Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 36

Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 36
Skermarnir geta verið ódýrir en þó eru þeir fallegir Þiö þurfið ekkert nema lampagrind/ svolítinn efnis- bút, nál og enda og nokkurra tíma vinnu, og þá eruö þið búin að fá svo dæmalaust falleg ný Ijós í íbúðina, eða herbergið allt eftir því hve mörg Ijós ykkur vantar. Ef þið viljið hafa jjósaskermana eitthvað f ínni, þá ættuð þið að fá ykkur kögur, perlur eða blúndur til að skreyta þá með. Fyrst veljið þið ykkur skermgrind af þeirri stærð, sem hæfir ykkur. Mælið þvi næst þvermál grindarinnar að neðan og klippið ferkantaðan cfnisbút, þar sem þvermál grindarinnar er jafnt kanti efnisins. Við þetta má svo bæta ofurlitlu, ef þið ætlið að falda efnið. Nú klippið þið upp i efnið éins og sýnt er hér á einni myndinni. Klippt er inn að miðju efnisins, og það svo lagt yfir skermgrindina. Þar með er kominn nýr skermur yfir ljósið. Þið getið svo faldað efnið, saumað á það blúndu eða kögur eða eitthvað annað. Hviti skermurinn yfir kaffiborðinu er aðeins faldaður, en neðan i grindina hefur verið saumað perlukögur. Það getur verið jafnfallegt að festa kögrið neðan i grindina sjálfa eins og að hafa það saumað fast við efnið. Röndótta efnið var sett yfir skerm, sem áður hafði verið klæddur ljósu efni, og þurfti þá ekki einu sinni að taka gamla efnið af. þar sem það geröi ekkert til, þótt það væri haft kyrrt und- ir þvi röndótta. Sumir vilja kannski ekki hafa efnis- bútinn kringlóttan. Þegar þessir einföldu lampaskerm- ar verða óhreinir eru þeir aðeins tekn- ir af og efnin þvegin, þurrkuð og straujuð, og svo er þeim skellt á aftur. Ef þið eruð búin að fá leið á þeim. er ekkert einfaldara en að kasta þeim og fá ykkur nýjan bút. Bútar eru oft á út- sölu i gluggatjaldaverzlunum. og einnig i vefnaðarvörubúðum. svo að tilkostnaðurinn getur sennilega tæpast orðið minni við nýjan skerm eða nýtt ljós. 36

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.