Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 11
mónskunni á hönd i Danaveldi um og eftir 1850,og voru allir tengdir Vestmannaeyj- um. Guðmundur Guðmundsson gullsmiður kom til Vestmannaeyja 12. mai 1851. Hann fór til heimilis hjá Lofti Jónssyni sáttasemjara, meðhjálpara og þjóð- fundarmanni i Þórlaugargerði. Sennilegt er, að Loftur hafi þegar verið búinn að fá áhuga á mormónskunni, og þá frá kenn- ingum Þórarins Hafliðasonar. Annað kemur ekki til greina, þvi að öðrum kosti hefur hann ekki tekið Guðmundi gullsmið opnum örmum eins og hann geröi. Guðmundur Guömundsson þurfti ekki að ganga i vistir, þar sem hann hafði sveinspróf, sem jafngilti borgarabréfi, og var hann þvi'sjálfráður og voru i þvi fólg- in mikil mannréttindi. Hann gat jafn- framt stundað hvaða vinnu sem hann kaus, jafnt i iðn sinni og hverja aðra er bauðst. Hann hefur notfært sér þetta út i æsar meðan hann dvaldist hér á landi. Svo virðist af heimildum, að fyrirmönn- um i Vestmannaeyjum hafi oröið nokkuð hverft við komu Guðmundar gullsmiðs til Eyjanna Þeir vissu, að hann var þekktur fyrir gáfur, mælsku og skapfestu. Jafn- framt vissu þeir, að hann var kænn vel, og jók það á hættuna, að hann var umboðs- maður hreyfingar, sem var vel skipulögö og fylgdi vel fram ætlunum sinum og stefnu. Það varð lika brátt ljóst i raun hjá yfirvöldum Eyjanna, aö þau myndu eiga hér að glima viö harðsnúinn andstæöing. Þar varð brátt allt i uppnámi. Hræringar samtiðarinnar i félagslegum greinum höföu náð fótfestu við hið yzta haf. Séra Jón Austmann hóf bráðlega harð- ari áróöur gegn kenningum og villutrú Mormóna, eftir aö Guðmundur Guð- mundsson kom til Eyjanna. Meðan Þórarinn Hafliöason var einn um hituna, var friður og spekt i Vestmannaeyjum. áróöur hans var bundinn persónulegum samtölum, er fórufram i l^yrrð og án alls asa. En öðru máli gegndi um Guömund silfursmið. Hann var sannur trúboði. mælskur og framgjarn. Séra Jón Aust- mann stóð fremur höllum fæti i prests- stöðu sinni i Vestmannaeyjum i þennan tírria, var það sökum drykkjuskapar hans og stórlyndis. en jafnframt þótti kirkju- yfirvöldum landsins hann vera orðinn of gamall til að þjóna svo fjölinennu presta- kalli. er var bæði afskekkt og erfitt fyrir marga hluta sakir. Brátt varð allt með nyju svipmóti i Vestmannaeyjum eftir komu Guðmundar gullsmiðs. Yfirlysingar og margs konar bréfaskipti urðui brúki.oghefur margt af sliku varðveitzt og t il gagns viö ritun sög- unnar. Friðsamt og einangrað samfélag Vestmannaeyja var allt i einu orðið vett- vangur stórbrotinna átaka og atburða svipaðra og á meginlandi Norðurálfunnar i þennantima, þar sein byltingar og órói samtiðarinnar sagði mest til sin i felags- legum átökum stetta og olikra sértrúar- flokka. Brátt urðu til tiðinda atburðir. er voru einsdæmi i' islenzkri sögu. og vöktu umtal og athygli vitt um land. Nútiminn i hræringum sinum og boðskap var orðinn aö veruleika i Vestmannaeyjum. 