Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 37
Gauti Ilannesson: Föndurhornið Fjósastóll — fótskemill eöa barnastóll Fólk fær sjaldan sömu hugmy ndirnar, nema þegar það er að kaupa brúðargjafir. Flestir hlutir eru erfiðir áður en þeir verða léttir. Hér kemur teikning af litl- um skemli, sem drengirnir i sveitinni geta smiðað handa mömmu sinni til að sitja á, meðan hún mjólkar kýrnar. teikningin skýrir sig sjálf. — Lengdin er 30 sm. og hæð 18 sm. breidd 16 sm. — efnið er fura og er skammelið neglt saman, helzt með galvan- húðum nöglum, svo að þeir ryðgi ekki. Málið og lakkið. Notið gólflakk. Annars er hægt að gera fleira við þennan stól en nota hann fyrir fjósastól. Það má setja svamp ofan á hann og klæða hann svo, annað hvort með einhverju fallegu húsgagnaáklæði, eða útsaumuðu stykki, og hafa hann fyrir fótskemil eða bara lágan stól handa litlum gestum, sem stund- um koma i heimsókn. Sinnep gefur gott minni. Ef þú borðar fulla krús gleymir þú því aldrei. Það getur verið viturlegt að efast um meiningar, en það er kjánalegt að rífast um staðreyndir. Ástæðan fyrir þvi að öryggisbelti eru höfð i bil- um er sú, að þú þarft helzt að vera á lífi þangað til siðasta afborgunin hefur verið greidd. Leyndardómurinn við flest hjónabönd er . . .eintómur leyndardómur. Konur halda þvi fram, að þær séu snjallari en karlar, en hefur þú nokkurn tima séð karlmannsskyrtu, sem á að hneppa aö aftan? 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.