog nóg var af hænsnaskit, sem er mesta ágæti við kaktusrækt. Úti undir vegg stendur gömul og veöur- barin steypuhrærivél. Hún hrærir ekki lengursaman sandi og sementi til hús- bygginga heldur blandar hún saman mold, sandi og áburöi og úr henni fær gróðrarstöðvareigandinn hæfilega eyöimerkurblöndu I gróöurhúsiö sitt. Úr þessari gróörarstöö eru sendir kaktusar til 12 heildsala viös vegar um Bandarikin, sem dreifa þeim svo til ó- teljandi smásöluaöila. Þei sem koma i gróörastööina standast yfirleitt ekki freistinguna aö fá meö sér kaktusa heim. Diane, kona Dans, er mikil listakona, og hún dund- ar viö þaö aö búa til litla kaktusgarða i ails konar leirpottum og skálum sem Indiánarnir þarna I nágrennin u fram- leiöa. Fátt er fallegra en nokkrir kaktusar saman I skál, sem er auk þess skemmtilega skreytt meö falleg- um steinum og fúakvistum og hverju þvl öðru, sem hægt ,er aö hugsa sér. Kaktusar eru nokkuð viöa ræktaöir hérá landi, en Aöalsteinn Slmonarson I Borgarfiröi mun einn þeirra, sem hvað meststundar þessa ræktun. Frá honum hafa komiö margir fallegir kaktusar, sem blómaunnendur hafa fallið fyrir I heimsókn I gróöurhús og blómabúðir hér á landi. Of litiö er þó gert af þvi I verzlunum hér, aö koma nokkrum kaktusum fyrir saman i skálum eða pottum, eins og hér hefur veriö minnzt áen vel kann aö vera aö slikt yröi öllum um megn aö kaupa, vegna þess, hvaö þaö yröi dýrt. En hver og einn getur raðað saman sinum kaktusum þegar heim er komiö, og flestir eiga einhverjar skálar eöa potta, og jafnvel fallega steina og lurka til aö skreyta þær meö. fb * 15

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.