Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 13
Pppp-körmð Bonnie Tyler gengur i gallabuxum af þvi að hún er með ljóta fætur Bonnie Tyler er geysilega vinsæl um þessar mundir. Hás og sérkennileg rödd hennar dregur að sér athygli og ekki að ástæðulausu. Bonnie vakti fyrst á sér athygli með plötunni Lost In France og þá um alla Evrópu og ríú er hún orðin velmetin söngkona eftir aö hafa sent frá sér fleiri plötur m.a. meðlagi eins og It’s a Heartache og svo plötualbúmið The Hits Of Bonnie Tyler. 1 Danmörku seljast t.d. aðeins plötur einnar ann- arrar söngkonu Dolly Parton eins vel. Margir hafa likt rödd Bonnie við rödd Rod Stewarts en þaö er eins með hana og svo marga aðra: að enginn er spá- maður í sinu fóöurlandi. Bonnie Tyler er ekkert sérlega vinsæl i Englandi og þar hefur fólk meira aö segja ekki orðiö neitt sérlega hrifiö af laginu It's a Heartache. Hins vegar kunna menn vel að meta Bonnie i Þýzkalandi, Hol- landi, Belgiuog á Norðurlöndunum og t meira aö segja hér á Islandi. Margir segja að tittnefnt lag It’s a Heartache sé mjög likt lagi Stewarts Sailing og Stewart hefur meira að segja sjálfur sagzt hafa áhuga á aö syngja einhvern tima inn á plötu meö Bonnie. Bonnie er fædd I Wales og hefur allt- af haftgaman af aðsyngja. Leiðin upp á tindinn varð þó ekki auðfarin og er það furðulegt, þegar á þaö er litið hversu mikla hæfileika hún hefur. Nokkru má um kenna sviðsframkomu hennar ogenn segist hún eiga mjög er- fitt með að koma fram fvrir áhorf- endur. Þegar hún er á söngferðalögum hefur hún alltaf mann sinn Robert Sullivan með sér. Hann sér um allt sem við kemur fjármálunum ogskipu- lagningu skemmtananna. Hann hefur lika vit á tónlist og veit hvenær lög henta Bonnie og röddinni hennar og hvenær ekki. Það eru hjónin Scott-Wolfe sem aðallega hafa lagt Bonnie til lögin sem hún hefur sungið. Flestar söngkonur leggja mikið upp úr þvi að klæðast fallegum og áberandi fötum. Þetta á þó ekki við um Bonnie sem helzt er alltaf i gallabuxum. sið- buxum eöa samfestingum og hvers vegna? Jú hún er það vegna þess að hún segist vera með svo ljóta fætur. Henni finnst hún sjálf vera næsta hversdagsleg persóna og segist lifa mjög einföldu lifi næstum því leiðin- legu. Þó á hún fint hús og dýran Mer- cedes Benz sem reyndar er búinn aö lenda i árekstri einu sinni en enginn meiddist, guði sé lof. Bonnie Tyler þarf ekki mikiö að gera tilþessaö halda við vinsældum sinum i Evrópu. Næst hyggst hún vinna sér að- dáendur i Japan. Astraliu og á Nýja Sjálandi og þegar þvi er lokið stefnir hún á Bandarikin. En þegar hún er ekki á söngferöalögum þykir henni þægilegast að láta fara vel um sig i þægilegum stól heima hjá sér.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.