Heimilistíminn - 22.02.1979, Page 23
—Eigum við að búa öll á sama hóteli? spurði
ég svolitið óviss.
Hann varð vandræðalegur og svaraði svo:
— öll nema hr. Jason. Hann býr alltaf um
borð i skipinu, á meðan hann er hér.
— Nú, jæja, sagði ég og roðnaði. Það var svo-
litið óþægilegt, að verða vör við það, að ein-
hverjir aðrir vissu, hvernig ástandið var milli
min og Jasons.
Nokkrum minútum siðar fylgdum við á eftir
hr. Smythe niður landgöngubrúna. A bryggj-
unni sátu þeir Paul og Ephraim i opnum vagni.
Þegar ég var komin að vagninum snéri ég mér
við og leit aftur til skipsins. Hvergi sást Jason.
Þegar við ókum af stað brosti Paul til min og
sagði:
—Jæja, þá erum við komin á leiðarenda. Það
er aldeilis spennandi, eða hvað finnst þér?
Hann snéri sér að Smythe — Var ekki San
Isidro samastaður sjóræningja hér fyrr á
arum?
— Jú, það er rétt. Fólk, sem gengur hér um
við ströndina rekst enn á minjar um sjóræn -
ingjana, gullpeninga og annað álika.
Við verðum að muna eftir þvi, Irene, sagði
Paul. — Við gætum orðið sæmilega rik áður en
við förum héðan aftur.
Ég endurgalt með þakklæti bros hans. Ferð-
in hefði orðið heldur tilbreytingarlaus, ef hann
hefði ekki verið með. Jason hafði alltaf verið
eitthvað annað að gera, og ef til vill hélt hann
sig af ásettu ráði f jarri okkur. Ég vissi það ekki
fyrir vist. Ephraim, sem kvartaði yfir gigtinni
og slæmsku I maganum, hafði að mestu haldið
sig I klefa sinum. Paul hafði hins vegar oft
gengið með mér um þilfarið, talað um Kara-
bisku éyjarnar og sögu þeirra og sagt frá þvi,
að hann ætlaði að heimsækja sjúkrahúsið á
eyjunni.
— Ég ætla að reyna að kynna mér svolitið
hitabeltissjúkdóma, hafði hann sagt. — Nú
þegar fastar ferðir eru komnar á milli'Sag
Harbor og Vestur-India veit maður ekki hvað
getur borizt heim til okkar.
Við ókum yfir stórt torg. Ephraim sat þögull
með hökuna djúpt niðri I hálsmálinu. Hann
snéri sér stundum við og horfði á ljósleit húsin,
sem við ókum fram hjá. Ef til vill dreymdi
hann um aðrar pálmavaxnar eyjar, um sól-
brúnar konur, ef til vill lét hann hugann reika
til ungdómsáranna, þegar hann sjálfur var á
ferð...Skyndilega benti Smythe á ljósgræna
byggingu. Fyrir ofan innganginn las ég
áletrunina „Fonsell & Haverly AB”. Það var
undarlegt að sjá þessi velþekktu nöfn þarna I
hitabeltinu.
Vagninn stöðvaðist fyrir framan hótelið. Það
var þriggja hæða bygging með svölum, sem
umgirtar voru svörtum smiðajárnsgrindum.
Paul fylgdi okkur Lizu upp i herbergið okkar og
okkur kom saman um að hittast eftir klukku-
tima og borða saman miðdegisverð.
Við drógum okkur i hlé nokkuð snemma um
kvöldið, vegna þess hve þreytt við vorum eftir
ferðina. Ég átti þvi erfitt með að sofna. Hitinn
var óþægilegur og fyrir utan gluggann minn
skein hitabeltistunglið, fagurt á að lita. Ég fór
fram úr og opnaði dyrnar út á svalirnar. Him-
ininn var fremur purpura rauður en dökkblár.
Niðri i hótelgarðinum óx pálmi og þar var
mikið af fallegum hvitum blómum. Orkideur
hugsaði ég með mér undrandi, hvitar orkideur.
Fugl söng i næturhúminu. Þetta var nótt sem
hefði átt að umljúka tvo elskendur.
Þessi hugsun, sem komið hafði fram i huga
mér, andstætt vilja minum gerði mig sorg-
mædda. Ég var tuttugu og þriggja ára — og
ein. Ef ég nú ekki skildi við Jason og færi að
leita að ævintýraprinsinum minum myndi ég
halda áfram að vera ein allt lifið. Hugsunin um
Lizu megnaði ekki einu sinni að gleðja mig á
þessu augnabliki. Fegurð næturinnar varð
stöðugt óbærilegri, og að lokum fór ég inn aftur
og lokaði á eftir mér. t fyrsta skipti i langan
tima grét ég mig í svefn.
Vikuna næstu á eftir var ég úti með Paul
hvern einasta dag. Við söfnuðum skeljum,
gengum um borgina og ókum upp i fjöllin og
svo fórum við að skoða gamalt virki þarna
skammt frá. Tvisvar sinnum þessa viku sá ég
Jason bregða fyrir. Hann var allt i einu orðinn
svo f jarlægur. Það var Paul, sem var með mér
þegar ég sá eitthvað nýtt, og við töluðum um
það sem við sáum, og hvað okkur fannst um
það. Hann var alltaf við hlið mér. Við höfðum
orðið hrifin af virkinu og þar sem ég gat skilið
Lizu eftir hjá konu hóteleigandans, sem var
einstaklega barngóð, gátum við farið hverja
ferðina af annarri tvö ein. Ephraim virtist vera
mjög ánægður með að fara bara i smágöngu-
ferðir einsamall, og vildi aldrei koma með
okkur. Á kvöldin var hann svo með Paul, sem
fylgdist vel með þvi, hve mikið hann drakk.
Stundum varð mér hugsað til þess hversu
sjaldan hann fékk tækifæri til þess að hitta son
sinn, ef hann þá hitti hann yfirleitt nokkuð.
Jason virtist hafa nóg að gera.
Mér leið alltaf betur og betur i návist Pauls.
23