Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 33
vara sig á, en þeir sáu fljótt, að það var engin þörf á þvi. Hún var eins örugg og fljót á fæti og geit eða gemsa, og silkikápan hennar bláa sveiflaðist i kringum hana. En þegar þau nálguðust Bárðarbæ, fannst henni vist, að hún þyrfti að laga sig eitthvað til. Hún nam þá staðar við litla lækjarsprænu og þvoði bæði hendur sinar og andlit. Þvi næst dró hún litla greiðu upp úr kápuvasa sinum, greiddi hárið sitt siða og kom þvi fyrir i hnút i hnakkanum. Drengirnir horfðu hugfangnir á hana. ,,Weil!” sagði hún að lokum og brosti. Hún átti vist við það, að nú gæti hún haldið áfram. Og svo gekk hún á milli drengjanna niður til bæjarins, þar sem mamma og Anna biðu þeirra úti á hlaði. Tóti hljóp spölkorn á undan og sagði þeim, að piltarnir kæmu á eftir þeim og væru allir heilir á húfi. ,,Guði sé lof”, sögðu báðar konurnar i kór. Þær höfðu heyrt, þegar steinhrunið varð, og upp frá þvi verið sárhræddar. Þær höfðu ekki einu sinni haft sinnu á þvi að láta telpurnar fara að sofa. „Mamma, þetta er hefðarfrú, — ákaflega fin kona,” hvislaði Tóti og sneri sér að litlu ókunnu konunni, sem nú kom til þeirra. „Hamingjan góða!” sagði mamma og fór hjá sér. „Þá verður vafalaust erfitt að gera henni til hæfis hér, ef hún þekkir ekki annað en það finasta og bezta.” En þegar þær höfðu heilsast, varð þeim strax ljóst, að það yrði ekki eins erfitt að umgangast þennan virðulega gest og ætla mátti i fyrstu, þvi að hún var einstaklega broshýr og viðmóts- þýð, svo að þær urðu samstundis ákaflega hrifnar af henni. Og ekki spillti það fyrir, að hún tók strax litlu telpurnar i fangið, lyfti þeim upp sitt á hvað, gerði gælur við þær og masaði við þær á sinu sérkennilega máli. Og mamma gat ekki annað en hlegið hjartanlega, þegar hún veitti þvi athygli, að hefðarfrúin fina var i skóm Tóta. „Yes, they are fine,” sagði frúin og tók nokk- ur létt dansspor á túninu. Skömmu seinna komu karlmennirnir og þá var að sjálfsögðu heilsast með miklum virkt- um, og björgunarsagan endurtekin. Lávarður- inn var nú nokkru alvarlegri. Ef til vill var honum ljósara en fyrr, i hve mikilli lifshættu þau höfðu verið, þarna uppi i fjallinu. En þegar þau, nokkru seinna, sátu inni við eldstæðið, tók hann gleði sina á ný og sagði margt frá sinum heimahögum. Stúdentinn túlkaði að sjálfsögðu mál hans á norska tungu. „Spurðu hann, hvort hann eigi höll?” sagði Bárður. Lávarðurinn skildi spurninguna og brosti. „Já ég á litla höll,” svaraði hann. „Litla höll! Hamingjan góða! Þó að hann segði, að hún væri litil, var hún vafalaust stór.” „Hve mörg herbergi eru i höllinni?” spurði Tóti. „Sextiu herbergi,” svaraði lávarðurinn. Sextiu herbergi?... Og það kallar hann litið! A sjálfu prestsetrinu voru þau ekki einu sinni þrjátiu. Spurningunum rigndi yfir gestina. Drengirn- ir voru næstum óstöðvandi. Að lokum reis Gamli-Jón á fætur. Hann minnti á, að á morg- un rynni nýr dagur, og að nú væri mál til komið að ganga til náða. Stúdentinn fór með Selsfólk- inu og gisti þar. Hann og Óli ákváðu að fara snemma næsta morgun niður i sveit og segja prestshjónunum, að ensku gestirnir væru við góða heilsu og langaði til að dvelja nokkra daga i Bárðarbæ. Þau óskuðu sjálf eftir þvi, og pabbi og mamma voru strax fús til að leyfa þeim það. Þetta voru einkar glaðleg og geðþekk hjón, og amma hafði veitt þvi athygli, að þau tóku myndarlega til matar sins um kvöldið, þó að þau hefðu ekki vanizt þeim matartegundum, sem hér tiðkuðust. Og það réði úrslitum. Mamma fylgdi þeim upp i gestaherbergið, sem var yfir stofunni. Það var alltaf tilbúið með uppbúnum rúmum, ef gestir komu og ósk- uðu gistingar. Vel mátti skilja á hinum tignu og góðu gestum, að þeim geðjaðist prýðilega að herberginu og öllum aðbúnaði. „Góða nótt og sofið nú vel,” sagði mamma. „Good night!” svaraði hefðarfrúin. Og Tóti undraðist mjög, hve mörg orð voru lik á ensku og norsku. Góður var good, finn var fine, sum- ar var summer og steinn var stone. Ef til vill mundi hann bráðum geta talað ofurlitið við þau? Með þessi nýju orð i huga flýtti hann sér i háttinn, og hann steinsofnaði strax og hann lagði höfuðið á koddann. Nú fór óvenju fjölbreyttur og skemmtilegur timi i hönd. Bárðarbær var skyndilega orðinn eins og opinber veitingastaður. Daginn eftir að enski lávarðurinn og frú hans höfðu gist hjá þeim, komu séra Nikulás og kona hans riðaridi upp eftir, til að hitta gestina. og fá nánari frétt- 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.