3 Abel hinn danski syslumaður i Vest- mannaeyjum ritaði bréf 3. júni 1851 til stiftamtmannsins. Trampe greifa. er var nyseztur i embætti i hálf danska þorpinu viö Faxaflóa. Reykjavik. Syslumaðurinn er fullur ótta og sér i hillingum litilla gátta flest dökkt. Hann segir meðal ann- ars svo: ..Er leitt til þess að vita. að þessi kenning tósiður i bréfabókinn1 hefur grip ið um sig miklu fljótar en varöi. Þriðji maðurinn af þessum ftokki. sem ég benti á i bréfi minu hinu fyrra. sem sé gull- smiðarsveinn. Guðmundur Guðmunds- son. sem hingað kom 12. f.m. og þótt hann ekki. sakir fátæktar. hefði með sér trúar- greinar sinar þyddar á islenzku. þvi að þá hefði ég gjört ráðstafanir til þess að leggja hald á þær. — hefir hann starfað hér af kappi. og fengið góða áheyrn. — Af- leiðingin er sú, að tomthusmaður einn og kona hans voru endurskirð nóttina milli 26. og 27. f.m.. Fleiri. sem voru að búa sig undir aö endurskirast. voru vistödd at- höfnina. og meðal þeirra Loftur Jónsson meðhjálpari. sáttasemjari og alþingis- maður. og hefi ég og aðrir kjosendur hans tekið aftur kosning vora. en presturinn hefir ekki vikið honum ur meðhjalpara- stöðunni. og vil eg nu spyrja yður. há- velborinheit. hvort éga að vikja honum úr sattanefndinni og setja Sigurð bonda Torfason a Busstöðum i staðinn." Abel syslumaöur synir vel i þessu brefi. lne hann er litill lagamaður. enda bera heimildir það. aðsamtiðarmenn hans hafi alitiðað svohafiverið. t fyrsta lagi heldur han. að það sé i hans valdi að svipta rett- kjörinn þjóðfundarmann Vestmanney- inga umboði. En Loftur Jónsson sátta- semjari i Þórlaugargerði var kjörinn þjóðfundarmaður Vest manneyinga. ásamt Magnúsi Austmann. Einnig spyr hann stif tamtmann. aö þvi hvort hann eigi að vikja Lofti Jonssyni ur sáttasemjara- stöðunni þegar hann er orðinn mormöni. Abel syslumanni og Jóni presti Aust- manni átti að vera kunnugt. að trufrelsi var orðið i landinu framy fir það er akveð- ið var með reglugerð fra þvi um 1787. þar sem kaþolskum og gyðingartruarmönn- um var heimilaður nokkur réttur. Svo stoð nefnilega a i Vestmannaeyjum i þennan tima. að héraðslæknir Eyjanna var gyðingur og að trú. ritar séra Jón Austmann það hiklaust i sálnaregistur ey janna. Hérðslæknisembætti i Yestmannaeyj- um var .stofnað með konungsurskurði 6. juni 1827. Var ætlunin að þetta væri bráðabirgðaráðstöfun af sökum ginklofa- faraldurs er geisaði i Vestmannaeyjum og hafði hinar alvarlegustu afleiðingar. Fyrsti héraðslæknirinn var Carl Ferdin- and Lund, og var honum lofað betra emb- ætti i Danmörku að sex arum liðnum. og um leið y rði það tekið til athugunar. hvort astæða væri til þess að hafa afram lækni i Vestmannaeyjum. En Lund andaðist aður en þessi timi var liðinn. En fyrir akveðin tilmæli stjornvalda islenzkra akvað kon- ungur. með urskurði 1. júni 1832. að setja þar afram lækni til næstu sex ara og siðan aftur með urskurði 8. mai 1839. Hefúr læknir siðan setið i Vestmannaeyjum. Arið 1852. 30. juli. var Philip Theodor Davidsen skipaður heraðslæknir i Vest- mannaeyjum. Hann hafði verið aðstoðar- heraðslæknir i her Dana i Slesvikurstrið- inu fyrra 1819-1850. siðan var hann starf- andi læknir i Kaupmannahöfn 1851-1852. Hann var gyðingatruar. Hann do i Vest- mannaevjum 10. juní 1860. og hafði verið n

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.