Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 15
Betlehemsstjarnan ber blóm Betlehemsstjörnu köllum við plöntu sem frændur okk- ar á Norðurlöndunum nefna klukku og meira að segja Rivieraklukku. Latneska nafnið er þó campanula. Fyrst mun vera getið um þessa plöntu á Norður Italiu árið 1868, en hún er Utbreidd um allt Miðjarðarhafs- svæðið. Betlehemsstjarnan sem getur bæöi veriö meö hvitum og fjólubláum blóm- um er mjög góö stofuplanta. Hún þolir þó ekki allt of mikinn hita og þarf mik- iö vatn og áburö á sumrin. Til þess aö plantan vaxi fallega er rétt aö reyta af henni gamla"óg hálf- dauöa stilka og klipa framan af öörum sem eru aö veröa of langir. Viö þaö þéttist plantan og veröur á allan hátt fallegri og gróskumeiri og þaö sem meira er hUn veröur lika langlifari en ella. Betlehemsstjarnan þarf 16 tima dagsbirtu ef hUn á aö mynda knUppa en þá má hitinn heldur ekki fara mikiö yfir 14 stig. Ef plantan er höfö i 18 stiga hita þarf dagsbirtan ekki aö vera nema 15 timar til þess aö knUppar fari aö myndast og sé hUn i 21 stigs hita er 14 tima dagur nógur fyrir hana. Þannig er samspil ljóss og hita næsta merkilegt. KnUpparnir veröa aö vera orönir aö minnsta kosti 1/2 cm á lengd áöur enplantan erfærö á staöþar sem birtutiminn er styttri en hér var um getiö. Liklega finnst ykkur þessar upp- lýsingar ættu helzt erindi til garö- yrkjumanna og þaö er líka rétt en þær skýra ef til vill fyrir ykkur sem ekki hafiö fengiö plönturnar ykkar til þess aö blómgast hvers vegna þaö er. Ef plantan er höfö i austur eöa vestur- glugga þar sem ekki er mjög heitt er trUlegt aö hUn blómstri en þaö má ekki komast frost aö henni. Stundum hef ég heyrt fólk segja aö ekki þýöi aö taka græölinga af Betlehemsstjörnunni en i blómabók- um er þó fullyrt aö þaö sé engum vandkvæöum háö. Græölingarnir myndi rætur á ca. þremur vikum viö 10-12 stiga hita og þeir eiga helzt ekki aö vera styttri en 4cm. NU getiö þiö reynt. þegar aftur tekur aö vora en tæpast þVöir þaö i vetur. fb Blómin okkar Hiti og birta ráða því, hvort 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.