Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 14.09.1978, Blaðsíða 16
 Lífgið upp á ruggustólinn í þetta sinn ætlar Heimilis- Timinn ekki að birta krosssaumsmunstur heldur aðeins sýna ykkur hvað hægt er að gera, ef þið eigið ruggustól, sem- ykkur langar til að hressa eitthvað upp á. Þig getift fengiB ykkur nokkuð gróf- an stramma og saumað út i hann, t.d. munstur aö klukkustreng, eöa þá eitt- hvert annað munstur, sem hægt er að siendurtaka. Breidd strammans á að vera það mikil, að stykkið fylli út i ruggustólinn og lengdin eftir þvi hvaö þið viljið láta renninginn ná langt aftur fyrir bakið að ofan og niöur fyrir set- una að framan. Svo byrjið þiö að sauma. Þegar saumaskapnum er lokiö fáið þið ykkur eitthvert fallegt einlitt efni, sem þið fóðriö renninginn með. Þið brjótið inn i hliðarnar og saumið fóðriö við. Fáiö ykkur svo snúru, annað hvort sem þið búið til sjálfar, eða þá sem þið getið keypt i verzlunum, sem selur hitt og þetta til yfirklæðningar, Snúruna saumið þiö utan með stykkinu, þegar þið hafið lokið við að fóðra það, og aö lokum búiö þið til kögur á stykkið, gjarnan á báða enda. Það gæti verið gott að festa nokkur bönd i þetta stykki, bæði að ofan og einnig til hliðanna, og binda það fast við stólinn á nokkrum stöðum, svo það sitji fast, en renni ekki alltaf niöur, ef einhver sezt i stólinn.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.